Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2004, Síða 24

Freyr - 01.12.2004, Síða 24
Örveruflóran í vömbinni Örverurnar í vömbinni eru mjög íjölbreytilegur flokkur líf- vera. Þeim er hægt að skipta í marga flokka eftir því hvaða hlutverki þær gegna. Sumar vinna á sterkju, aðrar á sykri og enn aðrar á tréni svo að dæmi séu nefnd. Hver flokkur gegnir sérhæfðu hlutverki. Tegunda- samsetning örveranna ræðst á hverjum tíma af því hvaða fóður kýrin fær. Það tekur örveruflór- una að jafnaði um tvær til þrjár vikur að aðlagast nýju fóðri. Þess vegna er afar mikilvægt að kýr og kvígur fái sama fóður með mjög svipaðri samsetningu síð- ustu vikumar fyrir burð og þær eiga að fá eftir burðinn þegar þær em fóðraðar undir fullu álagi. Vambarseparnir Þroski og stærð vambartotanna á innra borði vambar og kepps er einnig verulega háð fóðrinu sem gripirnir fá. Stærð þeirra og þroski skiptir miklu máli um hve uppsog næringarefnanna verður virkt. Þetta hefur fyrst og fremst þýðingu að þvi er varðar uppsog á rokgjömum fítusýmm frá vömb sem er ein mikilvægasta uppsogs- leið fyrir orku hjá jórturdýmm. Þegar gripimir fá orkusnautt fóður á síðari hluta mjólkurskeiðs og framan af geldstöðunni rýma þarmasepamir, innra yfirborð vam- barinnar minnkar að sama skapi og næringaruppsogið einnig. Um leið og kýrin fer aftur að fá orkuríkara fóður fara sepamir að stækka og þeim fjölgar vemlega. Þannig get- ur yfirborðsstækkunin orðið marg- föld. Ónógur aðlögunartími vam- barveggjarins að breyttu fóðri fyrir burð getur leitt til þess að vambar- starfsemin fylgi ekki eftir því stór- aukna álagi sem meltingin þarf að rísa undir fyrstu dagana eftir burð- inn. Það er því nauðsynlegt að þjál- fa vambarvegginn í að soga upp mikið magn orku í formi rok- gjamra fitusýra. Einnig er hægt að flýta eða örva vöxt sepanna með sk. sýmörvun. Hún gengur út á að gefa gripunum sérlega orkuríkar og auðmeltar fóð- urtegundir sem örva fitusýrumynd- un í vömbinni (kom, rófúr, bygg- heilsæði) eða gefa þeim á víxl hæg- meltanlegt trénisnkt fóður og orku- rikt en auðmeltanlegt. Þessari þjálf- unaraðferð verður þó að fara varlega i að beita. Sé henni beitt getur verið hætta á að þjálfunin gangi of langt og að það verði of miklar sveiflur í sýmstiginu (pH) í vömbinni. Tafla 2. Dagskömmtun forðastautana og áætlaður líftími þeirra. Sjá skýringar í texta Forðastautur: All-Trace SmAII-Trace All-Trace "Dry Cow" Líftími: 8 mán. 4 mán. 4 mán. Gripastærð: > 150 kg > 75 kg > 150 kg Innihald: Kopar 138,0 mg 62,0 mg 125,0 mg Kóbolt 2,0 mg 1,1 mg 5,0 mg Selen 2,0 mg 0,6 mg 3,0 mg Mangan 71,0 mg 36,1 mg 193,0 mg Zink 113,0 mg 52,2 mg 323,0 mg Joð 2,1 mg 1,1 mg 21,0 mg Vítamin A 4644 a.e. 3000 a.e. 11922 a.e. Vítamin D3 929 a.e. 600 a.e. 2384 a.e. Vítamín E 9,3 a.e. 9 a.e. 36 a.e. Steinefni, snefilefni OG VÍTAMÍN Eitt af algengari efnaskipta- vandamálum kringum burðinn er bráðadoði. Ein þeirra fóðrunarað- gerða, sem einna best bægir þeirri hættu frá, er að í fóðrinu sé ákveð- ið jafnvægi á milli jákvætt (K’ og Na ) og neikvætt (Cl' og S ) hlað- inna jóna síðustu tvær vikumar fyrir burð. I þessu sambandi er tal- að um að gildi á bilinu -150 til 0. Gróffóður er oft með hátt jákvætt jónajafnvægi, sem einkum má rekja til mikils kalíuminnihalds í því. Takmörkuð eða hófleg notk- un kalíáburðar er ein leið til mót- vægis. Mikið kalímagn í gróf- fóðri getur virkað hamlandi á upp- töku annarra steinefna, einkum magníums (Mg). Jónajafnvægi í fóðrinu er mikilvægt Mjólkurmyndunin kallar eftir miklu magni af kalki. Sú kenning hefúr lengi verið á lofti að æski- legt væri að draga úr kalki (Ca) í fóðrinu síðustu vikurnar fyrir burðinn. Það örvi meltingarstarf- semina í að soga kalsíum úr fóðr- inu, til þess að mæta þörfúnum, og einnig til þess að örva kalkum- myndun úr beinum. Nýting stein- efnanna úr fóðrinu, einkum kalks og fosfórs, er háð D-vítamíni. Til þess að tryggja kvígum og kúm, sem ætla má að hafi ekki fengið kjamfóður í nokkum tíma fyrir burðinn, nægilegt magn vítamína, steinefna og snefilegan er mikil- vægt að gripimir hafi aðgang að alhliða steinefna- og vítamín- blöndum. Notkun forðastauta í þessu sam- bandi getur einnig gefið góða raun. Efnalosun úr forðastautum Tafla 2 gefúr til kynna dags- skömmtun forðastauta í nautgrip- 124 - Freyr 10/2004

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.