Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 7

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 7
en líka mjög erfið. Ég kom t.a.m. úr 40 stiga hita og frostið fór fljót- lega í 40 gráður. Þetta var árið 1958 og ég safnaði geysimiklu af ffæi. Ég var alltaf í sambandi við Hákon og samhliða þessu tók ég sýni og stiklinga, t.d af brúna víð- inum sem ég sendi heim. Margir þekkja einmitt þessa viðitegund undir heitinu Gústa- víðir, en þú sendir líka ýleiri teg- undir? Jú, en það hefur lítið verið not- að. Ég sendi m.a. stiklinga af Sviðjuvíði, einni hávöxnaustu víðitegund í Alaska. Sá víðir hefúr ekkert verið ræktaður hér, en á Stálpastöðum við Svartaklett eru mjög stæðileg tré af honum og þau hafa staðið sig vel. En enginn virð- ist hafa fengið áhuga á honum. Þú hafðir all gott kaup íþessum frœbisness, var það ekki? Jú, en áhættan sem ég setti mig í var sú að ég fékk bara farmiða og ekkert fast kaup. Var bara með pantanir af visst mörgum pokum af könglum ffá mismunandi stöðum og mér var bara borgað eftir ak- korði, miðað við það magn sem ég gat útvegað. Ég þurfti að skila skýrslu á nokkurra daga ffesti og var líka í sambandi við marga könglakaupmenn. Ég hafði enga vissu fyrir því að það væri góð könglauppskera og ef hún brást þá hafði ég ekkert til að lifa af. Tók samt áhættuna. Sums staðar gekk vel og á köflum fékk ég mjög góð laun. Ég gat t.d. keypt mér fyrir ágóðann lítið notaðan Chevrolett sem ég kom með heim - og það var fyrsti bíllinn sem ég eignaðist. Til samanburðar voru mánaðarlaunin, sem ég fékk hjá Skógrækt nkisins, þegar heim kom, þannig að úti var ég tvo og hálfan dag að vinna fyrir þeim í akkorðinu þegar best gekk. Hvenœr komstu svo til baka frá Ameríku og hvað tók við? Það var um mánaðamótin nóv- ember/desember árið 1958. Meðan ég var í Kalifomíu var Hákon bú- inn að að skrifa mér um að hann ætlaði mér starf í Skorradalnum. Fyrsta sumarið þar vorum við Daní- el Kristjánsson samstarfsmenn. Auk þess vann ég við Norðtungustöðina og við girðingar, m.a. í Þorskafirði, vestur á Fellsströnd og víðar. Það var svo vorið eftir að starfssvæðum okkar Daníels var skipt, þannig að ég átti að beina kröftunum að Skorradalnum. A Stálþastöðum var byrjað að grisja og gróóursetja vor- ið 1952. Hvammur var tekinn á leigu 1957 og um sama leyti var Selskógurinn keyptur, svo að þama vom mörg verkefni. Hvernig var aðstaðan í Hvammi? Fyrst þegar Hákon fór með mér til að sýna mér Dalinn var margt öðruvísi en nú er. Uppbyggður vegur náði þá bara rétt inn fyrir hlið á Stálpastöðum og þar fyrir innan tóku við ógreiðfærir vega- slóðar. Stærstu barrplönturnar voru að komast í hnéhæð. Þama kom sér vel minn ágæti Chevrolett en hann var lengi vel eina flutn- ingatækið sem ég hafði. Ég hafði hvorki dráttarvél né hjólbörur. Þurfti ég því að nota Chevann til að flytja allt mögulegt, s.s. plöntur, girðingarefni, sement og steypu- möl. Hvammur hafði staðið í eyði um tíma og húsið ólæst. Miðstöð- in og klósettið vom frostspmngin, af því ekki hafði verið hirt um að tappa af eða frostverja. Þetta var ekki kræsilegt, þó að húsið væri að mörgu leyti skemmtilegt, en eld- húsaðstaðan var leiðinleg og erfið. Hún var í kjallaranum og hann var tæpast manngengur. Það þurfti að beygja sig og lúta höfði til að ganga þar um. Smá múrblanda og gólfdúkur var yftr moldargólfi, en þetta lak allt og flæddi í rigning- um. Svo var mikill músagangur. Norskir skógræktarstúdentar ganga gegnum sitkagreniskóg ofan til í Stálpastaðahlíóinni. Mynd: S.BI. 1992. Fyrstu nóttina sem ég var hér var farið að skyggja þegar ég kom upp eftir. Ég fór inn í húsið með minn Sitkagreni á Stálpastöðum, sem vaxið er upp af græðlingum, en ekki fræi. Mynd: S.BI. 1992. Freyr 6/2003 - 7 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.