Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.2004, Qupperneq 37

Freyr - 01.11.2004, Qupperneq 37
Beta-glucanar eru fjölsykrur sem lækka kólesteról í blóði og jafna blóðsykur. Proanthocyaníðar eru flokkur pólífenóla sem hafa mikla andoxunarvirkni. Mikil vinna á sér stað með þessi efni í byggi en fmna þarf greiningaraðferðir til að mæla þau og greina erfðafræði þeirra. Mikið af byggi til mann- eldis er svokallað bert bygg (hul- less eða naked barley) en í því þreskjast fræhimnurnar af. Þetta er eiginleiki sem auðveldar mjög vinnslu og notkun á byggi til manneldis en sé eiginleikinn ekki fyrir hendi þarf að fræsa himn- umar af fræinu. Sjúkdómar í byggi Stærsti efnisflokkurinn á ráð- stefnunni íjallaði um sjúkdóma í byggi. Sjúkdómarannsóknir í plöntum eru mjög flókið fyrir- brigði þar sem þekkja þarf eðli og hegðun sjúkdómsvaldanna (sveppir og veimr), samspilið á milli sjúkdómsvaldanna og plantnanna og áhrif annarra líf- vera sem e.t.v. bera sjúkdómana (t.d. blaðlýs). Blaðsjúkdómar í byggi eru fjölmargir og flestir af völdum sveppa. Flestir þessara sjúkdóma era okkur Islendingum framandi en nokkur umræða var um þá sjúkdóma, sem helst valda skaða í íslenskri kornrækt, en það era augnflekkur (af völdum sveppsins Rynchosporium secal- is) og líklega í vaxandi mæli ryð. Nokkur mótstöðugen gegn augn- flekk era þekkt og mörg þeirra hafa verði staðsett í erfðamengi byggs. Flest þessi gen hafa fund- ist á tilteknum svæðum á litning- um 3H og 7H en nýverið fann ástralskur hópur mótstöðugen á 4H. A ráðstefnunni voru kynnt til sögunnar ný mótstöðugen gegn augnflekk sem upprunnin eru úr villtu byggi en þaðan koma einmitt flest ný sjúkdóma- mótstöðugen. Einnig vora kynnt- ar aðferðir til þess að draga úr sjúkdómaálagi, s.s. með því að nota yrkjablöndur, en það er vel þekkt aðferð til þess að draga úr útbreiðslu sjúkdóma og til að halda niðri illgresi. Flest mót- stöðugen gegn augnflekk eru svökölluð major gen sem eru stök gegn sem veita mótstöðu gegn einstökum stofnum af Rynchosporium. Vísbendingar era um að vænlegra sé að byggja upp mótstöðu með fleiri genum (minor genes) sem veita þá mót- stöðu gegn fleiri stofnum af sveppnum og geta brugðist við erfðafræðilegum breytingum sem verða á sveppnum. Þetta er mik- ilvægt í ljósi þess að komið hefur í ljós að fjölgun sveppsins er ekki einungis kynlaus heldur er kyn- fjölgun einnig fyrir hendi sem eykur líkur á myndun nýrra arf- gerða sem engin mótstaða er gegn. Rannsóknir benda til þess að mikil erfðaljölbreytni sé með- al Rynchosporium secalis sveppa og rannsókn sem framkvæmd var í Túnis leiddi í Ijós yfir 100 svip- gerðir. Erfitt er að segja til um fjölbreytileika sveppsins á Is- landi en gera verður ráð fyrir því að uni fremur þröngan erfðahóp sé að ræða þar sem sveppurinn hefur ekki haft langan tíma til að- lögunar í íslenskri náttúru. Frost og þurrkar Eins og fyrr var nefnt er bygg ræktað við breytilegar umhverfís- aðstæður og verður því víða fyrir miklu umhverfísálagi. Þetta er velþekkt í íslenskri komrækt þar sem frost takmarkar vaxtartímann bæði að vori og hausti og mið- sumarsnæturfrost geta komið í veg fyrir kornþroska. Þurrkar geta einnig verið staðbundið vandamál eins og glögglega kom í Ijós víða norðanlands í sumar. En það era fleiri en íslenskir kom- bændur sem glíma við umhverfis- stress. Viðbrögð plantna við um- hverfísálagi era ekki síður flókin en samspil þeirra við sjúkdóma. Alagsviðbrögðum er stjórnað með mörgum genum og rnikil víxl- verkun er á milli þeirra. Mikill áhugi er á að sækja aukið álag- sviðnám í skylda stofna af villtu byggi og einnig að nota MAS við úrval fyrir þessum eiginleikum. Freyr 9/2004 - 37 |

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.