Freyr - 01.12.2004, Qupperneq 7
þetta bú, vegna þess að við kaup-
um heybinding og plöstun af
verktaka. Það sem við gerum er að
slá túnin og snúa, en við kaupum
þennan dýrasta hluta. A sínum
tíma, þegar við tókum við, var hér
úr sér gengið þurrheysúthald og
ég er þar að auki með heymæði.
Það lá því fyrir að við yrðum að
endurskoða þennan rekstrarlið.
Við lögðumst annars vegar yfir
það reikningsdæmi að kaupa
rúllubindi- og pökkunarvél og
reka þær og hins vegar að kaupa
þessa þjónustu af verktaka og nið-
urstaðan var afgerandi. Það er
engin spuming fyrir okkur að það
borgar sig að kaupa þessa þjón-
ustu fremur en eiga þessar dýra
vélar og reka þær og ég tel alveg
nauðsynlegt að menn fari að opna
betur augun fyrir þessari stað-
reynd. Heyskapurinn er einn af
fjárfrekustu útgjaldaliðum bænda
og því er afar mikilvægt að menn
skoði ofan í kjölinn þessa út-
gjaldaliði.“
Mun ódýrari leið
VIÐ FÓÐURÖFLUN
„Því miður er það svo að jafn-
vel yngri bændur vilja ekki velta
þessu fyrir sér og hafa áður en
þeir vita af fest kaup á alltof dýr-
um búnaði sem getur aldrei borg-
að sig. Einhvern veginn finnst
mönnum að þeir eigi að vinna
þetta allt saman sjálfir, vinna frá
morgni til kvölds við heyskapinn
og vera í vélaviðgerðum á nótt-
unni. Ut úr þessari miklu vinnu er
afraksturinn óskaplega rýr miðað
við að skipta við verktaka. Við
höfum aðgang að mjög góðum
verktaka hér í sveit, sem er
Garðsbúið, sem við höfum af-
skaplega góða reynslu af. Þetta
eru menn, sem hægt er að treysta,
og þeir koma þegar þeir segjast
ætla að koma. Helstu rök þeirra,
sem eru á móti því að fela verk-
tökum að rúlla og plasta heyið,
Tækjabúnaður í mjaltabásnum í fjósinu á Hranastöðum var endurnýjaður í
sumar í tengslum við viðamiklar endurbætur á fjósinu. Mynd: Óskar Þór
Halldórsson.
era þau að ekki sé hægt að treysta
því að verktakinn komi þegar
heyið er orðið þurrt. Á móti má
spyrja, hvað gerir bóndinn þegar
heyið er þurrt og rúllubindivélin
bilar? I eitt einasta skipti hefur
það gerst að Garðsmenn gátu
ekki komið til okkar sama dag og
um var beðið vegna vélarbilunar.
Það hafa vissulega ekki allir að-
gang að tryggum verktökum en
önnur leið gæti verið að skoða
betur sameign eða samrekstur
véla til að ná niður þessum kostn-
aði sem vissulega fylgir véla-
eigninni. Við greiddum verktak-
anum 600 þúsund krónur fyrir
þjónustu hans sl. sumar, þ.e. fyr-
ir rúllubinding, plöstum og leigu
á múgavél. Til viðbótar kemur
kostnaður við slátt og snúning.
Ég fullyrði að þessi kostnaður
við heyskapinn er síst meiri en ef
við ættum þessar vélar sjálf og
þyrftum að standa straum af öll-
um kostnaði sem þeim fylgdi, t.d.
vaxta- og rekstrarkostnaði,“ segir
Amar
VIÐAMIKLAR BREYTINGAR Á
ÞRJÁTÍU ÁRA GÖMLU FJÓSI
I haust var endumýjað íjós tek-
ið í notkun á Hranastöðum. Það lá
fyrir þegar þau Ásta og Arnar
keyptu Hranastaði að fara yrði í
töluverðar endurbætur á Qósinu
og að þeim hefur verið unnið
sleitulaust undanfarna mánuði.
„Við höfðum áhuga á að stækka
búið, en það lá ljóst fyrir að það
væri ekki unnt nema því aðeins að
fara í miklar endurbætur á íjósinu.
Húsin sjálf, bæði ijós og hlaða,
voru vel byggð, en hins vegar var
kominn tími á að endumýja inn-
réttingar. Við lágum lengi yfír þvi
hvaða leið við ættum að fara í
þessu, m.a. skoðuðum við fjöld-
ann allan af íjósum sem hafa ver-
ið endumýjuð. Úr varð að við
ákváðum að kaupa stóran hluta af
búnaði íjóss á Þórisstöðum á
Svalbarðsströnd, þar sem mjólk-
urframleiðslu var nýverið hætt.
Við tókum þar niður m.a. kjarn-
fóðurbás, búnað í mjaltabás, allar
milligerðir og settum hér upp. Áð-
Freyr 10/2004 - 71