Freyr - 01.12.2004, Qupperneq 21
Fóðrun mjólkurkúa
Geldstaðan, kringum burðinn, mjaltaskeiðið
r
rleg afurðaaukning ís-
lenskra mjólkurkúa hef-
ur verið meiri síðustu
árin en áður hefur átt sér stað.
Þetta er ánægjuleg þróun.
Margir einstakir og samverk-
andi þættir stuðla að því að af-
urðageta kúnna nýtist betur en
áður. Þótt kjarnfóðurgjöf hafi
aukist lítillega virðist sem kýrn-
ar hafi svarað henni að mestu.
Niðurstöður skýrsluhalds í
nautgriparækt sem og búreikning-
ar sýna töluverðan afurðamun
milli búa og einnig mikinn mun í
rekstrarafkomu búa af svipaðri
stærð. Af þessum sökum eiga
margir kúabændur að geta sótt dá-
góðan rekstrar- og afkomubata í
afurðaauka og bættan rekstur bú-
anna. Með kerfísbundnum vinnu-
brögðum er hægt að ná aukinni
hagkvæmni út úr ýmsum liðum
búrekstrarins. „Þó vel haf veríð
gert í gœr má alltaf gera betur á
morgun
Með auknum afurðum eykst
álag á gripina og stöðugt vanda-
samara verður að fóðra kýmar.
Markmið kúabóndans hlýtur
ávallt að vera;
* miklar afurðir sem uppfylla
gæðakröfúr,
* heilbrigðir gripir og
* góð frjósemi.
Hér verður íjallað um ýmsa
þætti í fóðrun mjólkurkúa gegnum
allt framleiðsluárið. Reynt er að
líta á það sem eina heild vegna
þess hve áhrif fóðmnar geta verið
langvarandi.
Tímabil í framleiðsluári
MJÓLKURKÝRINNAR
I þessari umQöllun skulum við
skipta framleiðsluárinu í fjögur
aðal tímabil:
a) Celdstaðan,
a) fyrri hluti geldstöðunnar
a) síðari hluti geldstöðunnar,
- síðustu þrjár til fjórar vik-
urnar fyrir burðinn
b) Burðurinn og fyrstu 15 vikur
ntjólkurskeiðsins
c) Hámjaltaskeiðið, 16.-30.
vika
d) Síðmjólkurskeiðið 31.-44.
vika.
Hvaða tímabil
ER MIKILVÆGAST?
Segja má að síðari hluti með-
göngunnar, - siðmjólkurskeiðið
og tíminn fyrir og í kringum burð-
inn sé mikilvægasti eða afdrifarík-
asti tími í mjólkurframleiðslunni.
Þá leggjum við gmnn að þeirri
framleiðslu sem hver gripur hefur
möguleika á að ná á komandi
mjólkurskeiði.
Mikil umskipti verða í efna-
skiptum gripanna síðustu vikumar
fyrir burðinn, - fósturvöxturinn er
að ná hámarki, gripimir þurfa að
aðlagast nýju fóðri og breyttri
fóðursamsetningu. A þessum tíma
getur ráðist hver útkoma mjalta-
skeiðsins verður, - bæði hvað
varðar nythæð, efnamagn í mjólk,
heilsufar og frjósemi.
GELDSTAÐAN - UNDIRBÚNINGUR
KÚNNA FYRIR BURÐINN
Eðlilegt er að skipta geldstöð-
unni í tvennt. Annars vegar tímann
frá því kýrin er þurrkuð upp (hin
eiginlega geldstaða) og hins vegar
síðustu 3-4 vikumar fyrir burðinn,
- (síðari helmingur geldstöðunnar).
Geldstaðan sjálf er að þvi leyti
mikilvægur tími í framleiðsluferl-
inu, að þá á sér stað nauðsynleg
endumýjun og endumppbygging
vefja í júgrinu. Einnig verða þá
mikil umskipti í vakastarfsemi kýr-
innar samfara fósturþroskanum.
Það er ekki æskilegt að kýrin
mjólki jafhhliða þeim umskiptum.
Of stutt geldstaða, - minna en 4
vikur, að ekki sé talað um þegar
kýmar mjólka saman, kemur ævin-
lega niður á mjólkurframleiðslu
komandi mjólkurskeiðs. Sýnt hef-
ur verið fram á að sé geldstaðan
Of stutt geldstaða kemur
niður á afurðum næsta
mjólkurskeiðs
styttri en 4 vikur má reikna með 1,5
- 2ja kg lægri dagsafúrðum fyrstu
100 daga næsta mjólkurskeiðs
samanborið við 6-7 vikna geld-
stöðu. Því er æskilegt að kýmar
standi geldar í 6-8 vikur. Almenna
ráðleggingin er að kýr, sem em í
feitara lagi, standi heldur skemur
geldar en þær sem em holdrýrar.
Aðlögun að breyttu fóðri
A seinni hluta geldstöðunnar
þarf kýrin að aðlagast því fóðri
sem hún kemur til með að fá eftir
burðinn. Meltingarstarfsemin eða
réttara sagt örvemflóran í vömb
Freyr 10/2004 - 21 |