Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.2004, Qupperneq 16

Freyr - 01.12.2004, Qupperneq 16
Nýr mjólkursamningur Hinn 10. maí 2004 var undirritaður nýr samn- ingur milli ríkisstjórnar íslands og Bændasamtaka ís- lands um starfsskilyrði mjólk- urframleiðslunnar. Samningur- inn gildir frá 1. september 2005 til 31. ágúst 2012. Hér á eftir verður fjailað um helstu atriði samningsins og þær breytingar sem hann hefur í för með sér frá núgildandi samningi. Markmið samningsins: 1. Að almenn starfsskilyrði í framleiðslu og vinnslu mjólk- urafurða og stuðningur rikisins við greinina stuðli að áfram- haldandi hagræðingu, bættri samkeppnishæfni og lægra vöruverði. 2. Að ijárhagslegur stuðningur ríkisins við greinina nýtist sem best til að lækka vöruverð til neytenda. 3. Að viðhaldið verði þeim stöð- ugleika sem náðst hefur milli framleiðslu og eftirspumar. 4. Að greinin fái svigrúm til að búa sig undir aukna erlenda samkeppni. 5. Að greinin geti þróast þannig að nauðsynleg kynslóðaskipti geti orðið í hópi mjólkurfram- leiðenda og unnt sé að endur- nýja framleiðsluaðstöðu með eðlilegum hætti. 6. Að gætt sé sjónarmiða um dýravelferð og heilnæmi af- urða. Framleiðslustýring Samningurinn gerir ráð fyrir óbreyttri framleiðslustýringu með ákvörðun heildargreiðslumarks, sem byggir á innanlandssölu. Greiðslumark hvers lögbýlis í upphafi samningstímans verður sama hlutfall af heildargreiðslu- marki og greiðslumark þess verð- lagsárið 2004/2005. Reglur um aðilaskipti að greiðslumarki em í grundvallaratriðum óbreyttar en með samningnum fylgir viljayfir- lýsing Bændasamtaka Islands um starfrækslu miðlunar fyrir greiðslumark til mjólkurfram- leiðslu. Tekjur af MJÓLKURFRAMLEIÐSLU Verðlagning mjólkur frá afúrða- stöð verður með óbreyttum hætti, nema um annað verði samið á samningstímanum. Gerðar verða breytingar á lögum þannig að samningsaðilar geti samið um það sín á milli að hætt verði að ákveða lágmarksverð mjólkur til fram- leiðenda, enda þótt heildsöluverð eftir Ernu Bjarnadóttur, sviðsstjóra, Bænda- samtökum íslands verði áfram ákveðið af verðlags- nefnd. Hins vegar er samið um fasta íjárhæð beingreiðslna í samningn- um. Þannig miðast heildarframlag ríkisins til samningsins við 105 milljónir lítra. Beingreiðslur á lítra taka því breytingum til hækk- unar eða lækkunar samkvæmt því, eftir því hvaða ákvörðun er tekin um heildargreiðslumark. Beinar greiðslur á mjólkurlítra lækka úr 100% heildarstuðningi nú í 80% af heildarstuðningi í lok samn- ingstímans. 20% verða hins vegar greidd út á gripi, til kynbótastarfs og til annarra verkefna sem skil- greind verða með nánara sam- komulagi fyrir 1. september 2006. Árleg skerðing á heildarstuðn- ingi við búgreinina verður 1% á ári, frá og með 1. september 2006, og minnkar heildarframlag ríkis- ins til samningsins í heild því um Tafla 1. Framlög og skipting þeirra, millj. kr. Verðlags- ár Heildarfjár- hæðir Bein- qreiðslur Kynbóta °g þróunarfé Gripa- qreiðslur Ófram- leiðslu- tengdur stuðningur 2005/2006 4.000 3.900 100 2006/2007 3.960 3.465 99 396 I 2007/2008 3.920 3.381 98 392 49 2008/2009 3.881 3.299 97 388 97 2009/2010 3.842 3.218 96 384 144 2010/2011 3.804 3.139 95 380 190 2011/2012 3.766 3.014 94 376 282 116-Freyr 10/2004

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.