Freyr - 01.12.2004, Side 13
Tafla 2. Helstu mál á einstaklingsstíum fyrir kálfa.
Fyrir kálfa að 50 kg lífþunga: ......................................
- lágmarkslengd á stíu.....................................1,0 m
- lágmarksbreidd á stíu ...................................0,8 m
Fyrir kálfa allt að 100 kg lífþunga..................................
- lágmarkslengd á stíu.....................................1,2 m
- lágmarksbreidd á stíu ...................................1,0m
Bil milli lóöréttra rimla I stíuhlið ......................0,08-0,1 m
kjarnfóður. Á þann hátt fæst
möguleiki á betra eftirliti með
þeim fyrstu vikumar.
Staðsetning
Aðstöðu fyrir smákálfa ætti að
staðsetja í nánd við mjólkurhús
og/eða þar sem auðvelt er að veita
reglubundið eftirlit og þar sem
ekki er hætta á dragsúg.
Gólf
Stíugólfið þarf að vera þannig að
hland og þunn mykja eigi greiða
leið ffá legusvæði kálfsins þannig
að legusvæðið haldist þurrt en einn-
ig mjúkt. Besta leiðin til að tryggja
þetta er að láta gólf stíunnar hallast
ffam og staðsetja þar rennu sem má
skola. Jafhframt er mikilvægt að
nota undirburð undir kálfana og þar
sem aðgengi að undirburði er tak-
markað má minnka þörfína eitthvað
með því að nota gúmmímottur í
botn stíunnar. Mikill kostur getur
verið að hafa gólf einstaklingsstíu í
nokkurri hæð ffá gólfi fjóssins, sem
auðveldar vinnu við þrif, léttir
vinnu við gjafír og gerir allt eftirlit
með kálfunum auðveldara. Best er
því að smíða eins konar sökkul utan
um upphækkun gólfsins. Trérimlar
eða gúmmíklæddir trérimlar yftr
sköfúflór eða fleytiflór geta hentað
vel sem undirlag, en best er að nota
hálm sem undirburð. Hæfileg
rimlabreidd er 10 cm og rifúr 2,5
cm. Alls ekki ætti að nota jámristar
eða steypta rimla undir smákálfa.
Slík rimlagólf em of köld fyrir smá-
kálfa að liggja á.
Innréttingar
Hliðar einstaklingsstíu eiga að
vera opnar að hluta til að koma til
móts við atferlisþarfir kálfanna.
Ef stíumar em smíðaðar úr jámi
er hæfilegt bil á milli lóðréttra
rimla 8-10 cm. Til að skapa skjól í
stíunni og auðvelda þrif er mikill
kostur að hafa neðsta hluta stíu-
hliðanna heilklæddan og er gott
að miða við neðstu 30 cm.
Framhlið stíunnar þarf að vera
vel opin svo að kálfurinn geti auð-
veldlega fylgst með. Þetta gerir
kálfínn rólegri og auðveldar vinnu
við gjafír. Neðsti hlutinn þarf þó
að vera lokaður líkt og hliðamar.
Hérlendis er vel þekkt að smíða
einstaklingsstíur úr vatnsvörðum
krossvið. Slíkar stíur em oft mjög
góðar en brýnt er að taka tillit til
þarfa kálfanna og hafa op á hlið-
unum.
Annar aðbúnaður
Mjólkurgjafír smákálfa skipta
gríðarlega miklu máli fyrstu daga
ævinnar og því er mikilvægt að
rétt sé staðið að gjöfúnum. Ráð-
legt er að gefa kálfúnum mjólk
með túttu, hvort sem er úr fötu eða
kálfafóstm. Þar sem hægt er að
koma slíku við, er mjög gott að
hafa eingöngu túttuna inni í stí-
unni sjálfri, en fötuna eða gjafa-
kerfíð utan við stíuna. Til að auka
endingu á túttunum er mjög gott
Mynd 3. Hálmstía fyrir smákálfa. í stiunni er niðurfallsrenna til að auðvelda hreinsun. Framan við stiuna er j'ata sem
gróffóðrið er gefið í. Inni i stiunni gæti verið fóstrubás.
Freyr 10/2004- 13 |