Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 37

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 37
Ninilchik-áin á vestanverðum Kenaiskaga i Alaska. Dauðar greinar og trjábolir i ánni, ásamt vel grónum bökkum, er talið nauðsynlegt til þess aö bæta skilyrði fyrir göngu laxins í ár. Skógur umhverfis laxárnar er i Alaska talinn lykillinn að vel heppnuðu klaki og góðri laxveiði. Mynd: Jón Geir Pétursson. Breytingar á búskaparháttum, skógræktarverkefhi, landgræðsla og aukin frístundanot af landi hafa orðið til þess að umræða um land- nýtingu er blómleg hér á landi um þessar mundir. Þess er krafist af fagfólki og landeigendum að heildarsýn sé í auknum mæli höfð að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um nýtingu og með- ferð lands. Lítið er um íslenskar rannsókn- ir á samspili skógar og skjólbelta- ræktar við akur- og búljárrækt, að frátöldum rannsóknum Klemenz- ar. Þeim mun meira hefur borið á umræðunni um að rollumar hans Bjartar í Sumarhúsum hafi étið allan skóginn og skógræktarglóp- amir hirði besta landið undir frí- merkislega skógarreiti. Brýn þörf er rannsókna á þessu samspili hér- lendis, ekki síst sé horft til krafna um aukna hagkvæmni og vist- væna eða lífræna ræktun. Enn virðist bera á að bændur og skógræktarmenn séu tvær andstæð- ar fýlkingar. Sá tími er liðinn. Skóg- rækt er landbúnaður og í dag em bændur stærstu ræktendur skóga. Eðli málsins samkvæmt verður landnýting þá fyrst markviss að hún byggi í senn á heimafenginni þekk- ingu á aðstæðum og þjónustu þeirra sem setja bókvitið í askana. Við látum lokaorð fjalla um þessi atriði en þau eru reyndar fengin að láni úr pistli eftir Dr. Douglas MacMillan. Pistillinn er þýddur úr tímaritinu “Reforesting Scotland" sem gefið er út af sam- nefndum samtökum. Pistillinn birtist í 28. tbl. haustið 2002 og fjallar um þann vanda sem við er að etja í skoskri skógrækt. * Aukum Jjölbreytni-setjum ekki öll eggin í sömu körfu. Skipu- leggjum nýskógcma okkar með það aó markmiði að skapa Jjöl- breyttar afurðir allan ársins hring og allan tímann sem lot- an stendur. * Sýnum frumkvœði, leitum að nýjum afurðum og þjónustu sem skógarnir geta veitt - því jleiri hugmyndir sem við höfum til að auka virði skóganna okk- ar, því betra. Gerum okkur grein fyrir því að ein aðal- ástæða þeirrar kreppu, sem skosk skógrœkt er í, er sú að við töldum okkur hafa fundið lausnina með því að rækta bara nógu mikið af sitkagreni. Mismunandi skógrœkt á við á mismunandi stöðum. Freyr 6/2003 - 37 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.