Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 25

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 25
Tafla 2. Skipting timburs í gæðaflokka við grisjun og loka- högg Timbur \ qrisiun 1. qrisjun 2. qrisjun Lokahöqq Kurl 50 % 40% 25% Iðnviður 50 % 40 % 50 % Borðviður 20 % 25 % Tafla 3. Kostnaður við högg og flutning að vegi 1. grisjun, kr/m3 2. grisjun, kr/m3 Lokahögg, kr/m3 Fjöldi trjáa / m3 10 4 2 Högg 1250 950 800 Akstur . 950 650 550 Samtals 2200 1600 1350 Tafla 1. Áætlað verð á mismunandi flokkum timburs Timbur Kr. / m3 bolviðar Greni borðviður 4500 Greni iönviður 2500 Fura borðviður 4500 Fura iðnviður 2500 Lerki borðviður 4500 Lerki iðnviður 2500 Ösp borðviður 3000 Ösp iðnviður 2000 Kurl 550 hluti bolsins, sem er að öllu jöfnu sá verðmætasti, verður verðlítill. Með umhirðu, s.s. klippingu tví- toppa, má hækka hlutfall galla- lausra trjáa umtalsvert. Mikil- vægt er að bíða með fyrstu grisjun þar til einhver verðmæti nást út til að standa undir grisjunarkostnaði en þó ekki svo lengi að sá skógur, sem eftir skal standa, beri skaða af. Eðlilegt er að skógurinn sé 7 til 10 metra hár þegar þessi grisj- un fer fram. Gölluð tré eru fjar- lægð og einnig tré sem hafa orðið undir í samkeppninni um birtu og næringu. Gróf og plássfrek tré, sem skemma önnur út frá sér, eru stundum fjarlægð. Yfirleitt eru samt trén, sem standa eftir, sverari en þau sem eru felld. Algengt er að gera ráð fyrir því í útreikning- um að fyrsta grisjun standi undir sér eða sé með litlu tapi. Það er síðan mat hverju sinni hversu oft skuli grisjað þar til lokahögg á sér stað. Lökustu stofnarnir eru tekn- ir út í grisjun og vöxturinn færist yfir á verðmætari stofna sem standa eftir og bíða lokahöggs. VlÐARFLOKKAR OG VIÐARGÆÐI Gera má ráð fyrir þremur meg- inafurðum unnum úr íslensku timbri. Þar má fyrst nefna borðvið, sem telst verðmætasta afurðin, næst iðnvið, sem nýtist t.d. í plötu- gerð, og loks kurl sem gæti nýst sem orkugjafi (3). Ræktun og um- hirða skógarins miðast þannig við að koma sem stærstum hluta timb- ursins i besta flokkinn. Til að bol- ur henti til sögunar þarf hann að vera nokkuð beinn og gildleiki verður að ná ákveðnu lágmarki. Því gildari og beinni sem stofninn er því betri verður nýting hans. Stórar greinar og hraður vöxtur gefúr af sér stóra kvisti og lausan við sem rýrir mjög styrkleika og gæði afurðarinnar þó svo að bolur- inn teljist sögunarhæfúr. Þéttleiki skógarins, tegundasamsetning og ekki síst umhirða og grisjun hafa þannig mikið að segja um hvaða verðmæti verða úr skóginum þeg- ar upp er staðið. Því þéttari sem skógurinn er í upphafi, því grennri verða greinamar og fleiri tré að velja á milli við grisjun. Umhirða og skipulagning skógar þarf þó að taka mið af álagi á borð við snjó og vinda sem í sumum tilfellum hefúr afgerandi áhrif á fomi og gæði skóga í fyrstu kynslóð. Framleiðni og vaxtarlota Líftími skógarins frá gróður- setningu að lokahöggi er kallaður vaxtarlota. Lotulengdin er gjam- an valin út frá því að hámarka timburframleiðslu viðkomandi skógar. Nýgróðursettur skógur vex hægt í fyrstu en síðan eykst vöxturinn ár frá ári þar til hámarki er náð og minnkar síðan aftur. Þegar árlegur viðarvöxtur er jafn meðalvexti ffá gróðursetningu er rétti tíminn fyrir lokahögg til að ná hámarks viðarvexti. I sumum tilfellum getur verið rétt að flýta lokahöggi, t.d. ef fúi er farinn að skemma viðinn. Ef viðbótarvöxt- urinn gefur verulega verðmæta- aukningu, t.d. hækkun um gæða- flokk, getur verið rétt að láta skóginn standa lengur. Það er misjafnt eftir trjátegund- um hversu snemma þær taka út vöxtinn og sama gildir um hætt- una á fúa sem kallar á lokahögg áður en hámarksframleiðni er náð. Eftir því sem vöxtur er meiri verð- ur vaxtarlotan styttri. Verðforsendur TIMBURFRAMLEIÐSLU Til að geta reiknað kostnað og tekjur við skógarhögg þarf að gefa sér timburverð, skiptingu í gæða- flokka og loks kostnað við fell- ingu og flutning timburs að vegi. Til að fmna þessar tölur var stuðst við upplýsingar frá norskum sög- unarmyllum (1) og norskum töxt- um (9) um ákvæðisvinnu í skógi (sjá töflu 1, 2 og 3). Verðforsendur KOLEFNISBINDINGAR Samkvæmt nýlegum fréttum Freyr 6/2003 - 25 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.