Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.2004, Side 2

Freyr - 01.12.2004, Side 2
Heimanaut - slakur kostur Betri nýting framleiðslutækja, íjárhagslegur ávinningur og fram- sýni í rekstri eru kostimir sem nýttir em þegar ákveðið er að nota sæðinganaut, frekar en heimanaut sem feður að næstu kynslóð mjólkurkúa. Sæðinganaut valin á grund- VELLI MARGRA EIGINLEIKA Nú um stundir er bændum mögu- legt að velja milli 21 eiginleika í ræktunarstarfí mjólkurkúa. Það er ákvörðun hvers bónda á hvaða eig- inleika hann leggur mesta áherslu. Alla jafnan em nautin valin þannig að þau bæti þá eiginleika sem mest þörf er á hjá viðkomandi grip. Með notkun heimanauta er slíkt úrval næsta vonlítið. Kvígurnar eru bestu RÆKTUNARGRIPIRNIR Þá er alkunna að heimanaut em mest notuð á kvígur. I stofni í framför em yngstu gripimir jafn- ffamt þeir bestu út frá ræktunar- sjónarmiðum. Því verður það að teljast ákaflega léleg nýting á kvíg- um að nota heimanaut á þær. A það má t.d. benda að í nágrannalöndun- um er um þriðjungur sæðinganauta undan fýrsta kálfs kvígum, hér- lendis er slíkt næsta fátítt. Þessi stytting ættliðabils ein og sér auka erfðaframfarir umtalsvert. Fjárhagslegur ávinningur - VARANLEG ÁHRIF Ávinningur af ræktunarstarfi búljár er varanlegur, tap sem bændur verða fyrir á þeim víg- stöðvum er einnig varanlegt. Oft heyrist að menn hafa ekki trú á að þeir tapi svo miklu á að nota heimanaut. Að sjálfsögðu fer það eftir því hversu heppnir menn eru með val á heimanautum og hvort þau leysa það verkefni sem þeim er falið. VAL HEIMANAUTA GETUR STAÐIÐ Á ÓTRAUSTUM GRUNNI Val heimanauta byggir á miklu veikari grunni en val sæðinga- nautanna, enda sést því staður þegar kynbótaeinkunnir númer- aðra heimanauta eru skoðaðar, þær eru áberandi lægri fyrir flesta eiginleika. Mörg dæmi eru líka um að heimanaut sem ætluð hafa verið til brúkunar reynast ófrjó. Kemur það oft ekki í ljós fyrr en kýr og kvígur ættu að vera komn- ar nálægt ætluðum burði. Ekki þarf að íjölyrða um áhrif þess á framleiðslu búsins næstu misseri. Til að bregðast við þessu eru í sumum tilfellum fleiri en eitt naut i kvíguhópnum í einu. Ræktunarstarfið byggir á TRAUSTUM ÆTTFÆRSLUM Ljóst er að ættfærslur eru dæmdar til að fara út í veður og vind við þær aðstæður, enda sést það af skýrsluhaldinu þar sem tæpur þriðjungur kúnna hefur ekki skráðan föður. Við því má ræktun- arstarfíð ekki. Jafnframt er ljóst að við lífdýrasölu eru óættfærðir gripir verulega minna spennandi kostur en þar sem fyrir liggur hvaða einstaklingar standa að gripnum sem falboðinn er. Einnig íylgir notkun heimanauta slysa- hætta, enda um sérlega óþjálan pening að ræða. Framsýn fjárfesting - UNDIR- STAÐA RÆKTUNARSTARFSINS Hér á landi, eins og um hinn vestræna heim allan, byggir rækt- unarstarfíð í nautgriparæktinni á því að sem flestir (helst allir) bændur séu með og leggi sitt af eftir Baldur H. Benjamínsson, nautgripa- ræktar- ráðunaut, Bænda- samtökum íslands mörkum. Þörf á hagræðingu í mjólkurframleiðslunni eykst með hverju árinu. Ræktunarstarfíð er fjárfesting til framtíðar og eins og aðrar fjárfestingar skal það skila arði. Notkun ungnauta Nauta- stöðvarinnar og upplýsingar, sem sendar eru með mjólkurskýrslun- um, mynda grundvöll að af- kvæmaprófunum, homsteini rækt- unarstarfsins. Því meiri og al- mennari notkun þeirra þýðir að sú undirstaða verður sterkari. Notk- un heimanauta er eingöngu aðferð til að kelfa kýmar, það á lítið skylt með ræktunarstarfí. Því má í raun líkja við að pissa í skó sinn, hlýtt um stund en verður fljótlega kalt og óþægilegt. Að lokum má spyrja sig: * Viltu betri kýr? * Viltu yfírlit yfír væntanlega burði? * Finnst þér ræktunarstarf skyn- samlegt? * Viltu leggja þitt af mörkum til að bæta kúastofninn? Ef svarið við einhverri þessara spuminga er jákvætt eiga bændur að losa sig sem fyrst við heima- nautin og láta endanlega af notkun þeirra. Sæðingar eru margfalt heppilegri kostur sem skilar meiri arði. Ennfremur em þær undir- staða sjálfstæðs ræktunarstarfs á íslenska kúastofninum. |2-Freyr 10/2004

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.