Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 35

Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 35
Minjaneíhd skáta Minjanefnd skáta er skipuð af Bandalagi íslenskra skáta, Skátasambandi Reykjavíkur og St. Georgs- gildunum á íslandi og er nefndin jafnframt sam- starfsvettvangur þessara aðila um þann mála- flokk sem nánar er tilgreindur í erindis- bréfi minjanefndarinnar. Eins og nefnið ber með sér er hlutverk nefndarinnar að tryggja varðveislu og skráningu heimilda um skátastarfá íslandi, ef hægt er að nefna hlutverkið í örfáum orðum. Nefndin hefur nýverið gefið út kynningarbækling sem dreift verður á næstunni. Fyrstu störf minjanefndarinnar var að skilgreina verksvið sitt og gerði nefndin tillögu að erindisbréfi sem samþykkt var <ið þeim sem standa að minjanefndinni. Nokkur tími hefur farið í að móta starfið °g var fyrst hafist handa við að safna saman munnlegum heimildum frá skátum sem muna tímana tvenna í íslensku skátastarfi. Það starf er í fullum gangi og hafa þó nokkrir aðilar verið fengnir til að taka viðtöl við gamla skáta og hafa verið haldnir undirbúningsfundir vegna þess. Byrjað var á SV-horninu og stefnt að því að afla upplýsinga frá öllum þeim stöðum þar sem skátastarf hefur verið. Allar abendingar um fólk sem liggur á fróðleik eru vel þegnar af nefndarmönnum. Þess ber að geta að störf minjanefndar skulu ekki takmarkast við eldri tíma heldur er henni einnig falið að vinna að skipulagi sem auðveldar varðveislu heimilda og hvetur til að unnið sé úr þeim eftir megni meðan viðburðir eru enn í fersku minni. Einnig er nefndinni falið að veita skátafélögum leiðsögn í varðveislu og skráningu minja og heimilda, hvetja félög til slíkra verka og eiga við þau samstarf. Minjanefnd skáta leitar eftir stuðningi allra við störf sín og getur sá stuðningur verið margvíslegur. Hvetjið skáta í félagi ykkar til að skrá heimildir jafnóðum og halda vel til haga. Hvetjið gamla skáta og aðra þá sem hafa í fórum sínum eitthvað sem snertir skátastarf að halda því vel til haga og skrá það eða koma til varðveislu hjá minjanefnd eða viðkomandi félagi. Aðstoðið við skráningu heimilda og muna og komið afriti til minjanefnar skáta. Minjanefnd er að útbúa sérstök skárn- ingarblöð sem félög og einstakl i ngar geta fengið. I minjanefndinni eiga sæti: Anna Kristjánsdóttir, formaður Egill Strange, Guðni Gíslason, Hrefna Hjálmarsdóttir Halldóra Þorgilsdóttir og Aðalsteinn Þórðarson. Póstfang minjanefndar er: Minjanefnd skáta, pósthólf 5111, 125 Reykjavík. Besta mynd sumarsins Skátablaðið hefur ákveðið að auglýsa eftir bestu mynd sumarsins. Myndin þarf að vera úr skátastarfi og á að vera táknræn sem slík. Myndin þarf að vera í lit og verður besta myndin notuð sem forsíðumynd á Skátablaðinu auk þess sem þrjár bestu myndirnar fá viðurkenningar. Skilafrestur er til 10. september Myndum skal skila í lokuðu umlagi merktum með dulnefni. í umslaginu skal vera annað umslag lokað sem geymir upplýsingar um rétt nafn og heimili höfundar. Myndunum skal skila á skrifstofu BÍS eða sendist til: Skátablaðið — Besta mynd sumarsins, pósthólf 5111, 125 Reykjavík. Skátablaðið

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.