Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Side 7

Skátablaðið - 01.04.1994, Side 7
fund Alda var að fara á sinn fyrsta sveitarráðsfund. Hún hafði verið skipuð aðstoðarflokksforingi í flokknum sínum fyrir stuttu og var svolítið spennt því hún hafði aldrei fengið að vita hvað gerðist á sveitarráðsfundunum. Fundurinn var haldinn í sveitar- herberginu. búið var að setja upp borð í miðju herberginu. Á borðinu var ýmis konar föndurefni og bækur, ekki vissi Alda hvað nú ætti að fara að gera. Fundurinn var settur með stallarahrópinu sem Alda heyrði nú í fyrsta skipti. Því næst myrkvaðist herbergið og Alda fann að það var gripið í hana frá báðum hliðum °g hún var nánast dregin eitthvert og ýtt niður í sæti. Því næst kviknaði á kerti og einhver stóð fyrir framan hana með dýrs- gnmu á andlitinu og draugalegir skuggar ntynduðust af kertaljósinu. Veran spurði hana að nafni og hvers vegna hún vildi koma í hóp hinna útvöldu í sveitinni. Þegar hún hafði svarað var bundið fyrir augu hennar og hún leidd út á gólf. Flenni var sagt að hún væri trjádrumbur sem stæði upp á endann og nú ætluðu félagar hennar að velta drumbinum á milli sín til þess að sjá hvort hún treysti þeinr. Alda lét sig fall til hliðar og fannst heil eilífð þar til hún fann að margarhendur stöðvuðu fall hennar. Henni var ýtt út á hlið, fram og aftur og alltaf tóku traustar hendur á móti henni. Hún fann til öryggis, fann að félagar hennar tryggðu það að hún félli aldrei — hún fann að þetta voru félagar sem hún gat treyst. Nú var tekið frá augum hennar, veran með dýrsgrímuna var horfin og ljósin Sjúkrakassinn: Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að sveitin eigi góðan sjúkrakassaeða poka. En miklu nukilvægara er að kunna að nota sjúkra- gögnin. Allirsveitarforingjarættu aðhafa sótt námskeið í skyndihjálp. Ýmisleg: Fönduráhöld, myndaalbúm, merkjasafn, korta- safn, tjald. eldunar- áhöld, hluti til notkunar við siði og venjur sveit- arinnar og svona mætti lengi telja. Á þessu má sjást að það ermikilvægt að sveitarforingjar hafi áhaldavörð sér til aðstoðar. Einnig er ljóst að þessar eignir sveitarinnar hjálpar til við að halda festu í sveitarstarfinu ásamt starfsá- ætlunum og góðunr anda. Góða skátun, GG höfðu verið kveikt. Skátarnir tóku í hönd hennar og buðu hana velkomna í hópinn. Og þá tók dagskráin við. Sveitin hafði ákveðið að fara í helgar- útilegu eftir rúman mánuð og dvelja við lítinn læk skammt fyrir utan bæinn. Nú átti að ákveða hvernig tjaldbúðin átti að líta út svo hægt væri að hefja undirbúning. Hver hugmyndin eftir aðra var sett fram, allar voru skrifaðar niður á töfluna og síðan var valið úr. Ákveðið var að frum- byggjalíf ætti að verða þerna helgarinnar og var dagskráin gerð skv. því. Nokkrir hófu gerð líkans af tjaldbúðinni og fyrren varði blöstu tjöldin við innan um trönu- byggingarnar sem höfðu risið upp á met- hraða. Verkefnum var deilt niður á flokkanasvoallirtækjuþáttíundirbúningi útilegunnar. Sveitarforinginn sagði það mikilvægt til að tryggja áhugann, það væri alltaf meira spennandi að taka þátt í einhverju sem maður sjálfur hafði undir- búið. Að lokum kenndi aðst. sveitarforinginn nýjan skátasöng sem hann hafði lært á námskeiði sem hann hafði nýlega farið á. Skátunum líkaði söngurinn mjög vel og höfðu sungið hann þrisvar þegar sveitar- foringinn gaf merki um að mynda hring. Síðan flutti hann skátalögin hvert af öðru og í hvert sinn sem hann hafði lokið einni grein tók aðst. sveitarforinginn dæmi um þýðinguþess. Þegarþessu varlokiðsungu skátarnir „Tengjum fastara“ og fundi var slitið. Alda fann að hún hafði fengið aukna ábyrgð, ábyrgð sem hún ætti auðvelt með að standa undir vegna þess að hún gat alltaf leitað til félaga sinna í sveitarráðinu ef eitthvað bjátaði á. Það hafði hún fundið og það varhún ánægð með. Hún vonaðist til að skátarnir í flokknum hennar finndu það sama. Skátablaðið

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.