Freyr - 01.11.2004, Qupperneq 9
en í dag eru þau grænlensk t. d.
höfuðborgin Godthaab nefnist nú
Nuuk og Julianehaab Qaqortoq.
Það sama má segja um manna-
nöfn, þar hafa þeir tekið upp
grænlensk nöín í staðinn fyrir þau
dönsku sem þeir voru skírðir.
Annað óréttlæti, sem gerði
Grænlendinga að annarsflokks
borgurum í sínu eigin landi, voru
lögin um ráðningu embættis-
manna, en þau kváðu um að ríkis-
ráðnir starfsmenn, fæddir í Græn-
landi, fengu lægri laun en þeir,
sem voru ekki fæddir þar. Auðvit-
að særði svona óréttlæti stolt
Grænlendinganna.
Telur þú Grœnlendinga fœra um
að standa á eigin fótum í framtíð-
inni?
Um það er erfítt að segja. Græn-
land er risastórt land og erfitt.
Byggðimar em strjálar og sam-
göngur mjög erfiðar og rándýrar.
Heilbrigðis- og menntakerfi við
svona aðstæður verður ávallt dýrt.
Atvinnulífið er tiltölulega ein-
hæft. Helsti atvinnuvegur þeirra
er sjávarútvegur og em rækju-
veiðar og rækjuvinnsla þar uppi-
staðan, og þar getur bmgðið til
beggja vona eins og við þekkjum.
Flest aðföng til allra framkvæmda
þarf að flytja langar sjóleiðir um
erfíð og hættuleg hafsvæði. íbúar
Grænlands era nú rúmlega 50
þúsund og ég held að það verði
erfítt fyrir þá að reka sjálfstætt
þjóðfélag eins og sakir standa, en
sá tími mun ömgglega koma og
það í náinni framtíð að þeir verða
færir um það. Það er reyndar auð-
fundið að unga fólkið er mun
ákveðnara í að sækjast eftir fullu
sjálfstæði en það eldra.
En svo eiga þeir auðlindir?
Já, áreiðanlega em þama verð-
mætir málmar í jörðu. Grænland
er eitt elsta land heimsins í jarð-
fræðilegum skilningi, en ég held
að hingað til sé þetta tiltölulega
lítt kannað. Þeir hafa ekki efni á
að standa fyrir því sjálfír og sá
námugröftur, sem þar hefiir farið
fram, hefur verið í höndum er-
lendra námufélaga og mér er til
efs að Grænlendingar sjálfír hafi
haft nein ósköp út úr því. Annars
er ég ekki vel kunnugur þessum
málum, en hef þó komið í tvær
námur, krýólít námuna við Iv-
igtut, sem nú er aflögð, og gull-
námu í nánd við bæinn Nanortal-
ik, sem nýlega er hafín vinnsla í.
Hafa Grænlendingar hagnast á
herstöðinni í Thule og öðrum
hernaðarumsvifum Bandaríkja-
manna?
Eg skal ekki segja um það. En
hitt veit ég að Thulefólkið hagn-
aðist ekki á henni. I Thule var sér-
stakt veiðimannaþjóðfélag með
sérstaka menningu og þegar her-
inn kom þangað var fólkið flutt
nauðungarflutningi á nýjan og
mikið verri stað þar sem veiðivon-
in brást að mestu og hin gamla
veiðimenning aflagðist. Um þessa
flutninga hafa staðið löng og
ströng málaferli og held ég að
þeim sé ólokið ennþá. Veiðistað-
urinn í kringum Thule er nú gjör-
ónýtur vegna mengunar. Auk þess
hrapaði þar í nánd flugvél, ein-
hvemtíma á sjötta eða sjöunda
áratugnum, með kjarnorku-
sprengjur innanborðs en þessu var
haldið leyndu þar til á síðustu ár-
um, enda þótt svæðið kynni að
vera þrælgeislavirkt. Bandaríski
herinn hreinsar ekki sóðaskapinn
eftir sig þar frekar en annars stað-
ar eins og við þekkjum.
M.E.
Altalað á kaffistofunni
Húnvetningar græða landið
Stjóm BÍ hélt stjómarfund í
höfuðstöðvum Landgræðslunnar
í Gunnarsholti í lok september sl.
Tekið var griðarlega vel á móti
stjómarmönnum. Að fundi lokn-
um var stjóminni kynnt starfsemi
Landgræðslunnar. Sveinn Run-
ólfsson landgræðslustjóri hafði
orð fyrir heimamönnum og
kynnti síðan aðra þá sem fram
komu. Kynnti hann Bjöm Bark-
arson sérstaklega sem Vestur-
Húnvetning og síðan Asu Ara-
dóttir og Asgeir Jónsson sem
Austur- Húnvetninga. Aðrir vom
ekki kynntir með þessum hætti.
I lokin lét Gunnar Sæmundsson í
Hrútatungu þess getið hvað hann
færi stoltur og ánægður frá Gunn-
arsholti. Þar væri starfsemi öll hin
besta, stjómandi góður sem kynni
að meta sitt starfsfólk og þann
mannauð sem þar væri við störf.
Og þá sérstaklega að Sveinn hefði
byijað á að kynna Vestur-Húnvetn-
inginn, þá Austur-Húnvetninga,
síðan kæmu bara hinir.
Varð af þessum ummælum
nokkurt glens og Jóhannes Sig-
fússon kom með þessa vísu:
Ekkert mun á langri leið
Landgræðsluna þvinga.
Þó hún verði að nota í neyð
nokkra Húnvetninga.
Þegar Gunnar var á heimleið
hringdi Georg Jón Jónsson á
Kjörseyri í hann og spurði frétta.
I lok samtalsins sagði Gunnar
Georgi frá þessu glensi í Gunn-
arsholti. Morguninn eftir barst
eftirfarandi vísa frá Georg:
A Landgræðslunni
er Ijóta standið
lengi var þar málum blandió.
En hér kom ráðið,
hœgan andið,
Húnvetningar grœða landið.
Freyr 9/2004 - 9 |