Freyr - 01.12.2004, Side 9
Á Hranastöðum er 242 þúsund lítra greiðslumark, en stefnan er að koma
framleiðslunni upp í 300 þúsund lítra, áður en langt um liður. Mynd: Óskar
Þór Halldórsson.
Nauðsynlegt að taka
REGLULEGA FRÍ
Fyrir mörgum er það ákveðinn
lífsstíll að búa í sveit. Asta tekur
undir þetta og segir að vissulega
hafí það spilað inn í þegar þau
ákváðu á sínum tíma að hella sér
út í búskapinn. „Þegar maður er
kominn með böm veltir maður því
auðvitað fyrir sér hvaða umhverfí
maður vill geta boðið börnum sín-
um og hvemig lífí maður vill
lifa,“ segir Asta.
„Héma rétt neðan við brekkuna
emm við með Hrafnagilsskóla,
sem er einn af bestu gmnnskólum
landsins, og sömuleiðis er þar
mjög góður leikskóli. Héðan emm
við tólf mínútur að keyra til Akur-
eyrar. Eg þreytist ekki á að segja
að við hjónin emm fljótari að
bregða okkur í leikhús eða bíó en
faðir minn sem býr í hjarta höfuð-
borgarinnar. Eg segi því að það
hljóti að vera ákveðin forréttindi
að geta búið úti í sveit, en verið í
svo mikilli nálægð við alla þá
þjónustu sem nútímafjölskyldan
þarf á að halda,“ segir Amar.
Asta segir að vissulega hafí það
ekki breyst að búskapurinn sé
mikil vinna og í mjólkurfram-
leiðslu felist mikil binding. „En
við sögðum það strax og það vakti
nokkra kátínu sumra, að við ætl-
uðum okkur að taka nokkuð gott
frí á hverju ári. Það hefur tekist til
þessa. Til þess að þetta sé mögu-
legt höfum við ráðið til okkar fólk
sem við getum treyst hundrað pró-
sent fyrir búinu og einnig hefur
mamma oft verið hér þegar við
fömm í frí og séð um að allt gangi
sinn vanagang þann tíma sem við
emm í burtu. Við höfum alltaf tek-
ið okkur frí á vetuma, annað hvort
seint á haustin eða snemma á vor-
in,“ segir Asta, en þau hjónin fóru
einmitt í frí í byrjun nóvember -
vom á Jamaica í viku. „Það er
nauðsynlegt fyrir alla að geta tek-
ið sér frí og kúplað sig frá hinu
daglega amstri. Reynslan hefur
líka kennt okkur að við komum
endumærð og uppfull af krafti í
búskapinn að fríi loknu. Svo má
líka nefna í þessu sambandi að við
höfum þann háttinn á í janúar að
taka okkur frí frá daglegu amstri
að því frátöldu að mjólka kvölds
og morgna. Janúar er mánuðurinn
sem við leggjum okkur eftir mat-
inn og söfnum kröftum fyrir kom-
andi mánuði,“ segir Asta og hlær.
SVEITARSTJÓRNAR- OG
ÁBURÐARSÖLUMAÐUR
Sem fyrr segir lét Pétur heitinn
á Hranastöðum mikið til sín taka í
ýmsum félagsmálum tengdum
bændastéttinni. Asta segist að svo
komnu máli ekki hafa í hyggju að
feta í fótspor föður síns í þessum
efnum, enda telji hún sig hafa næg
verkefni í búskapnuin og að sinna
bömunum. „Amar sér um þessa
hlið,“ segir Asta og vísar til þess
að Amar situr í sveitarstjóm Eyja-
ijarðarsvcitar. „Já, sveitarstjómar-
málin taka vitaskuld töluverðan
tíma, en það er virkilega gaman að
taka þátt í þessu og jafnframt er
þetta lærdómsríkt,“ svarar Amar.
Einnig er Amar umboðsmaður
Sláturfélags Suðurlands í Eyja-
fírði fyrir Yara áburó frá Norsk
Hydro. „Þetta kom þannig til,“
segir Amar, „að mig vantaði á sín-
um tíma vinnu í þrjá mánuði eftir
að ég lauk námi í Tækniskólanum
og þar til við fæmm til Danmerk-
ur. Félagi minn í Tækniskólanum
hafði þá ráðið sig til starfa hjá SS
og ég kom einhverju sinni við hjá
honum á skrifstofunni og spurði
hvort einhverja vinnu væri að hafa
þar á bæ. Eg var ráðinn á staðnum
til að selja áburð og mætti strax
klukkan átta daginn eftir. I þessu
var ég í nokkra mánuði og kanns-
ki má segja að þessi reynsla af
skrifstofuvinnu hafí auðveldað
mér þá ákvörðun að fara í búskap-
inn, vegna þess að ég fann að
skrifstofuvinna átti engan veginn
við mig.
Það varð síðan niðurstaðan, eft-
ir að við fluttum norður, að ég tók
að mér umboðssölu á Yara áburð-
inum hér í Eyjafírði og það er
Freyr 10/2004 - 9 |