Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 12

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 12
Sveppirnir eru saxaðir í bita og settir í viðan pott ásamt örlitlu vatni því að sjálfir gefa þeir frá sér vökva þegar þeir hitna sem dugar til að sjóða þá í eigin safa í um 10 minútur. Þá eru þeir kældir og þegar þeir eru orðnir með- færilegir er hæfilegur skammtur í eina máltíð settur i frystipoka, pokinn loft- tæmdur og bundið fyrir hann (hér með appelsínugulu bandi fyrir lerki- sveppi). i hvert ísbox eru settir 6-8 pokar til skiptis þannig að opin vísi inn í mitt boxið og fryst. Þegar klumpurinn hefur frosið í gegn er hann settur í plastpoka og á hann skráð ártal og staflað á sinn stað f frystinn. Þessa for- soðnu sveppi má síðan krydda eftir smekk, steikja eina sér eða blanda í hina ýmsustu rétti. Mynd: G.G.E. vaxa upp og þar með skapast möguleikar á samvinnu skógar- bænda og þeirra er bjóða gistingu um “sveppatínslu í sveitinni”. Gest- um væri þá boðið upp á aðstöðu til að verka sveppina og frysta eða þurrka þá á gististaðnum eða hjá skógarbónda sem veitti aðgang að sveppum í skógi sínum. Eins mætti hugsa sér að haldin væru námskeið í söfnun og verkun matsveppa hjá skógarbændum og nemendumir gætu síðan stundað sveppatínslu í sveitinni næstu árin. Matsveppir er afurð úr skógum sem vel má nýta betur en nú er gert. Til þess þurfa menn að vísu að kunna til verka og þekkja nokkrar góðar tegundir matsveppa og hvem- ig á að fara með þá en láta það vera að borða aðra sveppi. Þá getur mað- ur haft ijómalagaða skógarsveppa- sósu með sunnudagssteikinni, dreift lerkisveppum innan um ýsuflökin í bakaða flskréttinn og svo mætti lengi telja. Verði ykkur að góðu. Moli McDonald's í Þýskalandi notar LÍFRÆNA MJÓLK í VEITINGASÖLU SINNI f Þýskalandi býður McDon- ald’s skyndibitakeðjan upp á líf- ræna mjólk með veitingum sín- um. Jafnframt hefur fyrirtækið ákveðið að bjóða upp á mjólkur- Is úr lífrænni mjólk sem og ídýfu með salati. Áður hafa veitinga- staðir McDonald’s í Englandi, Hollandi og Sviss skipt yfir í líf- ræna mjólk. Landbúnaðarráðherra Þýska- lands, Renate Kunast, úr flokki Græningja, hefur hælt McDon- ald’s fyrir þessa ákvörðun. Hún hefur látið í Ijós að fyrirtækið sýni með þessu góða fyrir- mynd í umhverfismálum, jafn- framt því að styrkja meðvitund viðskiptavina sinna um lífrænar afurðir. Auk lífrænnar mjólkur kaupir McDonald’s einnig kjöt, egg, kartöflur, og salat sem framleitt er á lífrænan hátt, eftir því sem framboð þeirra leyfir. Birgjar fyrirtækisins fá ekki að nota neins konar erfðabreyttar lífver- ur í framleiðslu sinni, jurtir eða dýr. Kynningardeild fyrirtækisins vekur einnig athygli á að McDonald’s leggur áherslu á umhverfismál í allri starfsemi sinni. Þannig noti flutningsbílar fyrirtækisins díseleldsneyti sem unnið er úr rapsolínu. (Landsbygdens Folk nr. 24/2003). Skógrækt bænda... Frh. af bls. 39 Ólafúr Njálsson, 1984. Skjólbelti, gerð þeirra og skjóláhrif. Skógræktar- ritið 1984, bls 3-25. Óli Valur Hansson, 1983. Um skjól- beltarækt. í: Handbók bænda 1983, bls. 129-148. J. C. Pollard, K. J. Shaw and R. P. Litteljohn, 1998. A note on sheltering behaviour by ewes before and after lambing. Applied Animal Behaviour Science 1998. 61: Pages 313-318 Sveinn Hallgrímsson, 1997. Tilraun með mjöltun áa og nýtingu sauða- mjólkur til manneldis. Ráðunauta- fúndur 1997. bls. 287-295. Thevathasan N V og Gordon A M : Poplar leaf biomass distribution and nitrogen dynamics in a poplar barley intercropped system in southem Ont- ario, Canada. Agroforestry Systems, 37, 79-90, 1997. 112 - Freyr 6/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.