Freyr - 01.11.2004, Blaðsíða 5
ir bændur að ná að vera með 1,5
lamb á á og allmargir á bilinu 1,7
til 1,9.
Viltu lýsa sauðfjárbúskapnum á
Grænlandi?
Fjárbúskapurinn er allur á vest-
urströnd Suður-Grænlands, frá Ei-
ríksfirði og að heita má suður að
Hvarfi, syðsta odda Grænlands.
Þetta svæði er það sem norrænu
landnámsmennimir kölluðu
Eystri-Byggð og standa búin í
dag á sömu stöðum og landnáms-
mennimir reistu þau fyrir 1100 ár-
um, enda þótt sauðfjárbúskapur
hafi ekki verið endurvakinn fyrr
en eftir 1930. Það sýnir hve land-
námsmennimir voru snjallir að
finna bestu staðina fyrir bú sín.
I dag er fjárbúskapurinn ekki
frábmgðinn frá því sem gerist hér
á landi enda hefur hann tekið
stakkaskiptum síðustu 20-25 árin.
Aður treystu bændur á vetrarbeit-
ina því að ræktun og heyfengur
var sáralítill og vorhret ollu mikl-
um ær- og lambadauða. Fjárfellis-
ár vom mörg og sum afar slæm,
s.s. 1949 og 1967, þegar um það
bil helmingur ijárstofnsins féll en
árið áður (1966) hafði fjárfjöldinn
verið um 40 þúsund ær, það mesta
sem um getur í sögu Grænlands
en túnstærðin tæplega 80 hektarar.
Síðasta fellisár var að ég held
1977. Það þurfti því að gera stór-
átak i túnrækt ef gera ætti sauð-
íjárræktina að lífvænlegum at-
vinnuvegi.
Þetta átak hófst með samningn-
um við RALA. Þór Þorbergsson
fyrrverandi tilraunastjóri á
Skriðuklaustri var ráðinn ræktun-
arráðunautur og vann þama mikið
og gott verk, bæði með kennslu
og ákveðinni verkstjóm. En það
er enginn leikur að rækta á Græn-
landi, það er svo jarðgmnnt að
það má varla hreyfa jarðveginn án
þess að upp komi grjót og Grettis-
tök sem verður að fjarlægja. Eg er
alveg sannfærður um að enginn
bóndi hér á landi mundi leggja í
ræktun á svona landi. En þeir
verða að gera þetta og það er að-
dáunarvert hvaða árangri þeir ná.
í dag er ljárstofninn í kringum 20
þúsund vetrarfóðraðar ær og tún-
stærðin alls um 900 hektara með
um 4 tonna meðaluppskem af
hektaranum sem þeir uppskera
með nýjustu heyskapartækni líkt
og við Islendingar.
Hversu stór eru jjárbúin þarna?
Þetta em yfirleitt ijölskyldubú,
oft með á bilinu 300-600 fjár á
fóðmm. Núorðið er húsakostur
fyrir féð yfirleitt ágætur því að
upp úr 1990 fara þeir að byggja
skemmur með innréttingar að ís-
lenskri fyrirmynd og við það lag-
aðist vinnuaðstaðan. A ámnum
1978-1988 vom Grænlendingar í
ESB og fengu þaðan háa styrki til
að efla sauðíjárrækt og til fjárhús-
bygginga. Þeir byggðu mörg fjár-
hús á þessum tíma en þau voru
óhentug að mörgu leyti. Það vom
grindur í þeim en kjallarar mjög
gmnnir og eiginlega miðaðir fyrir
beitarfé, einnig var mikið af stoð-
um og stólpum í húsunum þannig
að erfitt var að athafna sig í þeim.
Hvernig hefur gengið að koma
upp rœktunarhefð i fjárbúskapn-
um eins og er að finna hér á
landi?
Skipulagt kynbótastarf og
skýrsluhald, eins og við þekkjum,
hefur enn ekki verið komið á hjá
öllum bændum en stefnt er að því.
Með fullkomið skýrsluhald eru nú
aðeins sex bú með yfir 2000 fjár á
skýrslu.
Eru grœnlenskir bœndur fjár-
glöggir?
Já, það eru margir bændur þarna
fjárglöggir, líkt og íslenskir starfs-
bræður þeirra. Þeir gefa hins veg-
ar ekki fénu nöfn eins og margir
góðir íjárræktannenn gera hér, en
fleiri og fleiri em famir að nota
númerakerfi á ær og lömb, en það
er ekki fullkomið.
Marka þeir féð?
Nei, yfirleitt ekki, þeir hafa ekki
löggild mörk eins og við enda
held ég að það tíðkist hvergi ann-
ars staðar nema ef til vill í Færeyj-
Freyr 9/2004 - 51