Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 35

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 35
einnig er birkikrossviður verð- mætur vegna útlits og styrks. Ef vel tekst til með ræktun og mark- aðssetningu timbursins gefur það jafn mikil verðmæti á ársgrund- velli og önnur uppskera á akrinum þó að litið sé til þess tíma sem tek- ur að rækta trén. Taungya Taungya er ein útgáfa akur- yrkju. Þessi aðferð á uppruna sinn í SA-Asíu og byggir á því að rækta nytjajurtir á skógræktar- svæðum á fyrstu stigum skóg- ræktar áður en laufkrónan skyggir of mikið á svörðinn. Þannig mætti aðlaga trjáplöntun í frjósamt land að þeim vélakosti sem er til á bænum og heyja, rækta grænmeti, fóður, hvönn eða hvaðeina í þau 10 - 20 ár sem tekur trén að skyggja á undirgróður. Samþætting skógræktar við BÚFJÁRHALD Ræktun skjólbelta og skógar- reita þjónar því hlutverki að skýla ræktuðu landi, beitarlandi, búfé og byggingum. Ræktun skjóls með skógrækt dregur úr vindi og þar með vindkælingu, þ.e. hita- lækkun frá mældum lofthita vegna vinds við yfirborð jarðar. Auk þess sem dregur úr vindálagi og skaðsemi vegna vinds, til dæmis í formi jarðvegsfoks, skaf- rennings og álags á byggingar sem minnkað getur viðhalds- kostnað þeirra. Aukinn hiti vegna minni vindkælingar leiðir af sér hagkvæmari búrekstur með aukn- um afrakstri í formi uppskeru- aukningar, meiri afurðum og bættri velferð búljár. Áhrif skjóls á jarðrækt Með skjólræktun er dregið úr vindhraða á yfírborði landsins. Í kjölfar minni vinds hækkar hiti i skjólinu og uppgufun, bæði frá jarðvegi og plöntum, minnkar þrátt fyrir aukinn hita. Við upp- gufun kólnar jarðvegur. Við minni uppgufun eykst jarðvegs- raki og með auknum raka nýtir jarðvegurinn betur geisla sólar- innar og varmaleiðni jarðvegs eykst. Aukinn jarðvegshiti örvar næringarefnaupptöku og örveru- starfsemi í jarðvegi. Við aukinn hita í lofti og jarð- vegi eykst uppskera að magni og gæðum, ljóstillífún plantna eykst og þar með uppbygging þeirra og aukin jarðraki dregur úr áhrifum langvarandi þurrka*Uppskeran er mismunandi eftir því hvar á skjól- svæðinu hún er, næst skjólbeltinu getur verið um minni uppskeru að ræða vegna samkeppni trjáa við nytjajurtir um næringu, vatn og birtu. Er ijær dregur eykst upp- skeran og er mest í fjarlægðinni tvisvar til fimm sinnum hæð skjólbeltanna. Eftir það dregur úr uppskeruaukningunni að tuttugu- faldri hæð belta. Skjólbelti geta þó einnig haft ókosti við ákveðnar aðstæður, snjór getur bráðnað seinna og seinkað jarðvinnslu vegna aukins jarðraka. í vorþurrkum, eins og þekkjast hérlendis, myndi vatn í hvaða formi sem er, vera kostur fremur en löstur. Hætta á nætur- ffostum getur skapast í skjóli ef vindur er lítill og heiður himin. I algjöru logni verða næturfrost jafnt á óskýldum sem skýldum svæðum. Með skipulegu kerfi, réttu milibili og þéttleika skjólbelta ætti að vera hægt að komast að mestu hjá nei- kvæðum áhrifúm þeirra. Fáar íslenskar rannsóknir eru til um áhrif skjólbeltaræktar. Ber þar helst rannsóknir Klemenz Kr. Kristjánssonar um miðja síðustu öld á áhrifúm skjóls á komþunga. Sýndu þær að á sjö sumra tímabili var komþungi mun meiri á skýld- um svæðum en bersvæði. Var munur komþunga að meðaltali 25% í byggi, 36% í höfmm og Beitarskógur erlendis. 41% í vorhveiti. Öll árin skilaði kom ræktað í skjóli meiri þroska en bygg ræktað á bersvæði, mest- ur var þó munurinn í slæmum ár- um. Erlendar rannsóknir sýna sambærilegar niðurstöður. Af nytjajurtum virðist gras gefa mestan uppskeruauka, þá rótar- ávextir og korn. Með skjólbeltarækt dregur úr sveiflum í árferði og skilar það því meira öryggi í uppskeru. Ræktun skjólbelta getur því aukið til muna hagkvæmni ræktunar þar sem unnt er að uppskera fyrr og meira. Aukin skóg- og skjólbelta- rækt til skýlingar ræktarlandi hlýt- ur því að vera þjóðþrifamál sé horft til þess að draga úr sveiflum milli ára og auka uppskeru og hagkvæmni þeirrar auðlindar sem ræktanlegt land er á íslandi. Skóglendi til búfjárbeitar. Forsenda nýtingar skóga og skjólbeltasvæða til beitar búfjár er að beit sé skipulögð og að til sé beitaráætlun þar sem skipulagt er Freyr 6/2003 - 35 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.