Freyr - 01.11.2004, Qupperneq 34
Bætl nærlngarástand fólks í þró-
unarlðndum er forgangsverkefni
róunarhjálp hefur lengi
hjakkað í sama farinu og
fátt bendir til þess að
ríku löndin hyggist breyta fyr-
irkomulagi hennar. Af þeim
ástæðum er það enn mikilvæg-
ara en ella að sú hjálp, sem
veitt er, komi að sem allra bestu
notum. En á hvað ber að leggja
áherslu? Um það er ekki ein-
ing. Til að ráða bóta á því hefur
dönsk stofnun sem fjallar um
mat á gagnsemi þróunarhjálp-
ar og breska blaðið The Econ-
omist látið gera rannsókn á við-
fangsefninu. Rannsóknin fólst í
því að metinn var mikill fjöldi
verkefna til hjálpar þróunar-
löndum út frá efnahagslegum
árangri þeirra.
I ljós kom að af 13 verkefnum
sem töldust skila góðum eða mjög
góðum hreinum hagnaði gengu
fjögur út á að bæta fæðuframboð
til fólks. Þá gengu tvö verkefni út
á að auka steinefni og snefílefni í
fæðunni af þeim sex verkefnum
sem voru í sérflokki um gagnsemi.
Ein ástæða þess að verkefni,
sem taka á næringarástandi, fá
svona góðan dóm er að gagnsemi
þeirra hefur langtímaáhrif á marg-
an hátt. Einstaklingur sem fær nóg
að borða og hæfílegt magn af
steinefnum og vítamínum veldur
samfélaginu minni kostnaði og er
meiri styrkur fyrir atvinnulífíð
heldur en einstaklingur sem er
vannærður. Samkvæmt rannsókn
Alþjóða heilbrigðisstofnunarinn-
ar, WHO, skilar 10% lengri æfí
fólks 0,3 - 0,4% meiri árlegum
hagvexti.
Að auki hefur það komið í ljós
að böm sem fá ónóga næringu tvö
fyrstu árin eiga miklu erfíðara
með að læra að lesa, skrifa og
reikna en hin. Þau bjarga sér því
síður í lífsbaráttunni.
Hvers kyns vannæring er gífur-
lega mikið vandamál í þróunar-
löndunum. Um milljarður manns
á jörðinni er vannærður og þar af
er fjórðungur böm. Þrír fjórðu
hlutar allra vannærðra býr í dreif-
býli og allra verst staddir era hinir
landslausu.
Um 4,5 milljarðar jarðarbúa,
konur að meirihluta, skortir jám í
fæðuna. Afleiðingin er blóðleysi,
þrekleysi og léleg heilsa. I
Bangladesh er álitið að jámskortur
í fæðu fólks dragi úr þjóðarfram-
leiðslunni um 8%.
Þá skortir tvær milljónir manna
joð í fæðu en það veldur röskun á
starfsemi skjaldkirtils og seinkun
á andlegum þroska hjá bömum. Þá
skortir milljónir bama
A-vítamín, en það leiðir m.a. til
blindu.
Um 17% af bömum í þróunar-
löndum fæðast of létt, undir 2,5
kg. Verst er ástandið í sunnan-
verðri Asíu þar sem 30% bama
em of létt við fæðingu, í Suður-
Ameríku em þau 10% og í Afríku
14%. Ef fæðingarþungi þessara
bama hækkar um hálft kg eykur
það lífslíkumar um 14% . Til að
auka lífslíkur bama þarf að verja
mæðumar gegn malaríu, kynsjúk-
dómum og jámskorti og fjölga
þannig mæðmm sem eru með
böm á brjósti.
Rannsóknir hafa sýnt að A-vít-
amíngjöf er mjög hagkvæm og út-
gjöldin skila sér 140 falt til baka.
Erfíðara er að áætla hagnað að
aukinni tækni í búskapnum. Rann-
sóknir hafa þó sýnt að betri sáð-
vömr, minni jarðvegseyðing, auk-
in vökvun o.fl. skili sér margfald-
lega þegar til lengdar lætur.
Fjárfesting í nýrri tækni er
tryggasta leiðin til að auka tekjur
og þar með lífskjör fólks í fátæk-
um löndum sem nú býr við við-
varandi hungur. Aukin framleiðni
kemur jafnframt fólki í þéttbýli í
þessum löndum til góða.
Þess er þvi að vænta að áður-
nefnd rannsókn kennd við Kaup-
mannahöfn leiði til þess að þeir
sem ijalla um þróunarhjálp, jafht í
fátækum löndum og ríkum, veiti
matvælaframleiðslu og bættu
mataræði aukinn forgang.
(U.B.Lindström,
Landsbyggdens Folk
nr. 38/2004).
Moli
Bann við innflutning
Á FUGLAKJÖT TIL ESB
FRAMLENGT
ESB hefur framlengt bann sitt
við innfiutningi á fuglakjöti frá As-
íu til 15. desember í ár. Áður átti
banninu að Ijúka 15. ágúst en
komiö hefur i Ijós að fuglainflú-
ensutilfelli eru enn að koma upp í
ýmsum löndum þar, svo sem í
Thailandi, Kambodíu, Indónesíu,
Japan, Laos, Pakistan, Kína,
Suður-Kóreu og Vietnam. Ýmis
þessi lönd telja þó að þar hafi nú
þegar tekist að vinna bug á veik-
inni.
(Land Lantbruk nr. 32-33/2004).
| 34 - Freyr 9/2004