Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 13

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 13
Vinnan í skóginum Inngangur Flestum lesendum Freys mun kunnugt um landshlutaáætlanir í skógrækt á jörðum einstaklinga, sem nú er unnið eftir og hófust með stofnun Héraðsskóga á Aust- urlandi 1991. Á vegum þeirra er nú langumfangsmesta skógrækt hérlendis til þessa. Hingað til hefír vinna við þær verið (1) áætlanagerð (skipulagn- ing skóglendis), (2) girðingar, (3) jarðvinnsla, (4) gróðursetning og (5) áburðargjöf. Þetta eru aðeins fyrstu skrefin á ferli sem lýkur ekki fyrr en eftir 60 - 100 ár, þegar um gagnviðarskóg er að ræða, en getur orðið enn lengri í landbótaskógi og/eða útivistarskógi þar sem tiján- um er ætlaður náttúrlegur líftími. Eins og eðlilegt er, þar sem skóg- ræktin er nýjung öllum jarðeigend- um eða ábúendum leigujarða innan vébanda landshlutaáætlananna, hafa þeir enn óljósar hugmyndir um hvaða verk bíða þeirra í skóg- um ffamtíðarinnar. I þessari grein eru ætlunin að gefa lauslega hug- mynd um það. Er hér lýst í stuttu máli og myndum reynslu sem safn- ast hefúr upp í Hallormsstaðaskógi, þar sem aðgerðir hófúst fyrst hér á landi í skógi af innfluttum tijáteg- undum, sem höfðu að markmiði ffamleiðslu gagnviðar. Á þeirri hálfú öld, sem liðin er síðan, hafa vinnubrögð breyst mikið vegna þróunar í tækjabúnaði og vinnutækni. Nú eru þau sam- bærileg við það sem tíðkast í skógrækt lítilla eininga (“smáskog- bruk”) á Norðurlöndum. Við erum svo heppnir að myndir hafa verið teknar af tækjum og mönnum við vinnu af og til þessa hálfú öld. í þessari grein verður gömlum og nýjum myndum stillt upp til samanburðar, þar sem þess er kostur, en annars af nýjum tækj- um og vinnu með þeim. Þessi myndasýning er kjami greinarinnar. Yfirlit yfir ferilinn frá upp- hafi ræ:ktunar til afurða Hér er hann rakinn í örstuttu máli, eins og hann verður í gagn- viðarskógi, þar sem trjátegundir eru alaskaösp, lerki, fijrutegundir og grenitegundir. Sum atriði í eftirfarandi upp- talningu myndu flokkast undir rekstur skóglendis, en fleiri und- ir vinnuna í skóginum og úr- vinnslu afurða, þar sem hún er innan sjálfs skóglendisins. Skipulagning skóglcndisins er upphafið. Fyrst er ákveðið hvaða svæði jarðarinnar verði tekið til skógræktar. Hjá Héraðsskógum hafa þrír aðilar ákveðið það: Bóndinn, stjómendur Héraðs- skóga og ráðunautur Skógræktar ríkisins. Þar næst kortleggur ráðu- nauturinn landið og skiptir því niður í reiti eftir greiningu á nátt- úrlegunt gróðri sem gefur til kynna hvaða trjátegundir henta hverju gróðurhverfi. Á þessu stigi er kvaddur til sérfræðingur í nátt- úm- og minjavemd sem affnarkar svæði sem ekki skal rækta á skóg vegna fornminja eða náttúru- vemdargildis. Á svæði Héraðs- skóga vann Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur þetta verk. Á þessum grundvelli er svo gerð ræktunaráætlun ásamt skýr- ingum og korti, sem landeigandi eða leiguliði fær í hendur. Kortið sem fylgir er sambærilegt við vinnuteikningar hvers konar j mannvirkja. Skógarþjónusta Skógræktar rík- isins hefur frá upphafi annast þetta starf fyrir Héraðsskóga og fyrstu árin hjá öðmm landshluta- verkefnum, en nú vinna skóg- fræðingar þeirra þetta verk. Vegakerfi skóglendisins ætti að vera hluti af skipulagningu þess, en hefir ekki hingað til verið á ræktunarkortum. Vegakerfið er grundvöllur að hagkvæmum vinnubrögðum við allar aðgerðir í skóginum eftir gróðursetningu og jafnvel við hana líka. Skógarvegir verða að vera færir dráttarvélum eða léttum fjórhjóladrifnum bíl- um, en það er ekki nauðsynlegt að malbera þá fyrr en á síðari stigum ræktunarferilsins, nema kannski á stuttum, viðkvæmum köflum. Víða getur verið nauðsynlegt að grafa vatnsrásir ofan við vegina í halla til þess að jarðvatn og leys- ingarvatn liggi ekki á þeim eða renni eftir þeim og grafi þá út. Þéttleiki vegakerfisins miðast í aðalatriðum við það, að taugar úr togvindum dráttarvélanna, sem notaðar em við að draga trjáboli úr skóginum, nái inn í miðjan teig þar sem skógur er felldur. Staðall norsku skógrannsóknanna er að þéttleiki eða lengd þessara vega sé sem svarar rúmum 20 m á hektara að meðaltali. Fyrsta grisjun skógarins skiptir mjög miklu máli, þ.e. að hún sé unnin á réttum tíma og fyrst og fremst ekki of seint, svo að trén geti haldið æskilegustu stæró grænnar kórónu, sem er helmingur af stofú- Freyr 6/2003- 13 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.