Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 6

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 6
8/7/ hlaðirm trjábolum úr grisjuninni í sitkagreniteignum frá 1961. Mynd: Ágúst Árnason. Kaliforníu (US Forest Service), við stofnunina Forest Genetics Laboratory í Placerville, en það var ein elsta trjákynbótastöð Bandaríkjanna. Þarna vann ég bæði í græðireit og svo var ég í hinum og þessum verkefnum. Sér í lagi var spennandi að vinna að víxlfrjóvgun og reyna að fram- kalla ný afbrigði. Þetta var allt unnið með handfrjóvgunum og mest var unnið með furur. Eg var þama á fögrum stað uppi í hlíðum Sierra Nevada fjallanna. Er það rétt að þú hafir aðallega verið íþví að klifra í trjám? Nú, fyrst vann ég sem skrifari og teiknaði upp svæðin sem verið var að vinna á. Svo gerðist það að svona 30-40 m há tré og það varð að margklifra þau. Fyrst var látinn plastpoki yfir kvenblómin og svo varð að fylgjast með hvenær þau væru orðin hæfilega þroskuð. Þá var frjóduftinu sprautað yfir þau og svo varð að fylgjast með því og skrá hve mörg blóm höfðu frjóvg- ast og enn þurfti að kliffa til að taka pokana af. Þetta var fróðleg- ur og skemmtilegur tími, en sem betur fer vann ég ekki við þetta nema í takmarkaðan tíma. En þú stefndir að því aó fara upp til Alaska? Jú, ég hafði alltaf mikinn áhuga á því að komast upp til Alaska, eins og félagar mínir sem farið höfðu þangað áður, þeir Indriði, Vilhjálmur og Brynjar. Fyrir milligöngu Ffákonar Bjamasonar komst ég í vinnu hjá fyrirtæki sem var aðal fræútvegunaraðilinn fyrir Skandinavíu. Framkvæmdastjóra þess hafði ég hitt hér á Islandi áð- ur en ég fór vestur og kannaðist því við hann. En þetta var ekki einfalt mál. Dvalarleyfi mitt var útrunnið og þegar í ljós kom að ég ætlaði ekki áfram í skóla, heldur til vinnu, þá var tekið af mér land- vistarleyfíð. Eg þurfti að fara þá leið að biðja námsráðgjafa skól- ans að skrifa upp á það að þessi Alaskaferð mín væri óskaplega mikilvæg fyrir sérnám mitt og sem betur fer gerði hann það því að annars hefði ég orðið að hverfa ffá öllu saman. í byrjun þurfti ég að vinna við könglasöfnun i Washingtonríki og það var ágætis reynsla fyrir mig. Við sem unnum að þessu sváfum bara á jörðinni, tjaldlaus í svefn- pokum. í þessu var ég nokkra daga. Dvölin í Alaska var allt í senn ákaflega fróðleg, ævintýrarík Stöð Skógræktar ríkisins í Hvammi í Skorradal. Stóra húsið teiknaði Gunnar Hansson arkitekt og gaf Skógrækt ríkisins teikninguna i minningu tengda- föður síns, Valtýs Stefánssonar, sem í rúma tvo áratugi var formaður Skóg- ræktarfélags íslands. Mynd Ágúst Árnason. 16 - Freyr 6/2003 strákur, sem var klifrari, meiddi sig og þá varð ég að taka við. Eg held að ég hafí aldrei verið jafh lofthræddur! Þetta hafa verið

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.