Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2003, Page 33

Freyr - 01.06.2003, Page 33
50% vinnutímans en frágangur sjálfur um það bil 17%. Verkun heysins og nýting Verkun heysins var með ágæt- um. í stakknum með fyrri sláttar heyinu var meðalþurrefni þess 36% og meðalsýrustigið pH 4,4. Rýgresið verkaðist einnig mjög vel en það var óþarflega þurrt (49% þe.). Ekki sá á yfirdúknum svo að orð væri á gerandi. Heyið var að finna jafnt og vel verkað al- veg upp í dúk. Helst var slakari lykt að finna í hliðum stæðunnar þar sem hún var lausust í sér, þó ekki svo að neinu heyi þyrfti að henda. Ljóst er að nýting plasts er betri með þessari aðferð en þegar rúllur eru hjúpaðar með því. Beinn sam- anburður á kostnaði við plast sýn- ir að í stæðunum nam hann 500- 600 kr./tonn þurrefnis. A rúllum með 210 kg þurrefni í hverri og sexfoldum plasthjúp nemur plast- kostnaðurinn tæplega 1000 kr. á tonn þurrefnis. VlNNA VIÐ GJAFIR Heyið var gefið kvígum sem átti að halda eða voru fengnar. Ur stæð- unni var heyið skorið með votheys- hníf tengdum á þrítengi dráttarvél- ar, sjá 3. mynd. Sker hann liðlega 2 rúmmetra tening úr stæðunni í einu sem síðan er ekið á dráttarvélinni inn á fóðurgang. Tíminn sem fór í losun og flutning heysins úr stæð- unum, svo og opnun og frágang stæðu hveiju sinni, var um það bil 30 mín. á tonn þurrefhis. Kostnaður VIÐ VERKUN' OG GEYMSLU Vinna heyskaparmanns var metin á 1.100 kr./klst. en véla- vinnan á 2.000 kr./klst. (dráttarvél með vinnuvél). Þannig metnir nema þessir liðir ríflega þremur fjórðu heildarkostnaðarins við heyöflunina. Reiknaðist kostnað- 2. mynd: Fullfrágengin heystæða á Helgavatni. urinn vera kringum 5 kr./kg þurr- efnis. Athuga þarf að launakrafa og kostnaður við rekstur véla eru þungvægar forsendur þessa reikn- ings. Samanburður vid aðrar hey- VERKUNARAÐFERDIR rúlluheyskapinn. Vinnumagnið (heildarvinna) á Helgavatni virð- ist því hafa verið nokkru minna og einnig reyndist vélavinnan minni þar en skráð var í athugununum sumarið 1996. Hvað snertir samanburð við Ekki er auðvelt að bera saman vinnuað- ferðir sem beitt er við mismunandi aðstæður, því að margir þættir geta komið við sögu. í þess- ari athugun reyndist vinnumagnið við slátt, hirðingu og frágang heysins vera 1,5-1,8 klst./tonn þe. Sumarið 1996 voru gerðar athug- anir á heyskap hjá 23 bændum víða um land, byggðar á vinnudagbók- um þeirra1. Þar var fyrst og fremst um rúlluhey- skap að ræða en einnig þurrheysverkun (laust og bundið hey). Að meðaltali nam vinnan í þeirri athugun 2,1 -2,3 3 mynd: Meá vé!skeranum er liðlega tveggja klst. a tonn þurrefms; rúmmetra stykki skorið hreint úr stæðunni i einu einna minnst var hún við og flutt inn I fjós. Freyr 5/2003 - 331

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.