Freyr

Volume

Freyr - 01.12.2004, Page 33

Freyr - 01.12.2004, Page 33
Naut i sýningarhring hjá Dovea-sæðingarstöðinni rétt utan við Thurles. (Ljósm. Sveinn Sigurmundsson). gengur að fínna einstaka mæli- kvarða sem skýra mismunandi frjósemi kúnna. Þetta er eðlilegt vegna þess að frjósemi kúnna er ferill hjá kúnni en ekki afmarkað- ur eiginleiki. Það er einnig að verða ljósara með hverju ári að þar sem úrvali hefúr um áratuga skeið verið beint markvisst að betri frjósemi kúnna fæst greini- leg svörun. Nýsjálensku og norsku kýrnar eru gleggstu dæmin þar um. Hagfræðilegt mat á niðurstöð- unum sýnir að í írsku beitarum- hverfí eru nýsjálensku kýmar hag- kvæmari en heimagripirnir til mjólkurframleiðslu og þetta verð- ur sérstaklega skýrt ef miðað er við enn lægra mjólkurverð en í dag sem irskir bændur reikna með á næstu ámm. Dreifðar tilraunir MEÐ SAMANBURÐ ÓLÍKRA KYNJA. Blendingsrækt írar hafa í tilraunastarfi sínu verið að bregðast við þeirri þróun sem þeir vænta í mjólkurfram- leiðslunni á komandi áram. Þeir reikna með færri búum og stærri sem minnka möguleika á einstak- lingsmeðferð kúnna. Mjólkurverð muni lækka og að möguleikar þeirra liggi aðeins i að keppa á grunni mjólkurframleiðslu af grasi (og þá aðallega beit). Aukn- um ffjósemisvandamálum kúnna verður að bregðast við. Hafa þarf hugfast að einkenni á írskri nautgriparækt er að ending kúnna þar er miklu meiri en í flestum öðmm löndum Evrópu. Til skamms tíma vom írsku kým- ar að skila 5-6 mjólkurskeiðum að meðaltali þó að þróun hafí verið þar til styttingar eins og i flestum öðmm löndum. Þessi góða ending gefur allt annað svigrúm til notk- unar á blendingsrækt en mögulegt er t.d. við okkar aðstæður. Það er því ekki að undra að í dag ber um helmingur írskra mjólkurkúa blendingskálfum, í dag em það blendingskálfar til kjötfram- leiðslu. Með aukinni notkun Hol- stein-nauta frá öðrum löndum hafa þeir líkt og aðrir orðið varir við vaxandi frjósemisvandamál. Árið 2001 var hleypt af stokk- unum feikilega umfangsmikilli tilraun á írlandi þar sem verið er að bera saman nokkur mismun- andi kúakyn við framleiðsluað- stæður þar í Iandi og um leið að skoða möguleika á því að vera með blendingskýr (á milli mis- munandi mjólkurkúakynja) í mjólkurframleiðslunni að hluta. Þama er verið að reyna, í saman- burði við svartskjöldóttar þarlend- ar kýr (HF), tvö frönsk kyn (Montbeliard og Normande), norskar NRF-kýr og blendinga HF og frönsku kynjanna. Þetta er feikilega umfangsmikil tilraun sem fer fram á búum vítt og breitt á írlandi. Aðeins vissar bráð- birgðaniðurstöður liggja enn fyrir en talsverðum hluta tilraunarinnar er ólokið þannig að þeir vom mjög varfæmir um ályktanir. Mjög greinilegur munur kemur fram á milli stofna og bera HF kýmar af hinum kynjunum um mjólkurmagn, þær eru stærri, en frjósemi þeirra er hins vegar lök- ust og þær hafa lægsta holdastig- un en svara best aukinni kjarnfóð- urgjöf í aukinni mjólk. Hjá NRF kúnum hafa komið fram skýrir yf- irburðir í frjósemi kúnna en afurð- ir þeirra eru undir meðaltali í til- rauninni. Þær em talsvert léttari en HF kýmar. Hjá blendingskún- um koma fram vissar vísbending- ar um blendingsþrótt, einkum í mjólkurmagni og frjósemi en síð- ur í efnahlutföllum. Blendings- þróttur virðist fremur koma fram við minni fóðmn (í samræmi við ýmsar eldri tilraunir). Þetta verður mjög áhugaverður tilraunaflokkur að fylgjast með niðurstöðum frá á næstu árum. Ræktun mjólkurkúa Á Írlandi Við heimsóttum eina nautastöð á Suður-Irlandi sem heitir Dovea. Þetta er gamalgróið fyrirtæki og samvinnufyrirtæki bænda í hérað- inu. Nautastofninn af mjólkurkúa- kynjum var nánast eingöngu svart- skjöldótt naut, en þama var uppi- staðan naut af lítt blönduðu Hol- Freyr 10/2004- 33 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.