Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 27

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 27
Tafla 4. Sundurliðaður kostnaður og tekjur í kr/ha við skógrækt á mismunandi landgerð- um miðað við núverandi verðlag og gefnar forsendur, kr. Framkvæmd \ Landqerö Mólendi Graslendi Deiqlendi Framræst mýrlendi Ræktunaráætlun 5.000 5.000 5.000 5.000 Girðingar og slóðagerö 19.100 19.100 19.100 19.100 Jarðvinnsla 0 13.350 13.350 13.350 Nýgróðursetning (efni, vinna) 118.400 108.817 102.600 100.067 Endurgróðursetning (efni, vinna) 0 37.557 25.600 25.615 Umhirða, tafir, ýmislegt 25.000 25.000 25.000 25.000 Kostnaður við 1. grisjun 45.000 64.500 58.311 58.311 Tekjur af 1. grisjun 31200 44.500 33.794 33.794 Kostnaður við 2. grisjun 144.000 206.200 186.595 186.595 Tekjur af 2. grisjun 190.900 273.300 247.239 188.928 Kostnaður við lokahögg 403.300 577.400 522.414 522.414 Tekjur við lokahögg 750.500 1.07Í.600 972.270 972.270 Innri vextir timburframleiðslu 0,8 % 1,1 % 1,0% 0,9 % Kolefni 409.200 585.900 530.100 530.100 Innri vextir með kolefnisbindingu 2,2 % 3,1 % 2,9 % 2,8 % Umhirða og grisjun, sem hefur áhrif á gæðaflokkun lokaafurðar skiptir miklu máli því að sá kostn- aður kemur seint á ffamleiðsluferl- inu og jafnifamt getur verið mikill verðmunur á milli gæðaflokka. Vöxtur og lotulengd hefur mikið að segja um arðsemina en þar ráða al- menn skógræktarskilyrði mestu og erfitt að hafa mikil áhrif. Vönduð vinnubrögð við gróðursetningu, markviss áburðargjöf og rétt val á tegundum og kvæmum fyrir við- komandi stað eru þættir sem skipta miklu máli til að tryggja jafnan og öruggan vöxt alla vaxtarlotuna. Tekjur bóndans Bændur, sem taka þátt í lands- hlutabundnum skógræktarverkefn- um í dag, fá framlag sem nemur 97% af kostnaði við ræktunina og kostnað við fyrstu grisjun að ffá- dregnum tekjum af fyrstu grisjun. Á meðan á ræktunarferlinu stendur eru því nokkrar beinar tekjur af ræktuninni. Dæmin sýna að flestir bændur og fjölskyldur þeirra vinna mestan hluta ræktunarinnar á sínu lögbýli. Tekjur bóndans á jörðinni í dæminu hér á undan gætu t.d. lit- ið út eins og tafla 5 sýnir. Það ræðst síðan af fjármagni og framkvæmdagleði viðkomandi bónda hvað þessi vinna dreifist á mörg ár. Ef öll gróðursetning færi fram á fyrstu 10 árunum yrðu ár- legar tekjur um 297 þús. krónur. Á þessu má sjá að skógrækt er hentug aukabúgrein fyrir marga á næstu árum en getur orðið burðar- ás í atvinnulífi einstakra byggðar- laga effir 40 til 60 ár. Arðsemi bóndans af fjárfest- INGU SINNI (3% AF KOSTNAÐl) í landshlutabundnu verkefnun- um greiðir bóndi 3% af kostnaði við ræktun skógarins þar til 1. grisjun hefur farið fram. Á móti kemur að greiða þarf 15% af nettótekjum við grisjun og loka- högg til ríkisins. Dæmið í töflu 6 sýnir sömu forsendur fyrir ræktun og timbursölu og voru við út- reikninga á hagkvæmni skógrækt- ar í töflu 4 nema kostnaðurinn verður í þessu tilviki 3% kostnað- arhlutdeild bóndans og tekjurnar eru 85 % af nettótekjum. Ut frá þessu má reikna að hrein- ar timburtekjur bóndans úr 2. grisjun og lokahöggi verða um kr. 21 milljón á núvirði miðað við að 58 ha af þessu 75 ha svæði verði ræktaðir skógi. Aðrar tekjur í dæminu í töflu 4 má sjá að hugsanlegar aukatekjur fyrir að binda kolefni í skógi hefðu mikið að segja fyrir arðsemina. Þessi tekjulind er hins vegar ekki virk hérlendis í dag. Önnur nýting af skógi er hins vegar þekkt þótt erfitt geti verið að meta hana til fjár. Á síðustu árum hefur það komið æ betur í ljós hversu lífseigur og Tafla 5. Dæmi um tekjur bónda við ræktun skógar í lands- hlutabundnu skógræktarverkefni Framkvæmd \ Landgerð Fjöldi Ein.verð Samtals, kr. Vinna við girðingar og slóöagerö 75 ha 10.000 kr/ha 750.000 Vinna við jarðvinnslu 14 ha 6.500 kr/ha 91.000 Nýgróðursetning, áburðargjöf 158.000 pl 12,00 kr/pl 1.896.000 Endurgróðursetning, áburöargjöf 8.250 pl 16,00 kr/pl 132.000 Umhiröa 55 ha 15.000 kr/ha 75.000 Vinna við 1. grisjun 55 ha 30.000 kr/ha 1.650.000 Samtals 4.594.000 Þar af kostnaður bónda (3 %) 138.000 Freyr 6/2003 - 27 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.