Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 9

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 9
X Úr Skorradal, í forgrurmi land I skrúða á Stálpastöðum. i baksýn land I tötrum i Haga. Mynd: S.BI. 1992. stiklingamir em nú allir dauðir því að hann verður ekki mjög gainall, en hann vex hratt eins og menn vita í dag. Fljótlega fór ég að selja svolítið af víðinum og fékk þá á Tumastöðum til að rækta hann. Nú er þetta sú planta sem hvað mest er notuð í skjólbelti. Eg tel að það sé ágætt, en það þarf að klippa hann grimmt svo hann fari ekki í órækt. Það vantar kannski svolítið upp á að því sé sinnt og svo þarf að taka með í reikninginn að líftíminn er ekki langur. Hvaða viðhorfi mœttir þú fyrst þegar þú komst til starfa? Mér var tekið mjög vel - með samúðarbrosi, svona eins og „aumingja maðurinn"! A þessum tíma varð rnaður að tala varlega. Ég varð t.d. var við að margir héldu að maður væri skepnuhatari og væri illa við bændur. Það verð- ur að hafa í huga að margir höfðu aldrei séð almennilegt tré, svo að það var varla von að menn gætu haft trú á einhverju sem þeir þekk- tu ekkert og úti á landi þekktist ekkert annað en hefðbundinn bú- skapur á þessum árum. Það var því ekki nema von að mönnum þætti sér ógnað þegar svona al- gjörlega ný atvinnugrein skaut upp kollinum. Ég fékk afskaplega oft eina spumingu og hún heyrist jafnvel enn: „Heldurðu að þetta geti nokkum tímann orðið nytja- viður?“ Enn ber það líka við að menn halda að toppurinn í íslenskri skóg- rækt sé að rækta girðingarstaura! En heldur þú aó íslenskur skóg- ur geti nokkurn tímann orðið nytjaviður? Þá langar mig t.d. að benda á ís- lenskt sitkagreni í Salnum í Kópa- vogi. Þar er það notað sem hljóð- skermur. Það var BYKO sem styrkti grisjun á Stálpastöðum og í Haukadal í það verkefni. Eftir því sem ég best veit eru þetta íyrstu alvöru notin af sitkagreni hér á landi. Af þessu tilefni dettur mér t.d. í hug að stinga upp á því að sitkagreni verði notað í hljóð- skerma í hin umtöluð menningar- hús á landsbyggðinni. Það sem er sérstakt við þessa trjátegund er að það er erfíðara að vinna hana en ýmsar aðrar greni- tegundir. Það þarf beitt verkfæri, en viðurinn er bæði mjúkur og léttur. Lengi vel var sitkagrenið ekki hátt skrifað í Ameriku. Það vom í raun og vem styrjaldimar sem gáfú því tækifæri. Það var far- ið að framleiða herflugvélar úr því afþví það kom í ljós að sitkagren- ið gaf sterkasta viðinn í hlutfalli við þyngdina. Þessi not breyttu þannig ímynd sitkagrenis mjög mikið. Hvaða not verða fyrir ís- lenskan skóg í framtíðinni er erfitt um að spá, en ég efast ekki um að þau munu verða margvísleg. Finnst þér ekki vanta upp á að við fórum að hugsa fyrir markaði fyrir skógarafuróir? Stærsti gallinn er sá að skógar- teigar eru svo dreifðir. Allur timb- uriðnaður byggist á stórum ein- ingum og ef við ætlum að fara að gera eitthvað af alvöru í því þá verðum við að hafa langtum stærri samfellur í skógræktinni, ef fjárhagslegur grundvöllur á að verða til að nýta skóginn. Svo er það að fjármagnsskortur stendur allri rannsóknarvinnu fyrir þrif- um, en slík vinna er geysilega mikilvæg. En það er líka aðkall- andi að hugað sé að grisjun í tíma. Það er ekki nóg að gróðursetja og láta svo skóginn danka. Því að ef grisjuninni er ekki sinnt verður ekkert úr viðnum og við fáum bara tómt msi og fólk missir trúna á nytjagildi viðarins. En það er af- skaplega mikilvægt í uppbygg- ingu skógræktarinnar að fólk missi ekki trúna á því sem það er að gera. Svo þurfa menntunarmál skógarbænda að vera í lagi, þann- ig að þetta verði ekki fúsk. Ég hef hins vegar trú á að þau landsverk- efni, sem nú eru í gangi í skóg- rækt, hafi fulla burði til að standa vel að uppbyggingu skógræktar sem alvöru landbúnaðar og ég er því ekkert kvíðinn fyrir framtíð ís- lenskrar skógræktar. Freyr 6/2003 - 9 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.