Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 13

Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 13
Það var með stuttum fyrirvara sem ritstjóra Skátablaðsins var boðið að reka inn nefið á fund Félags eldri kvenskáta í Reykjavík. Það var ekki laust við að svolítillar eftirvæntni gætti þar sem ritstjórinn vissi lítið um þetta félag annað en að það er ávallt talið upp á lista yfir skátafélög á íslandi. Þetta var jólafundur félagsins og var hann að þessu sinni haldinn heima hjá Sigmundi Guðmundssyni og Unni Scheving Thorsteinsson en Sigmundur bjó við þau forréttindi að vera eini karl- maðurinn á þessum fjölmenna fundi og því var ekki laust að koma ritstjórans skyggði áhúsbóndans. Efritstjórinnhefur haldið að þessi hópur eldri kvenskáta væri daufur hópur gamalla kvenna þá breyttist sú skoðun snögglega. Hressi- legar viðtökur sáu til þess. Því er ekki hægt að neita að sumir félaganna áttu orðið hátt í eina öld að baki í sínu lífi en þarna sannaðist að aldur er ekki aðeins mældur í árum. Staðreyndir viku fyrir upplifun Það var upphafleg ætlun að reyna að skrá staðreyndir og hluta af sögu en rit- stjóranum varð fljótt ljóst að upplifunina af þessari heimsókn mætti ekki spillameð nákvæmum spurningum um söguna. En að sjálfsögðu kom margt fram sem rit- stjórinn hafði ekki minnstu hugmynd um. T.d. hafði ritstjórinn ekki vitað að Félag eldri kvenskáta var fyrsta félagið sem flutti inn í Hallveigarstaði. Önnur félög kvenna komu þar síðar. Skátahugsjónin lífseig Starf þessara kvenna sýna manni svo ekki verði um villst að skátahugsjónin er ekki aðeins eitthvað sem hægt er að lesa um eða eitthvað sem aðeins lifir í skátunum á hefðbundnum skátaaldri. Nei, skáta- hugsjónin lifir miklu lengur og ef hún hefur einu sinni sest að í hjörtum skátans, þá hverfur hún ekki svo létt þaðan aftur. Það var greinilegt að skátastarfið hafði gefið þessum konum mikið, svo mikið að það hefur orðið grunnur að áratuga starfi þeirra innan Félags eldri kvenskáta. Starf þeirra hefur falist í aðstoð við skátafélög í formi styrkja, gjafa og annarrar aðstoðar og það sem hefur hvatt þær áfram hefur eflaust verið minningar liðinna tíma og löngunin að gefa öðrum tækifæri á að upplifa eitthvað svipað og þær upplifðu. Og það mátti heyra.. Eftir kaffisopa og konfekt og spjall við Sigmund í kjallaranum, þangað sem söngur kvennanna barst niður, var þessi fundur á enda. Líkamlegt ástand sumra þessara öldnu kvenna var farið að láta á sjá, en krafturinn og lífsgleðin var fyrir hendi og það var ekki hægt að segja að brottför þeirra hafi verið hljóðlaus frekar en þessi stund sem ritstjórinn var á staðnum. Það er svo margt hægt að sækja til þessara kvenna, þær geta gefið okkur svo margt. Það er vonandi að þessar konur eigi eftir að gefa lesendum Skátablaðsins kost á að kynnast minningum þeirra. Skemmtilegar frásagnir og fróðleikur frá starfi liðinna tíma er kærkominn á síður Skátablaðsins. Kæru skátasystur (skátamæður vildi maður jafnvel kalla þær), hafið bestu þakkir fyrir stutt en ánægjulegt kvöld.

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.