Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 17

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 17
Mynd 8. Vegagerð. Hér er verið að ryöja skógarveg gegnum hvítgreini- teig í Eyjótfsstaðaskógi á Fljótsdals- héraði. Miklu máli skiptir að ýtunni sé beitt varlega svo að rætur trjánna skerðist sem minnst, en hjá grenitegundum eru meginstoðræt- urnar í efstu 20 cm jarðvegsins. Helst á að vera búið að grófryðja vegina áðuren plantað er, a.m.k. á að vera búið að ákveða hvar þeir liggja. Mynd S.BI. 2003. Mynd 9. Baldur Jónsson fellir birki- tré með fyrstu keðjusöginni sem kom í Hallormsstað 1966. Þetta var norsk JoBu Starlett 12 kg þung. Al- gjör bylting í skógarhögginu hér, eins og alls staðar. Þá var farið að afkvista með þeim og öxin lögð á hilluna. Afköstin jukust mikið og vinna varð léttari. Nú eru keðjusag- irnar um 5 kg á þyngd. En til gam- ans má geta að kanadískar keðju- sagir, sem greinarhöfundur vann með 1947 og 1948, voru 17-18 kg á þyngd! Það var erfitt að rogast með þær i hné- til klofdjúpum snjó! Mynd S.BI. 1966. Vélvæðing hefst Myndir 7-14 Mynd 7. Norðmaðurinn Svein Pett- ersen með fyrstu kjarrsögina í Hall- ormsstaðaskógi, sem keypt var 1963. Kjarrsögin leysti af hólmi við- arklippurnar, sem notaðar voru til þess að klippa grönn tré (allt að 7-8 cm í þvermál) i sundur og þaðan af grennri teinung. Kofoed-Hansen, skógræktarstjóri, lét danska járn- smiðju smiða sérstaka gerð af við- arklippum, sem í nær 40 ár voru helsta verkfærið, sem notað var við skógarhögg hjá Skógrækt ríkisins eða þar til kjarrsagirnar komu. Þetta var afbragðsverkfæri. Greinarhöf- undur notaði þær aðallega sumurin 1952 og 1953, þegar hann varað ryðja brautir í Hallormsstaðaskógi og var hægt að afkasta ótrúlega miklu, þegar menn voru orðnir æfð- ir. Mynd: S.BI. 1963. Freyr 6/2003 - 17 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.