Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2004, Blaðsíða 40

Freyr - 01.12.2004, Blaðsíða 40
Tafla 5. Söluhaqnaður einkahlutafélaqsins oq það sem er til ráðstöfunar til eiqenda, þús. kr. Söluhagnaður einkahlutafélagsins Til ráðstöfunar Söluverð 67.075 Óráðstafað eigið fé fyrir sölu 1.434 Bókfærður söluhagnaður 55.699 Nettó hagnaður ehf. 48.821 Skattskyldur söluhagnaður: -ófyrnanlegra eigna 20.485 Óráðstafað eigið fé 50.255 -fyrnanlegra eigna 17.727 Fjármagnstekjuskattur (10%) -5.026 Skattskyldur söluhagnaður alls 38.212 Nettó hagnaður eigenda 45.230 Tekjuskattur (18%) -6.878 Hlutafé (kostnaðarverð) 9.942 Nettó hagnaður ehf. 48.821 Til ráðstöfunar til eigenda 55.172 laginu er hins vegar heimilt að nota helming söluverðs þessara eigna við útreikning söluhagnað- ar. Því er helmingur söluverðs landsins talinn til skattskyldra tekna í stað framreiknaðs fast- eignamats. Gert er ráð fyrir að félagið selji allar eignir sínar enda hyggjast eigendur þess bregða búi. Bók- færður hagnaður félagsins nemur kr. 55,7 millj. Skattskyldur sölu- hagnaður félagsins er aðeins hærri en skattskyldur söluhagnaður ein- staklingsrekstrarins, þ.e. kr. 38,2 millj. samanborið við kr. 38,1 millj. Félaginu ber hins vegar að- eins að greiða 18% skatt af hagn- aðinum sem nemur kr. 6,9 millj. Nettó hagnaður félagsins verður því kr. 48,8 millj. Þegar skattur af söluhagnaði hefiir verið greiddur nemur óráðstafað eigið fé félags- ins kr. 50,3 millj. sem eigendur fé- lagsins geta ráðstafað til sín í formi arðs. Ef þeir kjósa að greiða það til sín að öllu leyti greiða þeir kr. 5 millj í ljármagnstekjuskatt af því. Ef félaginu verður slitið í framhaldinu gefur það eigendum ríflega kr. 55 millj. í aðra hönd en sú ijárhæð samanstendur af upp- haflegu stofnfé og nettó arð- greiðslum. 3.2.1 Frestunarmöguleikar Einkahlutafélög hafa sömu 140 - Freyr 10/2004 möguleika til frestunar á skatt- lagningu á söluhagnað af fyman- legum eignum eins og einstak- lingar í rekstri. Þennan möguleika er þó ekki hægt að nýta ef slíta á félaginu eftir sölu eignanna. Sölu- hagnaður fyrnanlegra eigna nem- ur kr. 17,7 millj. Vilji bændumir fresta skattgreiðslum af söluhagn- aði þessara eigna verður að halda hagnaðinum inni í félaginu og fjárfesta í öðrum fyrnanlegum eignum þar. Þannig eru þeir bundnir af tilvist félagsins eftir að sala eignanna á sér stað. Þessi til- högun gerir eigendum þó kleift að hafa tekjur af fjárfestingunni í Heimild til að fresta skattlagningu sölu- hagnaðar ófyrnanlegra eigna er bundin við bú- rekstur sem bóndi stundar á bújörð sem ein- stakiingur. Einkahluta- félag, sem selur ófyrnan- legar eignir með hagnaði, eins og land, hlunnindi og framleiðslurétt, hefur ekki heimild til að fresta skattgreiðslum af sölu- hagnaði slíkra eigna gegnum félagið. Heildarskattlagn- ing, þ.e. tekjuskattur félagsins og fjármagnstekjuskattur eigenda, nemur 26,2%. Ef félagið Qárfestir í atvinnuhúsnæði til útleigu gefa þær tekjur eigendum félagsins meira í aðra hönd en þeim sem seldu einstaklingsreksturinn og keyptu atvinnuvinnuhúsnæði. Fé- lagið greiðir 18% skatt af leigu- tekjunum og eigendur 10% skatt af arði sem greiddur er út úr félag- inu. Einstaklingamir þurfa hins vegar að greiða 38,54% skatt, auk 5% hátekjuskatts ef svo ber undir. Heimild til að ffesta skattlagn- ingu söluhagnaðar ófymanlegra eigna er bundin við búrekstur sem bóndi stundar á bújörð sem ein- staklingur (Asmundur G. Vil- hjálmsson, 2003). Einkahlutafé- lag sem selur ófymanlegar eignir með hagnaði, eins og land, hlunn- indi og framleiðslurétt, hefúr því ekki heimild til að fresta skatt- greiðslum af söluhagnaði slíkra eigna. Söluhagnaður ófymanlegra eigna nam tæpum 20,5 millj. kr. sem ekki er heimilt að fresta og því verður tekjuskattur félagsins vegna hagnaðar þessara eigna tæpar 3,7 millj. kr. Þar sem félagið hefúr aðeins heimild til að fresta skattlagningu á söluhagnað fymanlegu eignanna hafa eigendur þess kost að greiða til sín fjárhæð út úr félaginu sem

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.