Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 29

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 29
bundet og vedkommende avdeling- er av forbundet 2002. Overens- komst for skogbruket 2002-2004. 119 s. lO.Sigrún Sigurjónsdóttir, Jón Erlingur Jónasson, Jón Loftsson, Davíð Guðmundsson og Eiríkur Hreiðars- son 1999. Norðurlandsskógar, 40 ára landshlutaáætlun. Landbúnað- arráðuneytið 1999. 30 s. Molar Merking fyrir lífið Fyrr á þessu ári voru kynntar niðurstöður flögurra ára rann- sóknarverkefnis á vegum ESB á rafrænni skráningu á búfé. Verk- efnið er nefnt IDEA sem er skammstöfun á “Identification Electronique des Animaux’’ og fjallar um skráningu nautgripa, sauðfjár og geita með fjarkönnun- arbúnaði með hjálp gervitungla. Umfangsmiklar rannsóknir fóru fram á þessari aðferð á tímabil- inu mars 1998 til desember 2001. Um ein milljón gripa voru í rannsókninni; í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Hollandi, Portúgal og Spáni. Á grundvelli þeirrar niðurstöðu sem fékkst hefur Embættismannaráð ESB gert tillögu um merkingu og skráningu á sauðfé og geitum. Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að finna aðferð til að sér- merkja hvern grip á rafrænan hátt. Merkið á að fylgja hverjum grip alla ævi hans. Merkið verður að koma að gagni við erfiðar aðstæður svo sem á beit í margbreytilegu um- hverfi og jafnt hvort sem gripurinn stendur kyrr eða hreyfir sig. Jafn- framt þarf kerfið að vera ódýrt þannig að unnt sé á kostnaðar- lega viðráðanlegan hátt að fylgjast með umræddum tegundum búfjár í öllum löndum sambandsins. 1 Sjá „Utbetalingspriser sagtom- mer og massevirke termin 11 og 12" http://www.skogeier- foreningen.no/fulltekst. asp?ID =405. “ Sjá „EU Debates Emissions Trading“ http://ens-news.com/ens/dec 2002/2002-12-09-0 l.asp I rannsókninni var fylgst með 390 þúsund nautgripum, 500 þúsund fjár og 29 þúsund geitum og ýmsar gerðir merkinga reynd- ar. Þar má nefna rafræn eyrna- merki, hylki úr keramik í maga dýranna eða senditæki undir húð þeirra. Merkjabúnaðurinn var reyndur með reglubundnum aflestri eftir einn dag, einn mánuð eða ár. Þá voru upplýsingar lesnar I tengsl- um við flutninga gripanna og slátrun þegar skráningarbúnað- urinn hafði verið aftengdur. Bændur innan ESB hafa einn- ig tekið við sér og beðið um að fá að nota kerfið í búskap slnum þar sem þeir geta nú safnað skipulega upplýsingum um hvern grip og bætt þannig rekstur sinn og dregið úr útgjöldum. (Landsbygdens Folk nr. 20/2003). ESB MEÐ VEFSÍÐU UM GÖLLUÐ MATVÆLI OG FÓÐUR Embættismannaráð ESB hefur nýlega birt lista á Netinu yfir mat- væli sem innihalda óleyfileg efni. Listinn er uppfærður f hverri viku á grundvelli viðvörunarkerfis sem ráðið hefur sett á fót til að auka matvælaöryggi. Hin fjölmörgu matar- og fóður- hneykslismál, sem komið hafa upp á undanförnum árum innan sambandsins, hafa orðið til þess 3 Sjá frétt Reuters, 21/10 2002 „Global carbon credit market seen tripling this year“ (http://www.planetark.com. au/d ailynewsstory.cfm?newsid=l 82 44&newsdate=21 -Oct-2002) 4 Andrés Amalds, „Landgræðsla og vemdun loftslags“. Morg- unblaðið. 13/3 2002. að ráðið ákvað að koma á fót viðvörunarkerfi fyrir matvæli og dýrafóður. Tilgangurinn með því er að tryggja fljótvirkt viðvörunar- kerfi. Verði vart við skaðleg eða ólögleg efni 1 matvælum eða fóðri i einu landi ESB skulu önn- ur lönd upplýst um það um leið. Til að gera kerfið sem gagnsæj- ast hefur ráðið þegar hafið að birta upplýsingarnar á eigin vefsíðu. Þar er gefin upp ástæða tilkynningar- innar, hvaða vöru er um að ræða, upprunaland vörunnar og land sem tilkynnt hefur um hana. David Byrne, sem ber höfuð- ábyrgð á þessu máli innan emb- ættismannaráðsins, hefur bent á að margs þarf að gæta við þessa upplýsingagjöf, svo sem að einnig þarf að hafa í huga að viðskipti eiga rétt á sinni vernd. Þannig er nafn þess fyrirtækis, sem hefur á boðstólum hina gölluðu vöru, ekki nefnt til þess að skaða ekki aðrar vörur þess og tryggja jákvætt sam- starf við fyrirtækið. David Byrne leggur áherslu á að miðlun upplýsinga varðandi matvæli sé mikilvæg til að örygg- is í þeim efnum sé gætt sem best. Neytendur verða að geta treyst þvl að yfirvöld geri allt sem unnt er til að tryggja öryggi mat- væla. Slóð vefsíðunnar er: http://europa.eu.int/comm/food/fs /sfp/ras_index_en.html. (Landsbygdens Folk nr. 22/2003). Freyr 6/2003 - 291

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.