Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 17

Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 17
íslenska fánann öndvegi Skátahreyfingin hefur frá fyrstu tíð látið sig miklu varða um íslenska fánann, meðferð hans, sögu og þýðingu. Bæði almenningur og opinberir aðilar hafa jafnan leitað upplýsinga hjá skátum um meðferð fánans. Skátar hafa annast leiðbeiningar um meðferð fánans við ýmis tækifæri, og fánaathafnir eru algengur liður í skátastarfi. Skátar hafa verið fánaberar og myndað heiðursvörð við opinberar athafnir svo sem á þjóðhátíð íslendinga alla sögu lýðveldisins. Árið 1965 gaf Dóms- og kirkjumála- ráðuney tið út spj ald með reglum um með- ferð fánans. Bar það heitið,, Leiðbeiningar um meðferð íslenska fánans“. Þessu spjaldi dreifði skátahreyfingin til almennings og var það lengi vel eina opinbera plaggið sem til var um meðferð fánans. Og var svo uns ritið,, Fáni Islands “ kom út á vegum Forsætisráðuneytisins árið 1991. Meðferð íslenska fánans er ekki sér- staklega á námsskrá skólanna og lítið gert til að efla virðingu manna fyrir honum. Má því fullyrða að almenn þekking á meðferð fánans er ekki mikil. Það er því verðugt verkefni fyrir skáta- hreyfinguna á íslandi á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins að setja Islenska fánann í öndvegi. Undir þeirri yfirskrift vinnur Bandalag íslenskra skáta að nokkrum verkefnum tengdum íslenska fánanum. Markmið Megin markmið verkefnanna er að gera almenning meðvitaðan um mikilvægi íslenska fánans, kenna almenna notkun hans og síðast en ekki síst að auka virðingu landsmanna fyrir fánanum. Verkefnin 1. Handfáni til allra grunnskóla- barna á landinu Unnið er að því að öllum grunnskóla- börnum á landinu, 6-12 ára, verði gefinn íslenski fáninn á stöng (handveifa) ásamt litlu spj aldi sem greinir frá meðferð fánans. Börnin munu fá fánana afhenta fyrir skóla- slit í vor og er þetta gert með því hugarfari að þau mæti með fánana á lýðveldishá- tíðina 17. júní. Leitað verður til styrktar- aðila til að fjármagna verkið en fjöldi þessara barna er rúmlega 29 þúsund. 2. Islenskur fáni í alla grunnaskóla landsins Stefnt er að því að allir grunnskólar landsins eignist íslenskan fána á burðar- stöng til að hafa innandyra og íslenskan fána til að draga upp við hátíðleg tækifæri utandyra. Fánarnir munu verða afhentir í mörgum skólum af skátum semjafnframt munu fara yfir helstu atriði í meðferð fánans að nemendum viðstöddum. BIS mun láta gera sérstaka fána í þessu sam- bandi og stefnt að því að hvert sveitar- félag fjármagni kostnað vegna þessa fyrir skólana á sínu svæði. Merki þjóðhátíðar- ársins verður á burðarstöngunum. 3. Fjölmiðlar og útgáfa BIS mun hafa forgöngu um að reglu- lega birtist í fjölmiðlum greinar um íslenska fánann. Jafnframt mun verða reynt að semja við aðra hvora sjónvarps- stöðina um að gera stuttan sjónvarpsþátt um sögu, meðferð og notkun íslenska fánans. Þá verður gefið út spjald þar sem fram koma leiðbeiningar um meðferð íslenska fánans sem ætlað er til dreifingar til almennings. Jafnframt verði prentað fallegt og litríkt veggspjald þar sem hvatt er til notkunar íslenska fánans. 4. Borðfánar í fyrirtæki og stofnanir Islenski fáninn sést ekki víða inni í húsakynnum fyrirtækja og stofnana. Til að gera bragarbót á þessu og aðstoða við fjármögnun áðurnefndra verkefna mun BÍS hafa til sölu sérstaka borðfána sem munu verða boðnir til sölu í fyrirtækjum og stofnunum um land allt. Merki þjóðhá- tíðarársins 1994 verður á fánastandinum.

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.