Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 31

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 31
Markmið voru skýr og skiptist áætlunin í nokkra flokka eftir að- stæðum á hverri jörð. Flokkamir voru: Skjólbeltakerfi fýrir ræktun og bústaði. Skjóllundir fyrir búfé, s.s. haustbeit stórgripa, sauðburðar- hólf og önnur beitarhólf. Beitarskógar í tiltölulega stór- um afgirtum beitarstýrðum hólf- um. Landgræðsluskógar með venjulegum landgræðsluaðferð- um á illa eða ógrónu landi. Fjölnytjaskógar á frjósömu landi til timburframleiðslu í íyll- ingu tímans. Skjólskógar á nokkuð stórum skákum með afar ljölbreyttum trjágróðri og opnum svæðum þar sem tekist væri á við staðbundin vindakerfi með það að markmiði að stöðva, draga úr eða bægja frá erfiðum vindstrengjum. Orkuskógur með fljótvöxnum víðitegundum á véltækum skák- um. Uppskorið á nokkra ára fresti til notkunar í brennsluofna. Árin 1997-2000 unnu Skjól- skógar að þessum framkvæmdum eftir því sem ljánnagn leyfði og fór mest púður í 12 jarðir í Dýra- firði og Önundarfirði. Framkvæmdir félagsins runnu svo inn í hió nýja ríkisverkefni Skjólskóga á Vestfjörðum, þegar það varð til, og má segja að Félag skógarbænda á Vestfjörðum hafi tekið við félagslegu hlutverki hinna gömlu Skjólskóga sem voru lagðir niður á árinu 2000 Skjólskógar á Vestfjörðum 2000-2040 Skjólskógar á Vestijörðum voru stofnaðir árið 2000 eins og þrjú önnur verkefni, á grundvelli laga frá 1999 um landshlutabundin skógræktarverkefni. Tvö önnur verkefni voru þá þegar til, Hér- aðsskógar og Suðurlandsskógar. Stefna og áherslur Skjólskóga á Vestfjörðum eru í öllum meginat- riðum þær sömu og áður þótt ákveðið form á samningum, fram- lögum og vinnureglur hafi skerpst við hamskiptin. Saga og hugmyndafræði Skjól- skóga á Vestíjörðum er því að öllu leyti sprottin úr ranni heima- manna. Þegar verkefnið varð að ríkis- verkefni og teygði sig yfir gamla Vestíjarðarkjördæmið, komu að sjálfsögðu fram nýjar áherslur sem birtast í mismunandi aðferð- um eftir landfræðilegum aðstæð- um og ekki síður samfélagslegum, þar sem víða eru allstór landsvæði þar sem hefðbundinn búskapur hefur alveg lagst af og þess vegna önnur sjónarmið ráðandi í land- nýtingu. En til hvers ætla menn að nota land? Það er sem fyrr grundvall- arspurning sem Skjólskógar leggja fyrir landeigendur þegar samstarf kemst á, og má reyndar segja að í þessu felist nokkurt vandamál þar sem stundum er Merki Skjólskóga á Vestfjörðum. óljóst hvaða not menn sjá fyrir sér af tilteknu landi. Öflugt hjálpartæki er þó til, sem er vel unnið verkefni Land- græðslu ríkisins og hlotið hefur nafnið “Betra bú”, þar sem land- eigendur eru leiddir skref fyrir skref í gegnum gerð landnýtingar- áætlana á einfaldan hátt. Þetta er raunar sama aðferð og beitt hefur verið hjá Skjólskógum frá upp- hafi, en nánar útfærð. Skjólskógar sjá nú um (á sínu svæði) verkefnið “Bændur græða landið” íyrir Landgræðslu ríkis- ins, og smellpassar það inn í starf og hugmyndafræði Skjólskóga. Landshlutabundin skógræktarverkefni; Vesturlandsskógar, Skjóiskógar á Vestfjörðum, Norðurlandsskóga, Héraðsskógar og Austurlandsskógar og Suðurlandsskógar. Landshlutabundln skógræktarverkefn 2000 - 2040 Freyr 6/2003 - 31 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.