Skátablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 51
í vitaskipinu. Johnny, sem stóð í framstaín-
inu með dýptannælinn byrjaði að kalla
reglubundið upp dýptina.
„Fjögur fet. Fjögur og hálft.“
Con fölnaði. Með öllum skátunum um
borð risti báturinn full tvö fet, og vatnið
var stöðugt minnkandi. IJtlallið myndaði
straum í skurðinum, sem nú var á móti og
dró því úr hraða bátsins. í fyrsta sinn kom
honum það nú í hug fyrir alvöru, hvort
hann hefði haft rangt fyrir sér og þeir
myndu ekki ná í gegn.
„Fimm fet.“
Con dró andann léttar. Þeir voru komnir
langt áleiðis gegn um skurðinn, og dýptin
virtist vera að aukast. Bakkar skurðarins
voru nú komnir greinilega í ljós á báðar
ldiðar, en samt leið honum nú betur. Nærri
því faðmur. Þeir voru að komast í gegn.
„Tvö og hálft fet. Við erum strandaðir.“
Báturinn rakst í botn og stanzaði. Vegna
útfallsstraumsins minnti skurðurinn nú
einna helzt á fljót í vorleysingum.
„Farið þið út í og ýtið bátnum."
Skátarnir stigu út í vatnið og gripu um
borðstokkana. Við það léttist báturinn svo,
að hann flaut aftur, en straumhraðinn var
svo mikill, að hann hafði því nær velt bátn-
um um koll, og dregið þá ásamt bátnum
aftur til baka niður eftir skurðinum. Con,
sem hafði verið kyrr við vélina, setti fullan
kraft á. „Ýtið þið honum áfram.“
Þetta var blautt og kalt verk, því að vatn-
ið var nepjulegt í kvöldsvalanum. Skurður-
in dýpkaði, svo að skátarnir stóðu í vatni
upp að mitti, en báturinn var á floti og
færðist áfram. En ekki leið á löngu, þar til
báturinn strandaði aftur, og vatnið sjatn-
aði svo ört, að þeir komust ekki áfram. Síð-
asta vatnið rann niður skurðinn og skildi
bátinn eftir strandaðan.
„Jæja, þá sitjum við fallega í því, sagði
Nipper litli, skjálfandi af kulda í rennvot-
um klæðunum. „Hérna liggjum við hund-
votir í kuldanum, fleiri mílur frá menning-
unni og báturinn strandaður. Þegar þokan
skellur á, getum við ekki hreyft okkur frá
bátnum, nema eiga á hættu að lenda í ein-
hverri sandbleytunni, svo að við getum ekk-
ert gert nema setið skjálfandi og beðið eft-
ir flóðinu. Og svo þykist þú vera flokksfor-
ingi,“ hélt hann áfram og sneri sér að Con.
„Það væri ekki einu sinni hægt að nota
hann til að teyma blindan hund,“ lýsti einn
af skátunum yfir.
„Þetta er allt saman Con að kenna,“ sagði
Taffy, sem var frá írlandi. „Ég tók eftir,
að hann var kyrr í bátnum til þess að blotna
ekki, og eiginlega ættum við að taka hann
og kaffæra hann í einhverjum pollinum."
Framkoma Cons hafði breytzt mikið síð-
ustu mínúturnar og hann leit mjög vesæld-
arlega út, þar sem hann stóð í hinum strand-
aða bát. Á þessum eyðilega stað, þar sem
nóttin var að falla yfir og þokan nálgaðist,
virtist honum skyndilega hafa orðið Ijóst,
að ruddaleg framkoma er ekki ávallt ein-
hlít. Hvernig sem hann átti að fara að því,
þá var það tvímælalaust skylda hans að leiða
flokkinn út úr þeim ógöngum, sem hann
hafði steypt þeim í með fljótfærni sinni.
„Nú liggjum við í því,“ strákar sagði
hann vesældarlega. „Getum við ekki dregið
bátinn áfram?“
„Það er vonlaust,” sagði Johnny. „Við er-
um ekki hálfnaðir gegnum skurðinn, og þó
við gætum mjakað honum nokkra metra,
þá drögum við hann aldrei tvær mílur. Samt
getum við reynt.“
Þeir reyndu að draga bátinn áfram, en
það var óframkvæmanlegt. Þeir gátu ekki
mjakað honum.
„Þetta er ekki gott,“ stundi Taffy. „Við
hreyfum hann ekki.“
Johnny stóð kyrr um stund, þungt hugs-
andi. Síðan leit hann upp eftir skurðin-
SKÁTABLAÐIÐ
109