Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 10

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 10
Skógrækt og sveppir Líf trjáa og sveppa er samofið eins og títt er um lífverur sem deila sama blcttinum. Tré tengjast þó ákveðnum hópi sveppa mun sterkari böndum en flestum öðrum lífverum skóga. Rótarendar flestra trjáa bera þéttofna sveppþráðakápu þar sem rót og sveppur mynda saman það sambýli sem heitir svepprót og er hjá flestum trjám af útrænu gerð- inni. Tréð fær næringu úr jarðvegi fyrir milligöngu svepprótarsveppa sinna en séu þeir ekki fyrir hendi þrífst tréð mun verr en ella. Svepp- rótarsveppir hafa þróast með hýs- iltrjám sínum og fá þá orku sem þeir þurfa af þeirri orku sem trén binda ineð ljóstillífún. Orkan flyst á formi sykra frá laufblöðum og niður í rót og þaðan lekur hluti sykranna yfir í sveppþræði sem hringast um frumur utanvert í rót- inni og áfram í kápu sem þekur yf- irborð rótarenda. Þegar sykrur frá trénu koma yfir í sveppþráð er þeim umsvifalaust breytt í önnur orkuefni, trehalósa, mannitol og glýkógen sem eru dæmigerð kol- vetni sveppa sem tréð getur ekki náð aftur til sin. Þennan orkuforða sinn geymir sveppurinn aóallega í kápunni utan um rótarenda, ásamt öðrum næringarefnum, sem tréð getur þó fengið þurfi það á þeim að halda. Tréð lætur svepprótar- sveppum sínum í té nálægt 10% þeirrar orku sem það bindur með ljóstillífún. Margir sveppir eru afkastamikl- ar rotverur og brjóta niður lauf trjánna í sverði og losa úr þeim næringuna þannig að hún geti nýst aftur. Með sveppum vinna að þessu ýmis smádýr sem búa í efsta lagi jarðvegs. Við er þó sérlega erfitt að brjóta niður og það eru helst ákveðnir kólfsveppir, sem oftast eru nefúdir fúasveppir, sem geta brotið hann niður en viður er gerður úr tiltölulega þolnum efn- um sem ekki er á færi hvers sem er að búta í sundur. eftir Guðríði Gyðu Eyjólfsdóttur, sveppa- fræðing, Náttúrufræði- stofhun íslands, Akureyrar- setri Hópur sveppa getur aðeins nærst á lifandi vef hýsla sinna og sníkja næringu úr þeim. Misjafnt er hversu miklum skaða þeir valda við þessa iðju sína og hve mikið viðnám hýsill getur veitt er sníkjusveppur leggur til atlögu við hann. Ryðsveppir eru dæmi um nauðbundna sníkjusveppi sem vaxa ekki nema á hýslum sínum. Aðrir sníkjusveppir, sem ekki eru nauðbundnir hýslum sínum, flýta fyrir því að greinar eða blöð deyi og brjóta þau síðan niður sér til viðurværis. Eitt tré getur hýst marga sveppi frá því það vex upp af fræi og þar til það deyr í hárri elli, fellur og liggur árum saman í skógarbotn- inum og rotnar. Annars vegar lif- andi og hins vegar dautt og síðan eru lauf, börkur, viður og mis- munandi stórar greinar allt bú- svæði fyrir mismunandi tegundir sveppa. Af framansögðu má ráða að vart verður þverfótað í skógi fyrir sveppum. Það ber hins vegar litið á þeim nema í stuttan tíma rétt á meðan þeir mynda aldin og gró en megnið af vaxtartímanum eru þeir að störfúm og safna orku til að mynda aldin sín. SVEPPATÍNSLA 1 ágúst er sá tími sem tína má sveppi til matar í skógum lands- Best er að tína matsveppi í þurru veðri oa nota til þess tágakörfu. Þannig verða sveppirnir ekki fyrir miklu hnjaski. íbrúnu körfunni eru lerkisveppir sem voru hreinsaðir gróflega áður en þeir voru lagðir i körfuna en óhreins- aðir sveppir eru I þeirri Ijósu. Mynd: G.G.E. 110 - Freyr 6/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.