Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 24
Arðsemi timburskógræktar
INNGANGUR
Skógur hérlendis er ræktaður í
ýmsum tilgangi. Þetta gerir það að
verkum að erfitt er að leggja mat á
arðsemi ræktunarinnar því að
mælistikumar eru ekki alltaf þær
sömu. Skógur í nágrenni þéttbýl-
is, sem ræktaður er til útivistar,
getur verið margfalt meira virði
sem slíkur heldur en sem tirnbur-
skógur þó svo að tekjumar birtist
okkur eingöngu sem ánægjustund-
ir sem ekki verða auðveldlega
metnar til ijár. Skógur getur einn-
ig verið mikilvægur til gróður- og
jarðvegsvemdar en erfitt er að
reikna hver sá ágóði er í krónum
og aurum. Algengast er að reikna
arðsemi skógræktar út frá viðar-
framleiðslu og timbumytjum og
verður leitast við að gera það einn-
ig hér. Þar sem hérlendis er ekki
timburiðnaður, þar sem verð stýr-
ist af framboði og eftirspum, verð-
ur að notast við erlenda markaði
með sambærilega vöm. Við þetta
bætist sú sérstaða, miðað við hefð-
bundnar rekstraráætlanir, að út-
reikningar þurfa að ná 60 til 120 ár
fram í tímann sem er sú vaxtarlota
sem skógur hérlendis þarf til að ná
hámarksffamleiðni.
Stofnkostnaður í skógrækt
Stærsti kostnaðarliðurinn við
skógrækt er kaup á trjáplöntum
(10). A síðustu árum hefur stór
hluti plöntuframleiðslunnar verið
boðinn út og verðmyndun ræðst
því af framboði og eftirspurn.
Margir þættir hafa áhrif á verðið,
eins og t.d. hvaða trjátegund um
er að ræða, hvort notað sé fræ eða
stiklingar við ræktunina, spírunar-
gæði fræsins, fræverð, aldur og
stærð plantna við afhendingu,
samkeppni framleiðenda o.s.frv. í
dæmunum hér á eftir er miðað við
innkaupaverð plantna hjá Norður-
landsskógum árið 2002.
Gróska skógræktarlandsins hef-
ur mikil áhrif á val á tegund og
stærð plantna, sem nota skal, sem
og val á jarðvinnsluaðferðum. Því
gróskumeira sem landið er þeim
mun meiri jarðvinnslu þarf að öllu
jöíhu til að draga úr samkeppni við
gras (8). Einnig þarf gjaman að
nota stórar plöntur sem ýmist þola
að lenda á kafi í grasi eða ná að
vaxa upp úr grasinu áður en áhrif
jarðvinnslunnar hverfa. Afíoll í
frjóu landi eru umtalsvert meiri en
t.d. í meðalfrjóu mólendi og því
verður að reikna með að bæta þurfi
í eyður svo að skógurinn verði hóf-
lega þéttur (7). Gera má ráð íyrir
að trjávöxtur í grasgefnu landi
verði umtalsvert meiri en t.d. í mó-
lendi (2,10) og gefí þar með meiri
tekjur síðar til að mæta hugsanleg-
um aukakostnaði í byijun.
Áburðargjöf hefúr verulega já-
kvæð áhrif á lifslíkur plantna og
kemur í veg fyrir vaxtarstöðnun
sem annars er algeng íyrstu árin
eftir gróðursetningu (5,6). í dag
þykir áburðargjöf á ungplöntur
sjálfsögð.
Margir skógræktendur á bújörð-
um eiga afgirt beitarhólf eða girð-
ingar sem nýtast að einhverju leyti
til skógræktar. Það er því ákaflega
mismunandi hversu mikið þarf að
leggja í girðingarkostnað í upphafí
skógræktar en tímabundin alfriðun
er forsenda þess að nýskógrækt
geti heppnast. I útreikningunum
hér á eftir er lengd girðingar miðuð
við femingslaga hólf umhverfís
skógræktarsvæðið sem eru sömu
viðmið og Norðurlandsskógar nota
við útreikninga sína á girðingar-
framlagi til bænda. Girðingin
verður þannig hagkvæmari með
aukinni stærð skógræktarsvæðis.
Aðalstein Sigurgeirsson
Guðmund Halldórsson
Rannsókna-
stöð skóg-
ræktar á
Mógilsá
Vegir og slóðar auka mjög hag-
ræðingu við alla vinnu, s.s. að
komast á staðinn með jarðvinnslu-
tæki og aðfong á borð við plöntur
og áburð. Umfang og gæði þess-
ara vega þurfa að ná ákveðnu lág-
marki þannig að þeir þjóni til-
gangi sínum. I áætlunum Norður-
landsskóga er gert ráð fyrir um 20
m löngum vegi á hvem ha lands.
Umhirða og grisjun
Umhirða og grisjun eru þættir í
ræktun timburskóga sem miða
fyrst og fremst að því að fá sem
verðmætastan við þegar kemur að
lokahöggi. Á fyrstu árum ræktun-
arinnar geta smáplöntur orðið fyr-
ir snjóbroti, skaraskemmdum, kali
og beitarskemmdum sem valda
myndun aukatoppa og hlykkja á
stofn trjánna. Ef ekkert er að gert
verða þessi tré með hlykk á stofni
eða marga veika stofna þegar
kemur að lokahöggi og neðsti
| 24 - Freyr 6/2003