Freyr - 01.11.2004, Side 23
diplomagráður í fiskeldisfræðum
og ferðamálafræðum fór fram
við hátiðlega athöfn í Hóladóm-
kirkju hinn 27. ágúst. Alls braut-
skráðust 10 nemendur af fiskeld-
isdeild og 3 af ferðamáladeild.
Að þessu sinni brautskráðist
fyrsti Qarneminn af ferðamála-
deild, en það er Þórunn Sigþórs-
dóttir úr Stykkishólmi, sem jafn-
framt hlaut hæstu einkunn af
ferðamáladeild. Hæstu einkunn
af fiskeldisdeild hlaut Bára
Gunnlaugsdóttir.
Við athöfnina var undirritaður
samstarfssamningur milli Hóla-
skóla og Ferðamálaskólans í
Kópavogi.
Brauðskráðir með diploma i ferðamálafræðum: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
deildarstjóri, Inga Bryndis Ingvarsdóttir, Auróra Friðriksdóttir og Þórunn Sig-
þórsdóttir.
Molar
Skógar Argentínu á
FALLANDA FÆTI
Á síðustu 70 árum hafa tveir
þriðju hlutar skóga í Argentínu
horfið. Á 19. öld var skóglendi í
Argentínu um 160 milljón hektar-
ar, árið 1914 var það komið nið-
ur í 105 milljón hektara, árið
1959 í 59 milljón hektara og nú
er það á bilinu 28 - 45 milljón
hektarar. Á síðari árum hafa
skógarnir einkum vikið fyrir soja-
baunaræktun.
í nyrðri hluta skógarbeltis Arg-
entínu hefur maís- og hveitirækt
lengi verið hefðbundin atvinna
íbúanna, en á síðari árum hafa
stór fyrirtæki keypt upp landið til
sojabaunaræktunar.
Miquel Bonasso, formaður
umhverfisráðs spænska þings-
ins, hefur krafist þess að neyð-
arástandi verði lýst yfir og allt
skógarhögg verði bannað í
landinu, en talið er að bæði teg-
undir dýra og jurta séu í útrým-
ingarhættu á stórum svæðum.
Þá breytist veðurfarið við útrým-
ingu skóga og hætta er á að
jarðvegur eyðist jafnframt því
sem flóð í ám og vötnum verða
algengari.
Sojabaunir eru ein mikilvæg-
asta útflutningsvara Argentínu
og framleiðslan hefur þrefaldast
síðan 1997. Argentína er nú orð-
ið þriðji stærsti framleiðandi
sojabauna í heiminum með ár-
lega framleiðslu upp á 35 milljón
tonn.
(Landsbygdens Folk nr. 40/2004).
ESB OG FAO TAKA
HÖNDUM SAMAN UM
VERKEFNI í ÞRÓUNAR-
HJÁLP
Embættismannaráð ESB og
Matvæla- og landbúnaðarstofn-
un Sameinuðu þjóðanna, FAO,
hafa tekið höndum saman um
að berjast gegn fátækt og hungri
í þróunarlöndunum. Aðilarnir
hafa stofnað samstarfsráð til að
móta starfsaðferðir og ákveða
hvaða verkefni ber að leggja
áherslu á. Fyrsta verkefnið verð-
ur að tryggja íbúum fátækra
landa mat, sem og að styrkja
sjálfbæra nýtingu náttúruauð-
linda í dreifbýli þessara landa og
efla menntun fólksins. Fram-
kvæmdastjóri FAO, Jacques
Diouf, hefur lýst yfir ánægju
sinni með þetta verkefni og lagt
áherslu á að ekki sé unnt að
berjast gegn hungri í heiminum
nema með víðtæku samstarfi
þeirra sem að því koma, en talið
er að 840 milljón jarðarbúa búi
við viðvarandi hungur.
Embættismannaráð ESB og
FAO hafa átt samstarf í þessu
efni frá því 1991. Fram að þessu
hafa þessir aðilar hrint í fram-
kvæmd 116 verkefnum, sem
kostað hafa 108 milljón evrur.
Flest verkefnin hafa varðað
tækniaðstoð við framleiðslu mat-
væla, jafnt í landbúnaði og við
fiskveiðar.
(Landsbygdens Folk nr. 41/2004).
Freyr 9/2004 - 23 |