Freyr - 01.12.2004, Page 35
Sala búrekstrar í ein-
staklingsrekstri eða
einkahlutafélagi
Skattaleg sjónarmið
Hinn 12. desember 2001
voru samþykkt á AI-
þingi lög sem fólu í sér
viðamiklar breytingar á ýmsum
lögum er varða skatta og árs-
reikninga. Meðal annars voru
gerðar breytingar á lögum um
tekju- og eignarskatt, um Þjóð-
arbókhlöðu og endurbætur
menningarbygginga og um árs-
reikninga. Breytingar er varða
skattlagningu á fyrirtæki voru
m.a. eftirfarandi:
* Tekjuskattur lögaðila lækkaði
úr 30% í 18%
* Eignarskattur lækkaði úr 1,2%
í 0,6%
* Sérstakur eignarskattur (Þjóð-
arbókhlöðuskattur), 0,25%, féll
niður
* Verðleiðrétt reikningsskil voru
afnumin.
Einnig voru þær mikilvægu
breytingar gerðar að einstaklingi í
Þær mikilvægu
breytingar voru gerðar
að einstaklingi í atvinnu-
rekstri er nú heimilt að
færa eignir sínar yfir í
einkahlutafélag án þess
að yfirfærslan hafi í för
með sér skattskyldar
tekjur fyrir eigandann
eða félagið sjálft
atvinnurekstri er nú heimilt að
færa eignir sínar yfír í einkahluta-
félag án þess að yfirfærslan hafí í
för með sér skattskyldar tekjur
fyrir eigandann eða félagið sjálft.
Þetta er unnt að uppfylltum skil-
yrðum í 56. gr. laga nr. 90/2003
um tekju- og eignarskatt (skatta-
lögum). Jafnframt voru gerðar
breytingar á reglum um reiknað
endurgjald með skýrara orðalagi í
lögunum. Frarn kemur að reiknað
endurgjald skuli ekki vera lægra
en launatekjur hefðu orðið ef unn-
ið hefði verið fyrir ótengdan eða
óskyldan aðila. Með þessum
breytingum eru dregnar skýrari
línur um þær reglur sem í gildi
hafa verið varðandi skyldu at-
vinnurekenda til þess að reikna
sér endurgjald (Alþingi, e.d.).
Áætlað var að umræddar laga-
breytingamar hefðu allar tekið
gildi á álagningarárinu 2003.
Frá því lagabreytingamar vom
samþykktar hefur margt verið rætt
og ritað um lækkun tekjuskatts á
hlutafélög og þá heimild að leyfa
skattfrjálsa yfírfærslu einstak-
lingsrekstrar í einkahlutafélag.
Ekki verður vikið frekar að þeirri
umræðu hér en sjónum þess í stað
beint að þeim tímapunkti þegar
viðskipti eiga sér stað með þessi
ólíku rekstrarform. Það getur ver-
ið tvennt ólíkt að kaupa og selja
einstaklingsrekstur annars vegar
og einkahlutafélag hins vegar. Á
þetta sérstaklega við um fjárfest-
ingafreka starfsemi, eins og t.d.
eftir
Önnu Ólafsdóttur,
viðskipta-
fræðing
landbúnað, þar sent kvóti eða
greiðslumark selst dým verði. I
fyrra tilfellinu skipta eignir um
hendur en í því síðara hlutabréf
(hlutir). Þetta hefur mikil áhrif á
afkomu áframhaldandi rekstrar
þar sem fyrningastofnar verða
mismunandi eftir því hvor leiðin
er farin við kaupin. Jafnframt þarf
kaupandi einkahlutafélags að
huga að því hvemig koma á láns-
fjármögnun vegna kaupanna inn í
rekstur félagsins. Samkvæmt lög-
Það getur verið tvennt
ólíkt að kaupa og selja
einstaklingsrekstur ann-
ars vegar og einkahluta-
félag hins vegar. Á þetta
sérstaklega við um fjár-
festingafreka starfsemi,
eins og t.d. landbúnað,
þar sem kvóti eða
greiðslumark
selst dýru verði
Freyr 10/2004 - 351