Freyr - 01.11.2004, Side 35
A slóðum Mendels
Níunda alþjóðlega byggkynbótaráðstefnan í Brno í Tékklandi
r
júní á þessu ári átti grein-
arhöfundur þess kost að
sitja alþjóðlega ráðstefnu
um byggkynbætur sem fram
fór í Brno í Tékklandi. Endur-
menntunarsjóður Hagsmunafé-
lags héraðsráðunauta, Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins
og Framleiðnisjóður landbún-
aðarins íjármögnuðu ferðalagið
og er þeim þakkaður stuðning-
urinn!
Bmo, sem staðsett er í suður
Tékklandi, er höfuðborg Mæris.
Staðarval ráðstefnunnar var
einkar viðeigandi því að segja má
að Brno sé vagga erfðafræðinnar
en þar stundaði Gregor Mendel
tilraunir sínar á ertum sem sem
lögðu grunninn að lögmálum
erfðafræðinnar. Svæðið er enn-
fremur frá fomu fari þekkt fyrir
bjórmenningu sína og þaðan er
upprunninn hinn frægi tékkneski
bjór sem nefndur er “pilzen” og
litið er þar á bjórgerðina sem
listgrein. Vart hefði því verið
hægt að hugsa sér betra staðarval
því að um 20% af byggi heims-
ins er ræktað til bjórgerðar og í
kynbótum byggsins er lögð mikil
áhersla á þá eiginleika sem lúta
að maltgerð og bjórframleiðslu.
Bygg er sú komtegund, sem
mesta aðlögunarhæfni hefúr, og er
því ræktuð við mjög ólíkar að-
stæður. Þetta endurspeglaðist í
dreifmgu þátttakendanna sem
komu ffá 45 þjóðum úr öllum
heimsálfum. Þetta var níunda al-
þjóðlega byggkynbótaráðstefnan
en sú fyrsta var haldin í Wagen-
ingen í Hollandi 1963. Ráðstefn-
an er haldin á fjögurra ára fresti
og þessi var sú fjölmennasta frá
upphafi með 350 þátttakendum.
Dagskráin var mjög umfangsmik-
il, um 60 erindi og 200 vegg-
spjaldakynningar, ásamt vinnu-
stofum (workshops) og kynnis-
ferðum.
Erfða- og kynbótafræðin hefur
tekið gífurlega miklum breyting-
um á tiltölulega stuttum tíma.
Stórstígar framfarir hafa átt sér
stað í sameindaerfðafræði sem eru
grunnurinn að því að auðveldara
er að ná miklum afköstum við að
raðgreina erfðamengi lífvera og
nú er hægt að staðsetja ákveðna
erfðaeiginleika í erfðamenginu
með mikilli nákvæmni. Erfða-
mengi byggs er býsna stórt þó svo
að plantan hafi ekki marga litn-
inga eða einungis sjö pör (saman-
borið við 23 pör mannsins). Lík-
lega er því nokkuð langt í það að
erfðamengi byggsins verði rað-
greint líkt og þegar hefúr verið
gert við erfðamengi hrísgrjóna.
Hins vegar eru hrísgrjón skyld
byggi og vísindamenn hafa kom-
ist að því að um töluverða sam-
svörun er að ræða á milli tegund-
anna. Sú mikla vinna, sem lögð
hefúr verið í rannsóknir á hrís-
grjónum, gæti því nýst byggkyn-
bótamönnum. Hinar breyttu
áherslur sáust glöggt á dagskránni
því að þrjár af tíu málstofúm fjöll-
uðu um kortlagningu gena og
erfðamengisins almennt og um
notkun erfðatækninnar í kynbót-
um á byggi. Langt og flókið mál
væri að rekja efni ráðstefnunnar í
grein sem þessari en rétt að tæpa á
því helsta sem fram kom.
Erfðafjölbreytileiki byggs
Fyrsti hluti ráðstefnunnar fjall-
eftir
Ingvar Björnsson,
héraðs-
ráðunaut,
Ráðgjafa-
þjónustu á
Norð-Austur-
landi,
Akureyri
aði um erfðafjölbreytileika byggs
og varðveislu hans. Nútíma kyn-
bætur og ræktunaraðferðir hafa
dregið verulega úr fjölbreytileika
innan þeirra tegunda sem notaðar
eru í landbúnaði. Meðan bændur
tóku sjálfir sáðkom af ökrum sín-
um þróuðust staðbundnir stofnar
(landraces) en á siðari árum
kaupa flestir bændur í hinum
vestræna heimi sáðkom sitt af
sáðvörufyrirtækjum. Krafan um
góða frammistöðu yrkja og mikil
samkeppni á sáðvörumarkaði
hafa einnig valdið þvi að kyn-
bótamenn hafa verið smeykir við
að víxla óreyndum efnivið við
sínar bestu línur. Þróun síðurstu
ára hefur því verið á þann veg að
með aukinni uppskem og betri
frammistöðu yrkja hefur erfða-
Qölbreytileiki minnkað. Þetta
dregur úr möguleikum á því að
finna mótstöðugen gegn sjúk-
dómum og skaðvöldum sem em
síbreytilegir og takmarka fram-
farir í kynbótum til lengri tíma.
Kynbótamenn em í dag famir að
átta sig á þessari blindgötu og
hafa á síðari ámm sótt erfðaefni í
staðbundna stofna og villt bygg.
Víða í heiminum em starfræktir
genabankar sem halda utan um
erfðaefni til nota í kynbótum. I
Freyr 9/2004 - 35 |