Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.2004, Side 10

Freyr - 01.11.2004, Side 10
Þar sem föturnar Kornrækt í S-Þingeyjarsýslu Gróður tekar aó tryllast taumlausu góðœri í, þar sem föturnar fyllast finn ég þó mest fyrir þvi. StV. ísland er orðið kornræktarland að nýju. A síðustu árum hefur snarrótarþýfið látið undan plóg og herfi og gullna kornakra má sjá í flestum sveitum landsins. Þingeyingar hafa ekki látið sitt eftir liggja í kornræktarbylting- unni og hafa fengist við korn- ræktina á félagslegum grunni sem sitthvað má læra af. Hér verður íjallað um sögu og þróun kornræktar í Suður-Þingeyjar- sýslu. Greinin er byggð á erindi um efnið á landsfundi Lands- sambands kornbænda í nóvemb- er 2003. Erindið var unnið í samvinnu við Martein Gunnars- son á Hálsi og Martein Sigurðs- son á Kvíabóli. Frá útsveitum INN TIL HÁLENDIS Fjölbreytni í ræktunaraðstæðum er mikil í S-Þingeyjarsýslu. Kom er ræktað í 10-20 m hæð yfír sjó í Útkinn og allt upp í 300 m hæð í Mývatnssveit. Jarðvegsgerð er einnig breytileg, frjósamar fram- ræstar mýrar, mólendi, melar, valllendi, eyrar og sandar. Hitafar er ennfremur breytilegt, við ströndina gætir áhrifa sjávar en inn til landsins eru hlýindi meiri en einnig nokkur frosthætta. Metnaðarfull KORNRÆKTARÁFORM Ætla má að kom hafi verið rækt- að i Þingeyjarsýslum á fyrstu öld- um Islands byggðar líkt og annars staðar á landinu. Um þetta vitna minjar á svæðinu, m.a. leifar af komgerðum á Þegjandadal, sem liggur suður ffá Grenjaðastað, og bendir til þess að þar hafi verið Hektarar 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 Mynd 1. Flatarmál kornakra I Þingeyjarsýslum. fyllast eftir Ingvar Björnsson, héraðs- ráðunaut, Ráðgjafa- þjónustu á Norð-Austur landi, Akureyri stunduð komrækt. Komræktinni fór hnignandi er leið frá landnáms- öld og líklegt er að hún hafi lagst af á Norðurlandi skömmu eftir þÞjóðveldisöld. Endurreisn kom- ræktarinnar hófst á fyrstu áratug- um 20. aldar undir forystu Kle- menzar Kristjánssonar tilrauna- stjóra sem stýrði margvíslegum komræktarrannsóknum á Sáms- stöðum í Fljótshlíð. Þingeyingar tóku þátt í þessari endurreisn og fjölmörg dæmi em um komrækt á svæðinu. M.a. má nefna komrækt á Gvendarstöðum í Köldukinn árið 1933 og komrækt á Gautlöndum í Mývatnssveit og Laugabóli í Reykjadal. Stórtækust varð rækt- unin árin 1961-1962 er farið var út í félagsræktun á stómm svæðum á Öxará í Ljósavatnsskarði og Ein- arsstöðum í Reykjadal. Unnir vom tugir hektara og keypt tæki til þreskingar og þurrkunar á kominu. Ætla má að hinir þingeysku hug- sjónamenn hafi litið stoltir yfir komflæmið bylgjast í vindinum seinni hluta sumars 1961 en svo fór að komið lenti í slæmu hvass- viðri um haustið, fauk illa og nýtt- ist ekki sem skyldi. Komræktin gekk ekki betur sumarið eftir en þá náðist ekki viðunandi komþroski og eftir tveggja ára ófarir lögðu Þingeyingar hin metnaðarfullu 110 - Freyr 9/2004

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.