Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 3

Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 3
Efhisyíirlit Skátamót í sumar........................4 Ur smiðju gamla skátans................5 Sveitarfundurinn........................6 Eignir sveitarinnar.....................6 Sveitarráðsfundurinn....................7 Af hverju starfsáætlun..................8 Heiðaból, nýr skáli.....................8 Sumarbúðir skáta........................9 Sumargjöfin í ár, friðarpakki..........10 Akademíuverðlaun skáta................11 Fjörkippur í starfi eldri skáta.......12 Félag eldri kvenskáta.................13 Nýtt skátaheimili í Grafarvogi.........14 Heiðursmerki...........................14 Skátasöngbókin........................1 5 Fjallahjólakeppni í Skorradal ........15 Svipmyndir af stjórn og fleirum.......1 6 Islenska fánann í öndvegi............1 7 Jamboree í Hollandi 1995.............. 19 Fjölskylduferð skáta 1995 ........... 23 Starfsmannabúðir á Jamboree............23 Marsbúinn og Hafnarjarðargöngur......24 Skátahandbókin.........................25 Listin að sitja fundi..................26 Frá aðalfundi BÍS......................27 Ur sögu skátahreyfingarinnar..........29 Útilífsmiðstöð að Hömrum..............30 Þjónustusíða..........................32 Allt í hnút............................34 Minjanefnd skáta......................35 Besta mynd sumarsins..................35 Baden Powell..........................36 Úlfljótsvatn..........................37 Arnarsetur og Ægisbúar.................38 Styrktarpinni skáta....................39 Félagsmálafulltrúi BÍS................39 SKÁTAni.Ainn 1. tölublað - apríl 1994 Verð í lausasölu 456 kr. Útgefandi: Bandalag íslenskra skáta Snorrabraut 60 Pósthólf 5111 125 Reykjavík Sími 91-621390 Fax 91-26377 Abyrgðarmaður: Þorsteinn Fr. Sigurðsson Ritstjóri: Guðni Gíslason Prófarkalestur: Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir Umbrot og útlit: Hönnunarhúsið/GG Ljósmynd á forsíðu: Guðni Gíslason. Ljósmyndir: CC, MGP og fleiri skátar Prentun: Frjáls fjölmiðlun/DV Skátablaðið kemur út þrisvar á ári og er sent öllum skátum og styrktarfélögum hreyfingarinnar. Skátamál - fréttabréf BÍS kemur út 8 sinnum á ári og er sent út til sama hóps og Skátablaðið. Ritskoðun Nei og aftur nei! Það fer engin ritskoðun fram á ritstjórnar- skrifstofum Skátablaðsins einfaldlega vegna þess að það er ekkert til að ritskoða. Eðlilega dreymir ritstjórann þá tíð að geta valið úr innsendu efni og hent því sem honum persónulega líkar ekki. Skátablaðið hefur fengið ágætar viðtökur ef marka má þau litlu viðbrögð sem komið hafa. En blaðið er alls ekki blað íslenskra skáta á meðan sjóndeildarhringurinn afmarkast af Esjunni í norðri og Keili í suðri. Þess vegna er hér lítil bón til allra félagsforingja á Islandi: Upplýsingafulltrúi! Ritstjóri Skátablaðsins óskar eftir því að hver félagsforingi tilnefni upplýsingafulltrúa í sínu félagi. Þessi fulltrúi verði tengiliður við Skátablaðið og tryggi að stöðugt streymi verði af efni frá félögunum til Skátablaðsins og þá eðlilega Skátamála einnig. Það væri óvitlaust ef viðkomandi væri upplýsinga- fulltrúi síns félags gagnvart fjölmiðlum og almenningi. Námskeið! Skátablaðið mun bjóða upp á hressilegt helgarnámskeið, ef næg þátttaka fæst, þar sem tekin verða fyrir almannatengsl, greinarskrif, taka og val Ijósmynda, gerð fréttatilkynninga og þ.h. Námskeiðið verður auglýst síðar, en þeir sem hafa áhuga láti vita á skrifstofu BÍS eða beint til ritstjóra. Hverjirfá blaðið? Skátablaðið og Skátamál eru send út til allra starfandi skáta á landinu ásamt þeim eldri skátum sem eru styrktaraðilar BIS. Sent er út samkvæmt upplýsingum frá skátafélögunum og þess vegna er áríðandi að skátafélögin tryggi að ávallt sé rétt félagatal til á skrifstofu BÍS. Blöðin eru send út endurgjaldslaust til þeirra skáta sem skrifstofa BÍS hefur fengið upplýsingar um og viðkomandi félag hefur greitt árgjaid til BÍS fyrir. Þetta árgjald er aðeins 100 kr. sem er ekki nema fyrir brot af sendingar- kostnaði. Því má segja að BÍS styrki félögin sem nemur mis- muninum á kostnaðarverði blaðanna með sendi ngarkostnaði og þessum 100 kr. og er þá ekki meðtalin öll önnur þjónusta BIS. Skátakveðja, Guðni. Skátablaðið

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.