Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 4
Getur þetta nokkurn tím-
ann orðið nytjaviður?
Hulda Guðmundsdóttir ræðir við Ágúst Árnason, skógarvörð í
Skorradal í 40 ár, 1960 - 2000
búið var að stinga út úr fjár-
húsum. Fyrst var skánin
klofin og þurrkuð úti á túni
og staflað svo upp í hrauka,
og þá var ævinlega stungið
birki inn á milli til að lofta
betur í gegn.
Þegar ég fór svo á
Skógaskóla var kennari
minn, Jón Jósep Jóhannes-
son, feikilega mikill
áhugamaður um skóg-
rækt, og hann talaði oft
um mikilvægi hennar við
okkur krakkana. Svo
Ágúst Ámason í Skímarrjóðri 17. sept. 2000.
Mynd: Hulda Guðmundsdóttir.
kynntist ég strák sem
hafði verið í Noregi og
hann fékk vinnu hjá Skóg-
ræktinni og ég sá að það
gæti verið framtíð í slíkri
vinnu. Seinna fékk ég svo
styrk frá Norræna félaginu
til Svíþjóðarfarar og var í
lýðháskóla þar. Þegar hon-
um lauk, sótti ég um að
komast að í gróðrarstöð og
Aó islenskum sió byrja ég á að
spyrja þig hvaóan þú ert og hve-
nær þú ert fœddur?
Ég er fæddur í Holtsmúla í Land-
sveit í Rangárvallasýslu árið 1930
og átti þar heim fram til 1949.
Hvað réð því að bóndasonur-
inn ákvað að fara í skógrœktar-
nám fyrir 50 árum?
Það var nú trúlega ekki nein til-
viljun. Ég átti eldri bróður sem var
áhugasamur um trjárækt og við
byijuðum að sá og rækta birkiplönt-
ur, alveg frá því að ég man eftir mér.
Við fengum fræin bæði úr tijágarð-
inum heima í Holtsmúla og svo var
farið öðru hvoru til skógar, eins og
það var kallað, og þar söfiiuðm við
fræi og vorum svo að dunda við að
sá þessu. Þá voru skógarleifar uppi
á Landi og þangað var farið til að ná
í hrís til eldiviðar, auk þess
sem það var notað til að
fullþurka skánina. En
“skán” var sauðatað sem
komst svo í framhaldi af því í
verklegt skógræktamám í Vesterás
í Svíþjóð árið 1952.
Þettahefurþá leitt svona hvað
af öðru?
Það má segja það, en ég hafði
áhuga á þessu og í verkega nám-
inu, sem stóð í eitt sumar, fann ég
að þetta átti vel við mig. Svo kom
ég til íslands um haustið 1952 og
fór þá strax að athuga möguleika á
að komast í vinnu til Skógræktar
ríkisins, en þar vom þá engin laus
störf. Þá gerðist ég ráðsmaður á
Nýjabæ á Seltjarnarnesi. Þar
hugsaði ég um kýr og hænsni fyr-
ir Jón Guðmundsson endurskoð-
anda sem átti búið, en bróðir hans
var Hákon Guðmundsson, sem
síðar var fonnaður Skógræktarfé-
lags íslands í mörg ár.
Varla hefurþú þá hugsað þér að
hugsa um kýr og hœnsni upp frá
því?
Nei, enda hélt ég áfram að reyna
að komast til Skógræktarinnar og
þaö tókst strax vorið 1953. Það
kom þannig til að Jón húsbóndi
minn vissi hvert hugur minn
stefndi og hann þekkti Einar Sæ-
mundsen, sem þá var skógarvörð-
ur á Suðvesturlandi og Jón ráð-
lagði mér að tala við hann. Einar
hafði þá verið skógarvörður á
Vöglum en var nýlega kominn
suður. Það varð svo úr að ég komst
í vinnu á Tumastöðum í Fljótshlíð.
Þar hélt ég áfram í verklegu námi
og síðan um haustið fór ég í skóla
| 4 - Freyr 6/2003