Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 5

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 5
Skógræktar ríkisins, sem þá var rekinn í Reykjavík. Var þessi skóli starfrœktur lengi? Nei, hann var starfræktur í tvö tímabil og við vorum bara sex sem útskrifuðumst úr honum. Fyrst útskrifúðust, eftir 3ja ára nám, þeir Vilhjálmur Sigtryggs- son, sem var hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, Brynjar Skarphéð- insson sem var hjá Skógræktinni og Indriði Indriðason sem var lengi á Tumastoðum. Þeir fengu síðan allir styrk til að fara til Al- aska eftir námið. Seinni námshóp- urinn var í tvö ár og í honum voru, auk mín, þeir Guðmundur Pálsson frá Hjálmsstöðum í Laugardal, sem varð síðar bóndi á Húsafelli, og Kristinn Skæringsson sem var hjá Landgræðslusjóði, Skógrækt- arfélagi Reykjavíkur og síðar skógarvörður hjá Skógrækt ríkis- ins á Suðvesturlandi. Er það rétt að þið nemendurnir hafið þurft að borga kennurunum launin? Nokkrir starfsmenn Skógræktar ríkisins kenndu okkur án auka- þóknunar, en öðrum þurftum við að borga sjálfir. Þetta þætti nú kannski ekki gott í dag, en um annað var ekki að ræða. Námið var hugsað fyrir verðandi verk- stjóra hjá Skógrækt ríkisins, en það var nú sjálfsagt alltaf í sigtinu sá möguleiki að við gætum orðið skógarverðir. Sú varð líka reynd- in. Af hópnum urðu Indriði, Kristinn og ég skógarverðir. Varla hefur þú getað tekið námslán til að sjá fyrir þér? Nei, um það var nú ekki að ræða. Ég vann sumurin 1953 til 1955 fyrir Skógrækt ríkisins á Tumastöðum og svo einnig á Hall- ormsstað 1956 og frarn á mitt sumar 1957. Ég var svo tíma og Horft að Hvammi í Skorradal yfir vatnið. tíma í Fossvogsstöðinni, m.a. við jólatréssölu hjá Landgræðslusjóði. Hvað voru margir skógarverðir á landinu á þessum tíma? Þeir voru átta: Einar Sæmund- sen í Reykjavík, Daníel Kristjáns- son á Vesturlandi, Sigurður Jónas- son í Varmahlíð, Isleifur Sumar- liðason á Vöglum, Ánnann Dal- ntannsson á Akureyri, Erlingur Jóhannsson í Ásbyrgi, Guttormur Pálsson á Hallormsstað og Garðar Jónsson á Tumastöðum. Þeir Ár- mann og Erlingur voru í hálfum stöðum. En hvað kom til aó þú fórst til Ameríku 1957? Ég var búinn að nefna það við Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóra, að ég vildi læra svolítið meira í skógrækt. Hann tók því vel og gat útvegað mér Rótary- styrk til eins árs framhaldsnáms við Humbolt State College í Kali- fomíu. Þetta er á þeim slóðum þar sem risarauðviðimir vaxa, en þeir mynda hávöxnustu skóga heims- ins, svo að þetta var ómetanleg lífsreynsla fyrir ungann skógrækt- armann frá íslandi. Fórstu svo strax heim til Islands að loknu þessu námi? Nei. Ég var þama til vors og þá hafði ég mikinn áhuga á að fræð- ast meira áður en ég færi heim. Eftir mikið basl komst ég inn sem starfsmaður skógarþjónustunnar í Alaskaaspir á Stálpastöðum. Ágúst safnaði græðlingunum, sem þar eru vaxnar, í Alaskaferðinni 1958. Freyr 6/2003 - 5 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.