Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 8

Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 8
Af hverju starfsáætlun? Pað eru margir sem hræðast þetta orð, starfsáætlun! Ef svo er þá skulum við bara henda því og nota eitthvað annað hugtak. Við skulum taka dæmi: Klukkan er hálf fjögur og þú ætlar í bókasafnið, í bankann og til Jóa og sækja skátabókina þína sem þú gleymdir þar í gær. Hvað gerir þú? Ferðu beintút?Sennilegaekki.Þú þarft fyrst að ákveða hvert þú ætlar fyrst. Ef þú ferð fyrst í bókasafnið er hætta á að búið verði að loka bankanum þegar þangað kemur, þú þarft að taka með þér bækurnar sem þú ætlar að skila í bókasafninu og þú þarft að taka bankakortið þitt með þér í bankann. Allt er þetta undirbúningur al veg eins og þegar þú þarft að framkvæma í skátastarfinu. Við gerum fátt án þess að undirbúa það á einh vern hátt. Sumt gerum við ósjálfrátt, en öðru veltum við fyrir okkur í langan tíma eins og það hvað við ætlum að verða. Ef við eyðum ekki tíma í vangaveltur um það hvað við ætlum að verða er hætt við að við verðum óánægð með hlutskipti okkar. Sama gildir um skátastarfið. Það má líkja skátastarfinu við starfsemi rannsóknarstofu. Rannsóknarstofan heldur uppi daglegum rekstri og sumum finnst hver dagur vera eins og annar, en á bak við þessi daglegu störf liggjaáætlanir um stefnu og árangur. Markmiðið getur verið að finna upp aðferð til að lækna sjúkdóm. Til að geta það þurfa menn að þekkja vandamálið, það er fyrsta skrefið. Þá fyrst er hægt að leita úrlausna. Sömu aðferð notum við í skátastarfinu. Fyrst ákveðum við markmið okkar og það höfum við gert og stendur svo skýrt í lögum Bandalags íslenskra skáta og skáta- heitinu. Því næst ákveðum við hvernig við ætlum að ná þessum markmiðum og þar fáum við einnig hjálp úr lögum banda- lags okkar. Það sem við sem foringjar þurfum að gera er að ákveða í hvaða áföngum við ætlum að ná okkar mark- miði. Við þurfum að taka tillit til aldurs skátanna, reynslu þeirra og aðstæðna þar sem við búum. Því næst röðum við verk- efnum okkar niður á mánuði, vikur og daga og þá fyrst ákveðum við dagskrá hvers fundar, ferðar eða móts. Munið aðeins að skátastarf er ekki starf til að drepa tímann, heldur starf að ákveðnu marki sem við öll sækjumst eftir og munum gera allt okkar líf. Heiðaból — nýr skátaskáli Félag Suðurnesjamanna afhenti skáta- félaginu landskikann til eignar árið 1985 og hófust byggingarframkvæmdir um haustið 1989 undir stjórn Jakobs Arna- sonar. Öll vinna við skálann fór fram í sjálfboðavinnu og komu margir við sögu. Það var svo í febrúar á síðasta ári sem skálanum var lyft af lóðinni og hann settur á flutningabíl sem flutti skálann á áfanga- stað. Keypt hefur verið innbú í skálann og er hann allur hinn hentugasti fyrir skáta- 28. nóvember sl. vígðu Heiðabúar í Keflavík nýjan skátaskála sem staðsettur er við Snorrastaðatjarnir á Reykjanesi. Skálinn hafði verið byggður á lóðinni við skátaheimilið og síðan var honum ekið á leiðarenda. St. Georgsgildið í Keflavík afhenti fánastöng og íslenskan fána og Sigurður Guðleifsson fv. félagsforingi gaf áletrað skinn með byggingarsögu skálans . Skátablaðið óskar Fleiðabúum til hamingju með skálann og vonar að hann eigi eftir að veita húsasjól mörgum skátanum í leit að ævintýrum og þekkingu í fjölbreyttu starfi. starfsemi og það uppgræðslustarf sem sunnanmenn hyggjast ráðast í við skálann. Við vígslu skálans flutti skátahöfðingi Gunnar Eyjólfsson ávarp, en eins og allir vita var Gunnar skáti í Keflavík. Gunnar Sveinsson ogFjólaSigurbjörnsdóttirgáfu myndarlega peningagjöf í minningarsjóð sem þau stofnuðu til minningar um son sinn Magnús Gunnarsson, fv. félags- foringj a sem féll frá langt fyrir aldur fram. Skátastarf— sjálfstæður lífsstíll

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.