Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 32

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 32
hafa nú náð talsverðu flugi vegna kröfúnnar um eðaltimbur, vistvæna ræktun, vatns- og jarðvegsvemd og aukinn líffræðilegan fjölbreyti- leika. Sem dæmi má neíha að skóg- arþjónusta Breta hefúr sett á stofn vinnuhóp um búskaparskógrækt sem hefúr gefið út bók með ráð- leggingum um efnið (Forestry Commission Bulletin nr. 122), og einnig em starfandi Samtök um bú- skaparskógrækt í tempraða beltinu (AFTA) í tengslum við háskólann í Missouri í Bandaríkjunum, vefsíða: http://www.missouri.edu/~afta. FAO, Matvælastoíhun Sameinuðu þjóðanna, hefúr haldið nokkrar al- þjóðlegar ráðstefnur um efnið og ein verður í Florida nú í haust, vef- síða: http://www.conference.if- as.ufl.edu/WCA. Skjólskógar á Vestfjörðum hafa lagt vinnu í að skoða hvemig nýta má þessa tækni á marga vegu til hagsbóta fyrir núverandi búskap og sem fjárfesting til framtíðar. Búskaparskógrækt í tempraða beltinu hefur verið skipt í fimm flokka: Timburskógrækt, skjól- beltarækt, beitarskógar, upp- græðsla árbakka og traðaræktun á ökrum. Hér verður ekki fjallað um timburskógrækt enda fjallað um ýmsa þætti hennar í þessu blaði. Skjólbelti Skjólbelti er algengt fonn bú- skaparskógræktar um heim allan. Hér á landi hefúr slík ræktun fyrst og frenist þann tilgang að hækka hitastig á vaxtartíma til að tryggja uppskeru nytjajurta. Skjólbelti em einnig nýtt til þess að skyggja akra og vemda jarðveg á þurrum svæðum, vemda vatnsgæði í þétt- býlum löndum og sem eldiviður í þróunarríkjum. Skjólbelti og skjóllundir geta einnig aukið vel- líðan og afurðir búpenings sem njóta nálægðar þeirra. Þá hafa Svíar náð umtalsverðum árangri í Dýrafirði eru sjö jarðir með samning við Skjólskóga, á öllum er stunduð búffjárrækt, allir samningar eru um beitarskóga og eóa skjólbelti. Búskaparskógrækt Búskaparskógrækt er þýðing okkar á orðinu agroforestry, en það er skilgreint sem: Sjúljbœr ræktim ú trjúm og annar buskap- ur ú sama svœði þar sem afurð- irnar koma bœði frú búskapnum og trjúnum. Búskaparskógrækt er að mörgu leyti hefðbundin landnýting, en rannsóknir sem lúta að gildi hennar fyrir nútímabúskaparhætti hafa fyrst og fremst átt sér stað í þróun- arlöndunum. Rannsóknir í tempr- aða beltinu og á norðurslóðum em því tiltölulega nýjar af nálinni, en / Tálknafirði eru fjórar jarðir með samning við Skjólskóga, enginn hefðbund- inn búskapur er stundaður á þessum jörðum og allir samningar eru um fjöl- nytjaskógrækt. | 32 - Freyr 6/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.