Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.2004, Qupperneq 8

Freyr - 01.11.2004, Qupperneq 8
Frá Julianehaab (Quaqartoq). Steininn á miðri mynd er listaverk eftir Pái Guðmundsson á Húsafelli og nefnist Eiríkur rauði. Þetta er afar vinsæll staður, mikið spjallað og hlegið. Viðkynning þín af Grœnlend- ingum? Ég hreifst strax af Grænlandi, náttúrufegurð þess og fólkinu. Eins og gefur að skilja hef ég kynnst bændunum og tjölskyldum þeirra mest. Þetta er yfirleitt dug- legt, glaðlynt og gestrisið fólk, hlær mikið og gerir að gamni sínu. Þeir eru rólegir i tíðinni og stressið þjakar þá ekki enda þýðir ekki að fárast þótt þú þurfír að bíða í einn eða fleiri daga til þess að komast ferða þinna. Samgöng- ur innan héraða fara að mestu leyti fram á hraðbátum, sem mega teljast bílar Grænlendinga, meðan firðimir em íslausir. A vetmm, þegar fírðina leggur, kemur snjó- sleðinn sér vel og því er nauðsyn- legt fyrir hvem bónda að eiga Frá brúðkaupi Jónatans Motzfelts og Kristjönu Guðmundsdóttur, en hún var áður starfsmaður Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. 18 - Freyr 9/2004 hvom tveggja, hraðbát og snjó- sleða. Grænlendingar em mjög söng- elskir og lagvissir og hafa yndi af að syngja enda mikið um kórsöng, sem heita má fastur liður á öllum samkomum. Það er talað um mikla áfengis- neyslu á Grœnlandi, varst þú var við það? Já, þetta er vandamál i mörgum bæjum en hjá bændunum hef ég ekki orðið var við að hún sé neitt vandamál. Auðvitað fá þeir sér neðan í því annað slagið, en óhófsdrykkja er ekki algeng með- al þeirra. Hvernig er fræðslumálum þarna háttað? Þau hafa gjörbreyst eftir að þeir fengu heimastjóm. Þar sem ég þekki best til, t.d. í Julianehaab, var eingöngu bamaskóli fyrst er ég kom til Grænlands. Nú em þar verslunarskóli, menntaskóli og iðnskóli og háskóli er tekinn til starfa i höfuðborginni Nuuk. Þjóðernislegur metnaður? Þjóðernislegur metnaður er mikill og vitund þeirra sem þjóðar hefur tekið stökkbreytingu frá því þeir fengu heimastjóm 1. maí 1979. Þeir em afar stoltir af landi sinu, tungu og menningu og mega vera það. Saga Grænlands, fyrst sem nýlenda Danaveldis og síðar, með lögum 1953, sem landshluti af Danmörku, er þymum stráð eins og saga Island, bæði í menn- ingar- og atvinnumálum. Sem dæmi má nefna að danska var kennd sem aðal tungumál en grænlenskan sat í öðm sæti. Dan- ir sögðu að grænlenskan væri hindmn í framfömm á Grænlandi og tungumálið ætti enga framtíð fyrir sér. En þetta hefur breytst. Má þar nefna að flestir bæir og þorp á Grænlandi bám dönsk nöfii

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.