Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 14
lengd á lerki og birki (ljóskær tré),
en þrír fjórðu af stofnlengd á greni
(skuggaþolin tré).
í þróuðum skógalöndum, þar
sem skógrækt stendur á háu stigi
líffræðilega og tæknilega, telst
fyrsta grisjun (á ensku precomm-
ercial thinning) aðeins kostnaður,
þar eð of dýrt er að ná þeim viði
(svonefndum smáviði) úr skógin-
um. En hér á landi getur viður úr
fýrstu grisjun í lerkiskógi nýst í
girðingarstaura, ef hægt er að
selja þá, og svo i viðarkurl ef hægt
er að selja það. Greniviður er hins
vegar ekki nothæfur í girðingar-
staura vegna þess hve stutt þeir
endast (innfluttir tréstaurar eru
reyndar allir úr greni eða furu).
Fiskhjallaspirur er hægt að fá úr
ungum skógi af hvítgreni og rauð-
greni. Svo er nú að sjá, að eitthvað
verði hægt að selja af þeim á
næstunni. Annars er viður úr
fýrstu grisjun af greni einungis
nothæfur í kurl.
Síðari grisjanir nýtast að hluta
til í borðvið, því meira sem skógur-
inn eldist og bolir gildna. Borðvið-
ur er meginafúrð ræktaðs skógar
og stendur undir kostnaði við rækt-
un hans. Á Norðurlöndunum nýt-
ast trjábolir í borðvið niður að 13
cm þvermáli í topp undir berki, en
hér á landi má hugsanlega fletta
grennri bolum til sérstakra nota. í
skógalöndunum nýtast toppar og
grennri bolir í “massavið”, þ.e. til
framleiðslu beðmis (cellulose) í
pappa, pappír o.fl., að 7 cm í topp
utan á berki.
Útdráttur viðar úr skógi að vegi
fyrir dráttarvélavagn með lyfti-
krana, sem siðan flytur viðinn að
vinnslustað í skóginum eða að vegi
fýrir vörubíla, sem flytja hana
lengra. Notað er radíóstýrt traktors-
spil með einni eða tveimur troml-
um, 40-50 m löngum togvírum með
5 keðjuörmum á hvorum vír, sem
getur dregið jafhmargar kippur úr
skóginum.
Tækjakostur við skógarvinnuna
hefir þróast gríðarlega síðustu ára-
tugina, einkanlega eftir 1950. Tré
eru nú felld að yfírgnæfandi meiri-
hluta með sérhönnuðum skógar-
höggsvélum, í Svíþjóð t.d. um 90%
af öllu höggi, en þetta eru dýrar vél-
ar, sem þurfa helst að vinna nær
óslitið allt árið. Sömuleiðis eru sér-
hannaðar vélar fýrir útdrátt úr skóg-
inum mjög dýrar. En sífellt eru
þróaðar léttari skógarhöggsvélar -
jafnvel til að festa á þrítengi á
venjulegum traktor - svo að þær
verða teknar í notkun hér þegar
grisja þarf stór svæði.
Keðjusagimar hafa breyst mikið
til batnaðar á þeirri hálfu öld, sem
þær hafa verið aðaltækið til að fella
tré í litlum skógaeiningum, og líka
í skógum stórfýrirtækja eða ríkis,
þar til skógarhöggsvélamar komu
fram á sjónarsviðið eftir 1970.
Fyrstu einsmannskeðjusagimar
komu til Noregs frá Kanada árið
1947. Þær voru 17-18 kg á þyngd.
Höfundur þessarar greinar vann
með þeim árin 1947 og 1948 og
þær vom óneitanlega þungar að ro-
gast með í hné- til klofdjúpum
snjó! Nú em þær komnar niður í
eða undir 5 kg og með þeim er
unnið það, sem áður þurfti fjögur
handverkfæri við.
Verkþjálfun við skógarhögg er
forsenda þess að stunda það á hag-
kvæman hátt og hættulausan.
Skógrækt ríkisins á Hallormsstað,
sem hefir mesta reynslu í þessu
efni ásamt Skógræktinni á Vögl-
um í Fnjóskadal, hefir haldið nám-
skeið í þessari grein, gaf út fýrsta
leiðbeiningaritið og hefur þjálfað
skógareigendur á Héraði og víðar
með mjög góðum árangri. Þannig
er nú t.d. innan vébanda Héraðs-
skóga a.m.k. 15 manna hópur vel
þjálfaðra skógarhöggsmanna, sem
flestir eru bændur. Árið 2000 gáfú
svo Héraðsskógar út glæsilegt
kennsluhefti, Grisjun og skógar-
högg.
Jólatré. Ræktun þeirra verður
hluti af ræktun nytjaskógar, en er
þó alls óskyldur ræktun til gagn-
viðar. Hér er verið að rækta fýrir
sölu á lögun og lit krónu sígræns
barrviðar. Það útheimtir mikla
umönnun og gott skjól. Nú sem
stendur er markaður fyrir jólatré
takmarkaður vegna innflutnings
frá Danmörku. En blágreni, fjalla-
þinur, stafafura og jafhvel rauð-
greni í einhverjum mæli eru teg-
undimar, sem hér verða ræktaðar.
Úrvinnsla viðar. Hér á undan
voru nefhdar trjátegundimar, sem
til greina koma sem gagnviður,
a.m.k. í sjáanlegri framtíð. Skoð-
um þær aðeins nánar.
Lerki er prýðisgott efni í girð-
ingarstaura. Markaður er þó lítill
eins og er en gæti átt eftir að vaxa.
Lerki er mjög góður borðviður.
Hann fæst fýrst að marki eftir 30-
35 ár frá gróðursetningu, en síðan
í vaxandi mæli til loka vaxtarlotu,
senr tekur 60-100 ár. Við ræktun
lerkis til gagnviðar verða bolir að
vera þráðbeinir, hlykkjalausir. I
því efni er mikill munur á kvæm-
um. Sérfræðingar Skógræktar rík-
isins vinna hörðum höndum að
því að greina og framkalla (með
kynbótum) besta hugsanlega
erfðaefni í þessu skyni.
Grenitegundirnar sitkagreni,
hvítgreni, sitkabastarður og rauð-
greni eru allar góðar borðviðar-
tegundir. Rauðgreni ásarnt hvít-
greni henta best í fiskhjallaspírur.
Furutegundirnar, sem við get-
um ræktað með árangri til borð-
viðar, eru stafafúra og lindifúra.
Þær þurfa þá auðvitað að vera án
hlykkja, en þeim kvæmum af
stafafuru, sem við höfum orðið að
nota, hættir við að hafa þennan
ágalla, auk þess sem hún er völt ef
stormur og snjóþyngsli hrjá hana.
En ágætis borðviður fæst úr stafa-
furu. Lindifura myndi gefa úrvals
borðvið, en hún vex hægar en
stafafura og enn er óreynt, hve
114 - Freyr 6/2003