Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 33

Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 33
Þjónustusíða Útilífsnámskeið Skátafélagið Hraunbúar Eins og áður mun skátafélagið Hraunbúar a.m.k. vera með utilífsnámskeið á Víðistaðatúni. Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 9-1 1 ára. Helstu verkefnin á námskeiðunum eru tjaldbúðarstörf, klæðnaður og útbúnaður, gönguferðir, leikir, söngvar og fl. Námskeiðunum lýkur með útilegu. Efpplýsingar og innritun í Hraunbyrgi í síma 650900. Skátafélagið Skjöldungar UtilífsskóliSkjöldungaíReykjavíkverðuraðvenjustarfræktur i sutnar. Boðið er upp á tveggja vikna námskeið fyrir börn á aldrinum 8-15 ára og er dagskráin fjölbreytt. Hver dagur hefur s«t þema og má þar nefna: Indíánar, steinaldarmenn, fjaran, skyndihjálp, rötun og náttúrar. Upplýsingar í skátaheimilinu Sólheimum 21A í síma 686802. Skátafélagið Vífill Ævintýra- og útilífsnámskeið Vífils í Garðabæ verða með hefðbundnu sniði. Fjölbreytt dagskrá þar sem börnin fá að reyna a sig í ýmsum verkefnum, s.s. tjöldun, hnútabindingum, útieldun °g fl. Farið er í hellaferðir, fjöruferðir og námskeiðunum lýkur tneð útilegu. Upplýsingar í skátaheimilinu að Hraunhólum 12 í síma 658989. Skátafélagið Vogabúar Vogabúar í Grafarvogi starfrækja útilífsskóla í sumar og verða með 10 daga námskeið fyrir 7-10 ára krakka þar sem farið verður í skátun, leiki, útivist og fl. Einnig verða þeir með ævintýranámskeið fyrir 10-12 ára hressa krakka og 12-14 ára. Farið verður í klettaklifur, notkun áttavita, skyndihjálp og m.fl. Oll námskeiðin enda með útilegu og grillveislu. Upplýsingar í skátaheimiliu í síma 683088 eða hjá Ólafi Valdín í síma 673140. Ferðaþjónusta Skátafélagið Faxi I Vestmannaeyjum reka skátarnir farfuglaheimili í skátaheimilinu að Faxastíg 38. Það hafa þeir gert í fjölmörg ár við góðan orðstír. Einnig sjá þeir um rekstur tjaldstæðis. Nánari upplýsingar í síma 98-12315. Skátafélagið Hraunbúar „Ferðbúinn“ er ferðaþjónustudeild Hraunbúa sem ásamt ferðamálanefnd Hraunbúa sér um rekstur tjaldstæðis Hafnarfjarðarbæjar á Víðistaðatúni. Ferðamálanefndin sér um og skipuleggur mánaðarlegur göngur um Hafnarfjörð og nágrenni auk þess sem félagið tekur að sér ýmsa þjónustu tengda ferðamálum. Félagið er aðili að Ferðamálasamtökum Hafnarfjarðar. Upplýsingar í síma 91 -650900 og 985-34205. Fax 91-51211. Skátafélagið Skjöldungar Félagið býður upp á gistingu fyrir hópa í skátaheimilinu og hafa þeir sérhæft sig í þjónustu við erlenda ferðamenn. Upplýsingar í síma 91 -686802. Úlfljótsva tnsráð í sumar mun Úlfljótsvatnsráð starfrækja tjaldstæði við Úlfljótsvatn auk þess sem þeir verða með kaffisölu á sunnudögum. Upplýsingar að Úlfljótsvatni í síma 98-22674. Skátaskeyti Fjölmörg skátafélög eru með fermingarskeytasölu á vorin og bjóðauppáfallegakveðju til fermingarbarna. BIS seluraukþess heillóskaskeyti allt árið um kring. Nánari upplýsingar í Mbl.auglýsingum og á hverjum stað. Ýmis þjónusta Úlfljó tsva tnsráð Á vegum Úlfljótsvatnsráðs eru reknar sumarbúðir fyrir börn við Úlfljótsvatn eins og fram kemur annars staðar hér í blaðinu. Einnigeru reknarþarskólabúðiryfirveturinnog hefurþað verið gert í samvinnu við Skólaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar um starfsemina veitir Finnbogi Finnbogason í síma 98-22674. Skátafélögin Skátafélögin hafa fengið orð á sig fyrir að geta tekið að sér ólíklegustu verkefni með stuttum fyrirvara. Má þar nefna útburð, umsjón meðhátíðarhöldum, fánaborgirog uppsetningu áfánum auk tjölda annarra verkefna. Hafið samband við félagsforingja á viðkomandi stað og leitið upplýsinga. Nöfn og símanúmer þeirra má fá á skrifstofu BIS. Skátablaðið

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.