Freyr - 01.12.2004, Side 10
Horft heim til Hranastaða. Mynd: Andri Már Helgason.
virkilega gaman að glíma við
þetta. Því er þó ekki að neita að
þetta er nokkuð snúið svæði, enda
hafði KEA hér sterka stöðu í sölu
á áburði og menn eru í eðli sínu
íhaldssamir og ekki endilega til-
búnir að breyta um kúrs í við-
skiptum.“
Og til þess að auðga andann enn
frekar er Amar í söngnámi í Tón-
listarskóla Eyjafjarðar. Hann vill
ekki gera mikið úr sönghæfileik-
unum, en segir að söngnámið sé
fyrst og fremst til ánægju og ynd-
isauka.
Ekki til sölu!
Greinilegt er að Amar og Asta
em samstíga í því sem þau em að
fást við í búskapnum á Hranastöð-
um. Þau em sammála um að þeim
gangi vel að vinna saman. „Við
tökum allar ákvarðanir í samein-
ingu, enda erum við bæði í
þessu,“ segir Asta.
Það er langt liðið á kvöld þegar
blaðamaður setur punkt aftan við
áhugaverðar samræður við hjónin
á Hranastöðum. Ekki er unnt að
ljúka samtalinu nema spyrja
hvaða svar þau myndu gefa auð-
manni sem kæmi með fúllar hend-
ur íjár og gerði hátt tiiboð í
Hranastaði, rétt eins og verið hef-
ur að gerast í Eyjaijarðarsveit og
víðar um land á undanfömum
mánuðum. Ekki stendur á svari.
„Nei, alls ekki,“ segir Asta. „Það
er ekki nóg að selja, maður þarf þá
að hafa í handraðanum eitthvað
annað áhugavert til þess að fást
við, eitthvað sem er jafn skemmti-
legt og búskapurinn.“ Og Amar
botnar þetta og slær um leið botn-
inn í viðtalið: „Hér höfúm við
sameinað vinnuna, áhugamál og
ijölskyldulif. Það er ekki til sölu.“
Oskar Þ. Halldórsson.
Molar
Neytandinn ER
BÆÐI ÓTRÚR OG
EIGINGJARN
Blað Dönsku bændasamtak-
anna, Landbrugsavisen, tók ný-
lega upp gamalkunnuga um-
ræðu: Hvernig á að fá neytendur
til að kaupa innlenda fram-
leiðslu?
Neytandinn lætur nánast alltaf
stjórnast af verðinu þegar hann
velur erlendar vörur. í Danmörku
eru greidd há laun, jafnframt því
sem þess er krafist að fram-
leiðsluskilyrði séu góð. Danir
sætta sig ekki við suðuramerísk
launakjör en danskir neytendur
kaupa ódýrt nautakjöt þaðan og
spyrja ekki við hvers konar að-
stæður það er framleitt.
í könnun sem samtökin
Danskur iðnaður hefur látið gera
kemur fram að danskar fram-
leiðsluvörur, þar á meðal dönsk
matvæli, eru um 15% dýrari en
tilsvarandi vörur frá öðrum lönd-
um. Sú staðreynd að Danir ná
hærra verði en aðrir byggist ann-
að hvort á því að þær eru betri
eða markaðsetning þeirra er
betri. Þetta breytir ekki því að
það er sárt að verða fyrir því að
danskir neytendur gagnrýna ann-
an daginn aðbúnað búfjárins á
dönskum bújörðum en kaupa
næsta dag kjúklinga frá löndum
þar sem velferð búfjár er aldrei
nefnd á nafn. Hafi menn ein-
hvern tímann heyrt nefndan hinn
pólitíska neytenda, þá geta
menn gleymt því. Neytandinn í
stórmarkaðnum er sjálfum sér
ósamkvæmur, eigingjarn og ótrúr
- og kaupir það sem hann finnur
ódýrast.
Það er tilgangslaust að höfða
til samfélagsábyrgðar fólks, það
hugsar eingöngu með veskinu
og bragðlaukunum.
(Landsbygdens Folk nr. 41/2004).
J
110 - Freyr 10/2004