Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 26

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 26
hyllir undir sameiginlegan mark- að Evrópusambandsins með los- unarheimildir gróðurhúsaloftteg- unda, í framhaldi af fullgildingu hinnar svokallaðrar Kyoto-bókun- ar við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (1). Allt útlit er nú fyrir að bókun- in muni senn taka gildi sem al- þjóðlegur sáttmáli með þátttöku flestra þjóðríkja, þ.m.t. íslend- inga, og að alþjóðlegur markaður með losunarheimildir verði til í framhaldinu. Samkvæmt henni verður ríkjum heimilt að telja sér til „tekna“, þ.e. til frádráttar frá losun, þá bindingu kolefnis eftir 1990 sem leiðirafbeinum aðgerð- um í nýrækt skóga að frádreginni skógareyðingu. Fyrirtækjum, sem hyggjast auka losun sína umfram heimildir, verður gert kleift að kaupa losunarheimildir með ýms- um hætti. Ein leiðin er sú að kaupa losunarheimildir sem verða til við bindingu koltvísýrings með skógrækt. Með lögfestingu Ky- oto-bókunarinnar er sennilegt tal- ið að skilgreindir verði koltvísýr- ingskvótar, sem gangi kaupum og sölum og öðlist verðgildi á alþjóð- legum markaði. Vísir að slíkum markaði fyrir kolefniskvóta er raunar þegar fyrir hendi og sam- kvæmt nýjustu fréttum selst hvert tonn koldíoxíðs á kr. 1620 (20 Evrur) (2), en talið er líklegt að með þroskuðum markaði fyrir 1. mynd. Skipting skógræktarsvæðis kolefniskvóta eigi verð á tonni eftir að hækka í 3000-4000 kr. Því hefur verið haldið fram að hér- lendis kosti 900-2000 kr. að binda hvert tonn með skógrækt og land- græðslu (3). Því er hugsanlegt að senn skapist tækifæri til nýrrar gerðar nytjaskógræktar þar sem meginástæðan verði binding kol- efnis gegn greiðslu. Þjóðhagsleg arðsemi timbur- FRAMLEIÐSLU MEÐ OG ÁN KOL- EFNISBINDINGAR Hér er reiknað dæmi fyrir raun- verulega jörð í Eyjafírði, sem hef- ur verið skipulögð til skógræktar. Til að auðvelda útreikninga er miðað við sömu aðferðir við ný- skógrækt á hverri landgerð fyrir sig. Ut frá flokkun á gróðurfari (1) komu fram fímm megin land- gerðir (sjá 1. mynd). Stærð skóg- ræktarsvæðis er 73 ha. Mólendi: Almennt frekar þurrt, jarðvinnsla ekki nauðsynleg, gróð- ursettar 3000 pl./ha án endurgróð- ursetningar, 75% lerki, 25% stafa- fura, ársgamlar plöntur, gefínn áburður, meðalársvöxtur áætlaður um 4 mVári, vaxtarlota um 110 ár. Graslendi: Afar frjótt graslendi, herfing með skógarstjörnu, gróð- ursettar 2500 pl./ha af sitkagreni, 2ja ára pl. og reiknað með endur- gróðursetningu upp á 750 pl./ha eftir 10 ár með sitkagreni, 2ja ára pl., gefínn áburður í bæði skiptin, i landgerðir út frá gróðurfari. meðalársvöxtur áætlaður um 7 mVári, vaxtarlota um 90 ár. Deiglendi: Full rakt, tæting, gróðursettar 2500 pl./ha, 80% sitkabastarður, 2ja ára og 20% alaskaösp, reiknað með endur- gróðursetningu upp á 500 pl./ha eftir 10 ár með sitkabastarði, 2ja ára pl., gefmn áburður í bæði skiptin, meðalársvöxtur áætlaður um 6 mVári, vaxtarlota um 95 ár. Framrœst mýrlendi: Full rakt, tæting, gróðursettar 2500 pl./ha, 50% sitkabastarður, 2ja ára og 50% alaskaösp, reiknað með end- urgróðursetningu upp á 500 pl./ha eftir 10 ár með sitkabastarði, 2ja ára pl., gefínn áburður í bæði skiptin, meðalársvöxtur áætlaður um 6 mVári, vaxtarlota um 95 ár. Miðað er við að 1. grisjun fari fram 35 árum eftir gróðursemingu og 2. grisjun mitt á milli 1. grisj- unar og lokahöggs og ekki verði um fleiri grisjanir að ræða. Gert er ráð fyrir að endurgróðursetning (gróðursetning í eyður vegna af- falla) fari ffam 10 árum eftir 1. gróðursetningu. Sem dæmi er bætt við að binding á einu tonni af kol- efni sé metin á kr. 2000 sem sé ein- greiðsla á miðri vaxtarlotu. Annar kostnaður miðast við þær forsend- ur sem gefnar eru fyrir mismun- andi landgerðir og það verð sem greitt var hjá Norðurlandsskógum fyrir efhi og vinnu sumarið 2002. Samkvæmt þessum útreikning- um eru innri vextir skógræktar á viðkomandi jörð um 1 % ef aðeins er tekið tillit til timburffamleiðslu. Hér verður þó að gæta þess að að- eins hluti þess kostnaðar, sem hér er reiknað með, fellur á viðkom- andi bónda þar eð bændur fá greidd 97% af kostnaði við ræktun- ina, auk þess sem mikið af vinn- unni við skógræktina getur bóndinn innt sjálfur af hendi. Vegna þess hversu langan tíma ffamleiðslan tekur er ljóst að miklu máli skiptir að halda stofhkostnaði í lágmarki. □ Mólendi ■ Graslendl □ Deiglendi □ Framrasst mýrlendi ■ Flóar og óframræstar mýrar, ekki til skógræktar 126 - Freyr 6/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.