Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2004, Blaðsíða 31

Freyr - 01.12.2004, Blaðsíða 31
Dæmigerður frágangur á votheysstæðum á írlandi. I forgrunni er Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir, sem skemmti sér konunglega í ferðinni. (Ljósm. Guð- mundur Jóhannesson). spumingar sem tengjast svömn kúa með mismikla framleiðslu- getu við kjamfóðurgjöf með beit. Þessu tengjast síðan margs konar atriði varðandi frjósemi kúnna, heilbrigði þeirra og endingu. Á ámnum 1998-2000 var gerð þar tilraun þar sem bomir vom saman tveir hópar af kúm með mjög mismikla framleiðslugetu við þrenns konar mismunandi kjamfóðurgjöf með beit. Kjam- fóðurgjöfín var um 350 kg af kjamfóðri, 800 kg eða 1500 kg á ári á kú. Afurðir kúnna í tilraun- inni vom á bilinu rúm 6000 kg í rúm 8000 kg af mjólk í einstökum tilraunahópum. Tilraunin veitti mjög skýr svör um ýmsa þætti. Svörun við aukinni kjamfóður- gjöf var mun meiri hjá kúnum með meiri afkastagetu. Hjá þeim fengust að jafnaði 1,33 kg af mjólk fyrir hvert kg í aukinni kjarnfóðurgjöf samanborið við 0,44 kg hjá kúnum með minni af- kastagetu. Aukin afkastageta skiptir því miklu meira máli fyrir hagkvæmni framleiðslunnar í framleiðsluumhverfi sem byggt er á mikilli kjamfóðurgjöf en í fram- leiðslukerfi sem byggir fyrst og fremst á nýtingu beitar. Mismunandi fóðmn hafði ekki raunhæf áhrif á þungabreytingar kúnna á fyrsta hluta mjólkur- skeiðsins eða holdastig þeirra en holdafar kúnna sem fengu mest kjamfóður var þó ætíð best. Ekki var heldur raunhæfur munur í þessum þáttum á milli erfðahóp- anna þó að holdastigun kúnna með minni afkastagetu væri alltaf að meðaltali hærri. Kýmar með meiri afkastagetu innbyrtu að jafnaði um einu kg meira af þurrefni á dag en stall- systur þeirra með minni fram- leiðslugetu. Þegar beitargæði vom mest, í maíbyrjun, gátu getumeiri kýmar innbyrt 18 kg af þurrefni af beitargrasi á dag sem gerði þeim mögulegt að halda 30 kg dagsnyt af beitinni einni. Mikill áramunur var á því hve mikið beitampptaka minnkaði hjá kúnum fyrir hvert kg í aukinni kjamfóðurgjöf og var sá munur frá 0,2 kg af þurrefni upp í um 0,8 kg. Ekki kom fram raunhæfur mun- ur í frjósemi á milli tilraunahópa, hvorki milli fóðrunarhópa né erfðahópa. Meðaltöl öll voru samt hagstæðari fyrir kýmar með minni afkastagetu. Mjög greinilegt var að þær kýr, sem áttu verst með að festa fang, vom þær sem tóku mest af skrokknum á fyrsta hluta mjólkurskeiðsins. Meginniðurstaða vísindamann- anna, sem að tilrauninni stóðu, var að hún undirstrikaði nauðsyn þess, ásamt mörgum fleiri rann- sóknarniðurstöðum frá Moore- park, að brýnt væri fyrir íra að af- kvæmarannsaka kynbótanautin sem þeir notuðu í því beitarum- hverfí sem kýmar búa við og um leið að huga að breiðari ræktunar- markmiðun en afurðunum einum. Þar væri nauðsynlegt að hafa einnig með eiginleika eins og frjó- semi og endingu kúnna. Samanburður á kúm AF MISMUNANDl UPPRUNA í BREYTILEGUM BEITARKERFUM Rannsóknum á því sviði, sem hér að framan er fjallað um, hefur því verið haldið áfram í Moore- park og umfang þeirra enn aukið. Við fengum mjög lifandi og áhugaverða kynningu á því sem þar er nú unnið að hjá þeim hjá Brendan Horan sem er ungur, ákaflega áhugasamur og fær dokt- orsnemi sem stjómar framkvæmd tilraunaflokksins sem nú er í gangi. Fyrst sýndi hann okkur nýtt og stórt tilraunaQós (eitt af mörgum á stöðinni) en síðan var haldið út í beitarhólfin þar sem kýr af ýms- um gerðum spókuðu sig á ríku- legri beit á grænum gmndum ír- lands. I tilrauninni er verið að bera saman kýr með þrenns konar mis- munandi erfðagmnn við þrenns konar fóðmn. Allar kýmar eru Holstein-Friesian kýr en hópamir hafa þrenns konar grunn. Einn hópurinn (HP) eru kýr, sem vald- ar eru á grunni mikillar afurða- getu, annar er myndaður með því Freyr 10/2004 - 31 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.