Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 20

Skátablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 20
FELUMYND verið gerðar þarna í nágrenninu. Þarna er líka mikið safn af verkfærum og steinum frá þeim tíma ,er gullgrafarar voru þarna. Fjórði dagurinn fór að mestu í að pakka saman og síðan fórum við með bíl til aðal- stöðvanna. Þegar við komum til Cimm- anoncito gátum við fengið keyptan ,,kók“ og var það vel þegið, og þið ættuð að vita hvað það er gott að fá ískaldan „kók“ þeg- ar maður hefur ekki bragðað neitt kalt í rúma viku. Meðan við vorum þarna urðum við að hengja matinn okkar hátt upp frá jörðu, svo birnir, sem voru þarna næðu ekki í hann, því miður sá ég aldrei neinn björn- inn. Frá Philmont. Að morgni þann 25. fórum við með bíl frá aðalstöðvunum til Kit Carson safnsins. Skátarnir eiga safnið og er það í húsinu, sem hann átti heima í, en það stendur þar sem hin fræga Santa Fé braut lá. Við skoð- uðum safnið, en þar er margt að sjá, t. d. vopna og vagnasafn. Síðan var keyrt til Carls- bad, sem er alveg syðst í New Mexikó, þar sváfum við í garði um nóttina. Næsta morg- un var farið að skoða Carlsbad hellinn, sem er sá stærsti í heiminum og er myndaður af sjó. Kannaðar hafa verið um 23 mílur af honum. Þar sem hann er dýpstur undir yfirborði er hann á 1100 feta dýpi, en ferða- menn fara ekki neðar en 830 fet. Mesta loft- liæðin er 280 fet, en það er næg hæð fyrir átta hæða hús. Fyrst þegar hvítir menn komu í hellinn fundu þeir ekkert nema beinagrindur af Mexikómönnum, sem Indíánar höfðu drep- ið og fleygt þarna inn. Við fórum með fyrsta hópnum, sem fór þennan morgun og voru í honum 320 manns, ásamt nokkrum leiðsögumönnum. Við gengum ekki nema 5 km og alltaf eftir malbikuðum stígum. í hellinum er veitingastaður og þar borðuð- um við. Eftir að hafa skoðað hellinn var haldið heim á leið. Á leiðinni heim var alltaf gist á herstöðv- um, sem eru alls staðar þarna. Mesta yfir- ferð á einum degi var um 1200 km. Að kvöldi hins 29. var komið til New Jersey. Þá vorum við búnir að vera 22 daga á ferða- lagi, að meðtalinni dvölinni í Philmont, og liöfðum farið 8000 km. Þá kvaddi ég þennan skemmtilega hóp, sem gaman væri að hitta einhverntíma aft- ur. Síðan dvaldi ég nokkra daga á heimil- um skáta, en fór svo til New York og það- an flugleiðis heim með Loftleiðum. Að lokum vil ég flytja beztu kveðju frá bandarísku skátunum til þeirra íslenzku og beztu þakkir frá mér til allra þeirra, sem hjálpuðu mér að undirbúningi þessarar ferðar. 78 SKATABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.