Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1959, Síða 26

Skátablaðið - 01.12.1959, Síða 26
um við tré, sem var yfir áttatíu fet að liæð, og var mér sagt, að það væri aðeins þriggja ára gamalt. Mjög seigur vínviður hékk utan í mörgunt trjánum, og kom hann að góðu gagni, er við vorum að byggja staurabrýr eða við önnur verk, þar senr binda þurfti saman trjábúta. Öðru hverju kom það fyr- ir, að vínviðurinn reyndist vera snákur, og ef ég stóð um stund einhvers staðar úti í skóginum, þá gaf fljótlega að heyra hið undarlega hljóð, sem heyrist, er snákarnir skríða niður úr trjánum, og hverfa inn í lágróðurinn. Tveggja feta löng skriðdýr frunraldanna, hlupu yfir gangstíginn rétt fyrir framan mig, og gerðust jafnvel svo djörf, að hlaupa nrilli fóta nrinna. Stórar margfætlur konru í ljós, og mér til mestrar undrunar konru einnig risavaxnar eitur- köngulær, sem eru reglulega óviðkunnan- legar í umgengni. Þær sóttu mikið í svefn- poka minn og skó, eiginlega virðast þær sækjast mjög eftir nærveru mannskepn- unnar, svo að á hverjum morgni, er ég vakiraði, konrst ég að raun um, að ég lrafði að minnsta kosti eina slíka senr rekkjunaut. Þetta eru ljót kvikindi, á stærð við kreppt- an mannshnefa, með átta langa og loðna fætur og stór augu, sem virðast geta dáleitt, hvað senr fyrir þeinr verður. Þá voru það aparnir, og hvílíkur mis- nrunur er á því að sjá apa í dýragarði eða á kviknrynd, þar sem þeir eru fjörugir og skemmtilegir, eða að verða að dveljast sam- vistunr við þá um lengri tíma. Þeir eru meira gefnir fyrir að skemma og eyðileggja en nokkrar aðrar skepnur. Þeir leggja sig fram við að gera eins nrikið af sér og þeim frekast er unnt, og sé ekki stöðugt einhver á verði, þá umturna þeir öllu í eldhúsinu, róta eldinunr unr allt, ræna matartjaldið, hvolfa vatnsfötunum um koll, stela fötum frá tjöldunum og hegða sér yfir höfuð alveg eins og við getunr btiizt við að apar lregði sér. Þeir breiða sannarlega dökkan skugga yfir tjaldbúðalífið. Það má hlæja að þeim í fyrsta skiptið, en það fer að verða dýpra á hlátrinum, þegar þeir hafa hvolft vatns- fötunni þrjá morgna í röð, og maður verð- ur að leggja á sig að ganga um langan veg til vatnsbólsins til að fylla hana aftur. Ennþá hef ég ekkert sagt um þá einkenni- legu fyrirsögn, sem ég gaf þessari grein. Fyrsta morguninn röðuðu skátarnir sér upp fyrir framan tjöldin fyrir skoðun, eins og venja er á slíkum námskeiðum, og ég gekk um á milli þeirra, eins og ég hef gert í svo mörgum löndum um allan heim, og sagði: „Góðan daginn, sváfuð þið vel í nótt?“ Ég hef spurt þessarar spurningar mörg þúsund sinnum og ég get ekki munað eftir neinum, sem hefur svarað henni öðru vísi en ját- andi, en í þetta skipti, er ég spurði einn af Amar indíánunum, hvernig hann lrefði sofið, þá svaraði hann: „Mjög illa, en hvern- ig svafst þú?“ Ég svaraði, að ég hefði sofið mjög vært, því að mér hafði fundizt ég njóta mjög góðs svefns, miðað við það að þetta var mín fyrsta nótt í ókunnugu um- hverfi. Ég spurði hann, livort hann væri óvanur að sofa í frumskóginum, en hann kvaðst vera vanur því, „en við hefðum átt að hafa einhvern á verði.“ „Hvers vegna?“ spurði ég, „og fyrir liverju þurfum við að vera á verði?“ „Leðurblökunum, sem leggj- ast á nrenn og sjúga úr þeim blóð.“ var svarið. Ég hafði áður heyrt unr þessar leður- blöku-blóðsugur getið, en ég held, að ég hafi aldrei lagt fullan trúnað á slíkar sög- ur. En hér var auðsjáanlega vel gefinn mað- ur, senr fullvissaði nrig um, að þær væru raunverulega til, og þær hefðu verið í tjaldbúðununr nóttina áður. Svo bað ég hann að segja mér, hvernig þær hegðuðu sér, og hér kemur saga hans. 84 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.